Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1953, Blaðsíða 11

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1953, Blaðsíða 11
Inngangur. Introduction. 1. Skýrslusöfnunin 1950. Collection of Data. Skýrslum um rekstur iðnaðarfyrirtækja hefur um alllangt skeið verið safnað af Hagstofu íslands. Hefur sú skýrslusöfnun verið byggð á lögum nr. 64, 10. des. 1934, um viðauka við lög nr. 29, 8. nóv. 1895, um hagfræðislcýrslur. í 1. gr. þeirra laga segir svo: „Iðnfyrirtæki þau, sem eru tryggingarskyld samkvæmt lögum nr. 72, 8. sept. 1931 um slysatryggingu1), eru skyld til að láta Hagstofunni árlega í té skýrslu um magn og verð framleiðslu sinnar, um notkun hráefna og aðstoðarefna, um tölu og samanlagðan vinnutíma verkamanna og starfsmanna ásamt útborguðu vikukaupi, svo og aðrar upplýsingar um fyrirtækið, samkvæmt eyðublöðum, sem Hagstofan semur í samráði við Iðnráð Reykjavíkur.“ Árangur af þessari skýrslusöfnun liefur ekki orðið það góður, að tiltækilegt hafi verið að gefa út sérstakar iðnaðarskýrslur. Meginorsökm er sú, hve illa liefur gengið að innheimta tilskilin gögn frá ýmsum fyrirtækjum. Hins vegar hafa skýrsl- ur þessar komið að ýmsu gagni í sambandi við smærri skýrslugerðir fyrir innlenda og erlenda aðila. Árin 1950—1952 var gerð úrslitatilraun til þess að ná saman efnivið í sérstakar iðnaðarskýrslur fyrir árin 1949 og 1950. Hefur verið lögð geysimikil vinna í að fá iðnaðarfyrirtæki til þess að láta skýrslur í té í tilskyldu formi, og hefur það tekizt þolanlega, þó að allmörg fyrirtæki í sumum iðnaðargreinum hafi látið undir höfuð leggjast að skila tæmandi skýrslu og mörg önnur fyrirtæki hafi útfyllt aðeins hluta af eyðublaðinu. Þó að heimilt sé að beita sektarákvæðum gagnvart þeim, sem van- rækja skýrslugjöf, þá hefur enn sem komið er lítið verið farið inn á þá braut, enda er lítils árangurs af því að vænta. Söfnun iðnaðarskýrslna fyrir árin 1949 og 1950 var gerð í samráði við Fjár- hagsráð. Eyðublöð voru send öllum fyrirtækjum, sem höfðu slysatryggt vinnuafl í þjónustu sinni þessi ár. Æskilegt hefði verið að hafa sérstaklega gerð eyðublöð fyrir hverja grein iðnaðarins, þar sem tekið hefði verið tillit til sérstakra aðstæðna þeirra, hverrar um sig, en slílct hefði liaft stóraukinn kostnað í för með sér, bæði við söfnun skýrslnanna og útgáfu þeirra á prenti. Nauðsynlegt getur þó orðið í framtíðinni að hafa sérstök eyðublöð fyrir sumar greinar iðnaðarins. Skýrslusöfnunin náði aðallega til fyrirtækja í iðnaði (flokkar 2—3, sjá næsta kafla), en skýrslum var einnig safnað að nokkru um námuvinnslu og um rafmagns- veitur og gasveitur. Um byggingarstarfsemina var liins vegar ekki safnað neinum skjh'slum, enda miklum örðugleikum bundið. Ýmsar aðrar heimildir hafa verið notaðar en skýrslur fyrirtækjanna sjálfra. Ber þar einkum að nefna framtöl til skattyfirvaldanna um slysatryggt vinnu- 1) Núgildandi 6kvœði hér að lútondi eru í 112, og 113. grein laga nr. 50, 7. maí 1946, um almannatryggingar. b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Hagskýrslur um iðnað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.