Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1953, Blaðsíða 31
Iðnaðarskýrslur 1950
27*
Skipting orkukostnaðarins milli orkugjafa er þessi: 45,5% orkuverðmætis-
ins er olía og bensín, 34,3% rafmagn, 11,2% kol og koks og 9,0% aðrir og ótilgreindir
orkugjafar (heitt vatn, gas, súr, ammoníak o. fl., og ósundurliðað verðmæti). Hér
vísast til töflu nr. 11 og skýringa við hana, cinkum að því er snertir „aðra og ótil-
greinda orkugjafa“, sem þurfa frekari skýringa við. Hlutfallsleg skipting milli orku-
gjafa í Reykjavík er þessi (eftir verðmæti): Rafmagn 48,7%, olía og bensín 31,8%,
aðrir og ótilgreindir orkugjafar 12,5% og kol og koks 7,0%. Utan Reykjavíkur er
skiptingin þessi: Olía og bensín 53,2%, rafmagn 26,3%, kol og koks 13,5% og aðrir
og ótilgreindir orkugjafar 7,0%. Rafmagn og aðrir og ótilgreindir orkugjafar (eink-
um lieitt vatn) eru því tiltölulega þýðingarmeiri orkugjafar í Reykjavík cn ann-
ars staðar á landinu, en olía, bensín, kol og koks tiltölulega mikilvægari utan Reykja-
víkur.
Rafmagn er aðalorkugjafinn í tóbaksiðnaði, skógerð, fatagerð og annarri vefu-
aðarvöruframleiðslu, trésmíði (á verkstæði) og húsgagnagerð, pappírsiðnaði, prent-
un, bókbandi og prentmyndagerð, gúmiðnaði, málmsmíði, raftækjagerð, flutn-
ingstækjagerð og „öðrum iðnaði“. Olía og bensín eru aðalorkugjafarnir í matvæla-
iðnaði, öðrum en drykkjarvöruiðnaði, svo og í drykkjarvöruiðnaði, vefjariðnaði,
kemískum iðnaði og steiniðnaði. Kol og koks eru ekki aðalorkugjafarnir í neinni
aðalgrcin, en „aðrir og ótilgreindir orkugjafar“ eru hæstir að verðmæti í skinna-
og leðuriðnaði.
d. Fjármagn bundið í iðnaðarfyrirtækjum.
Invested Capital and Stocks.
í töflum nr. 4 og 12 eru upplýsingar um fjármagn bundið í iðnaðarfyrirtækjum.
Iðnaðarfyrirtæki með 78% af tryggðum vinnuvikum iðnaðarins í heild höfðu
535 278 þús. kr. bundnar í byggingum, vélum og áhöldum og vörubirgðum (hrá-
efnum, hálfunnum og fullunnum afurðum) í árslok 1950. Þar af var bundið í bygg-
ingum, vélum og áhöldum 409 602 þús. kr. (76,5%), en 125 676 í vörubirgð-
um (23,5%). Byggingar, vélar og áhöld er talið á vátryggingarverði, en vörubirgðir
á bókfærðu verði samkv. efnahagsreikningi. Þess skal getið, að nokkur fyrirtæki
gáfu einungis upp fasteignamatsverð á byggingum, og hefur þá orðið að áætla
vátryggingarverðmætið (sjá skýringar við töflur nr. 4 og 12). Geta því þessar tölur
skakkað verulega frá hinu rétta í sumum greinum. Yátryggingarverðmætið er
vafalaust betri mælikvarði á fjármagn það, sem bundið er í byggingum, en t. d.
upphaflegt verð eða fasteignamatsverð, því að yfirleitt munu fyrirtæki leitast við
að láta vátryggingarupphæðir fylgja raunverulegum verðbreytingum.
Fjármagn bundið í iðnaðarfyrirtækjum þeim í Reykjavík, sem skilað hafa
skýrslu (83% miðað við tryggðar vinnuvikur), nemur 237 369 þús. kr„ eða 44,3%
heildarfjármagnsins, en utan Reykjavíkur (skilahlutfall miðað við tryggðar vinnu-
vikur 73,7%) 297 909 þús. kr„ eða 55,7% heildarfjármagnsins.
Sú aðalgrein, sem hefur mest fjármagn bundið í byggingum, vélum og áhöld-
um, er kemískur iðnaður (6Íldar- og fiskmjölsverksmiðjur, lifrarbræðslur, lýsis-
hreinsunarstöðvar, hvalvinnslustöð, málningarverksmiðjur, breinlætisvöruverk-
smiðjur, gas-, súrefnis-, kalk- og kolsýrugerðir), eða 32,9% af öllu því verðmæti,
sem skýrslur fengust um. Næst kemur matvælaiðnaður, annar en drykkjarvöru-
iðnaður, með 27,4% lieildarverðmætisins (hraðfrystihús, sláturhús, mjólkurbú,
brauðgerðarhús, kexverksmiðjur, smjörlíkisgerðir, niðursuðuverksmiðjur o. fl.).
Mikið vantar þó af skýrslum í þessum iðnaði (skilahlutfall 61,2%), og er raunar
sennilegt, að meira fjármagn sé bundið í byggingum, vélum og áhöldum í matvæla-