Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1953, Side 31

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1953, Side 31
Iðnaðarskýrslur 1950 27* Skipting orkukostnaðarins milli orkugjafa er þessi: 45,5% orkuverðmætis- ins er olía og bensín, 34,3% rafmagn, 11,2% kol og koks og 9,0% aðrir og ótilgreindir orkugjafar (heitt vatn, gas, súr, ammoníak o. fl., og ósundurliðað verðmæti). Hér vísast til töflu nr. 11 og skýringa við hana, cinkum að því er snertir „aðra og ótil- greinda orkugjafa“, sem þurfa frekari skýringa við. Hlutfallsleg skipting milli orku- gjafa í Reykjavík er þessi (eftir verðmæti): Rafmagn 48,7%, olía og bensín 31,8%, aðrir og ótilgreindir orkugjafar 12,5% og kol og koks 7,0%. Utan Reykjavíkur er skiptingin þessi: Olía og bensín 53,2%, rafmagn 26,3%, kol og koks 13,5% og aðrir og ótilgreindir orkugjafar 7,0%. Rafmagn og aðrir og ótilgreindir orkugjafar (eink- um lieitt vatn) eru því tiltölulega þýðingarmeiri orkugjafar í Reykjavík cn ann- ars staðar á landinu, en olía, bensín, kol og koks tiltölulega mikilvægari utan Reykja- víkur. Rafmagn er aðalorkugjafinn í tóbaksiðnaði, skógerð, fatagerð og annarri vefu- aðarvöruframleiðslu, trésmíði (á verkstæði) og húsgagnagerð, pappírsiðnaði, prent- un, bókbandi og prentmyndagerð, gúmiðnaði, málmsmíði, raftækjagerð, flutn- ingstækjagerð og „öðrum iðnaði“. Olía og bensín eru aðalorkugjafarnir í matvæla- iðnaði, öðrum en drykkjarvöruiðnaði, svo og í drykkjarvöruiðnaði, vefjariðnaði, kemískum iðnaði og steiniðnaði. Kol og koks eru ekki aðalorkugjafarnir í neinni aðalgrcin, en „aðrir og ótilgreindir orkugjafar“ eru hæstir að verðmæti í skinna- og leðuriðnaði. d. Fjármagn bundið í iðnaðarfyrirtækjum. Invested Capital and Stocks. í töflum nr. 4 og 12 eru upplýsingar um fjármagn bundið í iðnaðarfyrirtækjum. Iðnaðarfyrirtæki með 78% af tryggðum vinnuvikum iðnaðarins í heild höfðu 535 278 þús. kr. bundnar í byggingum, vélum og áhöldum og vörubirgðum (hrá- efnum, hálfunnum og fullunnum afurðum) í árslok 1950. Þar af var bundið í bygg- ingum, vélum og áhöldum 409 602 þús. kr. (76,5%), en 125 676 í vörubirgð- um (23,5%). Byggingar, vélar og áhöld er talið á vátryggingarverði, en vörubirgðir á bókfærðu verði samkv. efnahagsreikningi. Þess skal getið, að nokkur fyrirtæki gáfu einungis upp fasteignamatsverð á byggingum, og hefur þá orðið að áætla vátryggingarverðmætið (sjá skýringar við töflur nr. 4 og 12). Geta því þessar tölur skakkað verulega frá hinu rétta í sumum greinum. Yátryggingarverðmætið er vafalaust betri mælikvarði á fjármagn það, sem bundið er í byggingum, en t. d. upphaflegt verð eða fasteignamatsverð, því að yfirleitt munu fyrirtæki leitast við að láta vátryggingarupphæðir fylgja raunverulegum verðbreytingum. Fjármagn bundið í iðnaðarfyrirtækjum þeim í Reykjavík, sem skilað hafa skýrslu (83% miðað við tryggðar vinnuvikur), nemur 237 369 þús. kr„ eða 44,3% heildarfjármagnsins, en utan Reykjavíkur (skilahlutfall miðað við tryggðar vinnu- vikur 73,7%) 297 909 þús. kr„ eða 55,7% heildarfjármagnsins. Sú aðalgrein, sem hefur mest fjármagn bundið í byggingum, vélum og áhöld- um, er kemískur iðnaður (6Íldar- og fiskmjölsverksmiðjur, lifrarbræðslur, lýsis- hreinsunarstöðvar, hvalvinnslustöð, málningarverksmiðjur, breinlætisvöruverk- smiðjur, gas-, súrefnis-, kalk- og kolsýrugerðir), eða 32,9% af öllu því verðmæti, sem skýrslur fengust um. Næst kemur matvælaiðnaður, annar en drykkjarvöru- iðnaður, með 27,4% lieildarverðmætisins (hraðfrystihús, sláturhús, mjólkurbú, brauðgerðarhús, kexverksmiðjur, smjörlíkisgerðir, niðursuðuverksmiðjur o. fl.). Mikið vantar þó af skýrslum í þessum iðnaði (skilahlutfall 61,2%), og er raunar sennilegt, að meira fjármagn sé bundið í byggingum, vélum og áhöldum í matvæla-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Hagskýrslur um iðnað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.