Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1953, Blaðsíða 34
30*
Iðnaðarskýrslur 1950
í fyrstu var ætlunin að sundurliða betur en gert er fjármagn það, sem bundið
er í fyrirtækjunum, en þess var ekki kostur, m. a. vegna þess, hve algengt það er
að vátryggja hús, vélar og tæki sameiginlega.
Að síðustu skal það undirstrikað, að skýrslur fengust ekki frá öllum iðnaðar-
fyrirtækjum, og þar af leiðandi eru tölurnar í hefti þessu ekki heildartölur. Til frekari
glöggvunar er því skilahlutfallið, miðað við tryggðar vinnuvikur, gefið upp í
flestum töflunum, þannig að nokkurn veginn sé Ijóst, fyrir hve mikinn hluta hverrar
greinar tölurnar gildi. Skilahlutfallið er þó ekki einhlítt til áætlana um þann hluta
hverrar greinar, sem upplýsingar vantar um, vegna þess að því fer fjarri, að allir
þættir rekstrarins standi í beinu hlutfalli við tryggðar vinnuvikur. Sömuleiðis
verður að hafa í huga, að tölur í skýrslum til Hagstofunnar geta verið rangar að
meira eða minna leyti, og sama gildir um leiðréttingar, sem Hagstofan hefur orðið
að gera á augljósum villum í frumskýrslunum.