Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1953, Side 68

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1953, Side 68
34 Iðnaðarskýrslur 1950 Skýringar við töflur 3 A—D. Töílurnar á bls. 6—21 sýna tölu fyrirtœkja, tryggingarskyldra aðila og tryggðra vinnuvikna við iðnaðarstörf árin 1947—50. Yfirlcitt eru flestir þeir, sem vinna við iðnaðarstörf, slysatryggðir. Eigendur fyrirtækjanna eru þó ekki tryggingarskyldir, en þeir mega tryggja sig, ef þeir óska. Hafa margir hinna smærri atvinnurek- enda, sem sjálfir vinna að iðnaðarstörfum, gert það, og telst vinna þeirra þá með, en annars ekki. Heimavinna er ekki tryggingarskyld, og er hún því yfirleitt ekki með í þessum skýrslum. Skrifstofu- fólk iðnaðarfyrirtækja er ekki talið með hér, þó að það sé slysatryggt. Um einstaka dálka í töflum 3 A—D skal þetta tekið fram til skýringar: 1. Dálkar nr. 1—3 eru gerðir samkvæmt flokkunarreglum þeim, sem birtar eru í kaflanum „Svið iðnaðarskýrslnanna“ í inngangi, en þær eru í höfuðdráttum samhljóða ISIC (International Stan- dard Industrial Classification). 2. í 4., 11. og 18. dálki er tala fyrirtœkja í hinum ýmsu greinum. Ef starfsemi fyrirtækis fellur í tvo flokka eða fleiri, þá er fyrirtækið talið í þeim flokki, sem aðallega er starfað í. En hvað er fyrir- tæki ? Ýmis sjónarmið eru lögð til grundvallar hugtakinu í tölfræðilegum yfirlitum, og fer það eftir því, hvers konar yfirlit er um að ræða. Hér verður fyrirtæki skoðað sem verkstœdi eða verk- smiðja (,,establishment“,sbr. ISIC), sem er sjálfstæð framleiðsluheild og getur því gefið nokkurn veginn sjálfstæðar skýrslur um starfsemi sína. Útibú og sjálfstæðar deildir teljast því sérstök fyrirtæki, þótt þau séu aðeins brot úr stærri fjárhagsheild eða fyrirtæki í víðari merkingu („enter- prise,“ sbr. ISIC). Þótt hugtakið fjárhagsheild sé oft rýmra en verkstæði eða vinnustaður, þá eru líka dæmi hins gagnstæða. Stundum starfrækja tvö eða flciri hlutafélög (sem eru að sjálfsögðu sérstakar fjárhagsheildir,) sama verkstæðið eða verksmiðjuna. Hugtakið ,,establishment“ hæfir betur iðnaðarskýrslunum í því formi, sem þær eru, en hug- takið „enterprise“. Hagstofa Sameinuðu þjóðanna mælir einnig með notkun þess við slíkar skýrslugerðir. Nágrannaþjóðir okkar styðjast einnig við þetta hugtak í grundvallaratriðum í iðn- aðarskýrslum þeim, er þær gefa út. Sumir telja æskilegt að þrengja hugtakið enn meira en gert er með því að skoða fyrirtæki sem verksmiðju eða verkstæði. Vilja þeir gera það með því að leggja ákveðna afurð eða þjónustu eða flokk afurða eða þjónusta til grundvallar hugtakinu. Þá yrði t. d. verksmiðja, sem framleiðir ann- ars vegar síldarmjöl og lýsi og hins vegar fiskmjöl, talin tvö fyrirtæki, þótt sama fólkið vinni að framleiðslunni og framleiðsluöflin séu að milku leyti notuð í þágu allra afurðanna sameiginlega. Það fer eftir eðli framleiðslunnar, hvort slík aðgreining er auðveld eða ekki, og skýrslur þessar eru í öllum höfuðatriðum byggðar á verksmiðju- eða verkstæðishugtakinu, eins og fyrr greinir, en ekki afurðahugtakinu. Hvert fyrirtæki, sem hefur framleiðslu margvíslegra afurða, sem telst til ólíkra greina iðnaðar, innan sinna vébanda, er svo talið í þeirri grein, sem mest er framleitt í. Hjá sumum fyrirtækjum eru iðnaðarstörfin hrein aukastörf, en höfuðáherzlan lögð á fiskvciðar, verzlun, landbúnað o. fl. Ef iðnaðarstarfsemin hjá þeim er ekki sérstök aðgreinanleg deild, þá er hún ekki talin meðal iðnaðarfyrirtækja. Stundum er hins vegar til sundurliðun á tryggðum vinnu- vikum á hinar ýmsu greinar innan fyrirtækisins, og*þá er fyrirtækið klofið niður í tvo eða fleiri tryggingarskylda aðila í dálka nr. 5, 12 og 19 og vinnuvikurnar hafðar aðgreindar í dálkum nr. 6, 13 og 20. Hugtakið tryggingarskyldur aðili er því í töflum þessum mjög svipað afurðahug- takinu um fyrirtæki. Allt um það, sem nú hefur verið sagt, falla fjárhagsheildar-, verkstæðis- og afurðahugtökin oft saman, en það er misjafnt eftir greinum atvinnulífsins. 3. í dálkum nr. 5 og 6, 12 og 13, 19 og 20 er tala tryggingarskyldra aðila og vinnuvikna allra slysa- tryggðra hjá þeim. Sama fyrirtækið getur verið talið tryggingarskyldur aðili í fleiri en einni grein, ef atvinnu- rekstri þess er þannig háttað, að hann teljist til fleiri en einnar greinar og aðgreining er til milli tryggðra vinnuvikna í hverri grein. Ef aðgreining er hins vegar ekki til, þá er öll starfsemin talin til þeirrar greinar, sem mest er talið falla undir. Eins og töflurnar bera með sér, kveður ekki mikið að þessu nema í örfáum greinum. (T. d. vantar oftast aðgreiningu milli síldarbræðslu og fiskmjölsvinnslu, en árið 1950 kvað mikið að fiskmjölsvinnslu í síldarverksmiðjum. Það fer því eftir framleiðsluverðmæti síldarafurðanna og áætluðu reksturstímabili í þágu þeirra annars vegar og fiskmjölsins og tengdra afurða hins vegar, hvort verksmiðjumar eru taldar í grein nr. 312b eða 312c, en í mörgum töflunum hafa flokkarnir verið sameinaðir af þessum sökum.). 4. Til lagfæringar á þessu eru dálkar nr. 7, 14 og 21 annars vegar og nr. 8, 15 og 22 hins vegar færðir. í dálkum nr. 7, 14 og 21 er tala þeirra tryggingarskyldra aðila í dálkum nr. 5, 12 og 19, sem taldir em með öllum tryggðum vinnuvikum fyrirtækisins í dálkum nr. 6, 13 og 20, þótt einungis hluta þeirra ætti að telja í viðkomandi greinum, en það eigi verið hægt vegna vöntunar á aðgreiningu vinnuvikna milli iðnaðargreina. Hins vcgar em í dálkum nr. 8, 15 og 22 aðilar, sem ættu að vera
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Hagskýrslur um iðnað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.