Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1953, Blaðsíða 117
Iðnaðarskýrslur 1950
83
Skýringar við töflu D.
í töflu D eru niðurstöður skýrslusöfnunar Hagstofunnar ura námuvinnslu 1950. Illa gekk að
ná inn skýrslum utan Reykjavíkur, eins og kemur fram í 3. línu töflunnar. Árið 1950 var varla um að
ræða aðra tryggingarskylda námuvinnslu hér á landi en grjót-, malar- og sandnám. Þess skal getið,
að mótak er ekki talið til námuvinnslu (sjá úrdrátt úr flokkun atvinnulífsins í inngangi).
Línur 4—43 í töflunni eru byggðar á skýrslum þeim, sem Hagstofan safnaði. í 3. línu er greint
frá skilahlutfallinu og kemur þar fram, að skýrslur hafa fengizt um 89% námuvinnslunnar, miðað við
tryggðar vinnuvikur. Hlutfall þetta má nota við áætlanir um þann hluta námuvinnslunnar, sem skýrsl-
ur vantar um (11%), en í því sambandi eru þó gerðir þessir fyrirvarar:
1) Eins og greint er frá í 2. hð skýringa \úð töflu A, þá mun sum námuvinnsla vera tryggð sem
óflokkuð „bæjarvinna“ (í kaupstöðum) og kemur hún þá ekki fram hér. Ekki kemur heldur fram
allt malar- og sandnám, því að sjálfstæðir vörubifreiðarstjórar, sem eru tryggðir við almennan akstur,
stunda talsvert slíka starfsemi. Flest stærstu og þýðingarmestu fyrirtækin eru þó talin í töflunni. Þó
vantar allstóran hð í sandnámið, þar sem skýrsla liggur ekki fyrir um sandtökuna á Hvaleyri við
Hafnarfjörð.
2) Taflan ber með sér, að tryggðar vinnuvikur utan Reykjavíkur eru nokkru færri en eðlilegt
væri miðað við fjölda verkafólks og vinnustundir, en þessi munur skýrist með því, að um grjótnám
Akureyrarbæjar vantar að verulegu leyti aðgreiningu tryggðra vinnuvikna frá annarri ,,bæjarvinnu“,
svo að í yfirlitinu um tryggðar vinnuvikur er grjótnám þetta að mestu tahð í flokki nr. 450 (önnur
og ótilgreind byggingarstarfsemi). Hins vegar liggur fyrir ýtarleg skýrsla um grjótnám Akureyrar-
bæjar að öðru leyti, og eru þær tölur felldar inn í línur 4—43 í töflunni.