Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1953, Blaðsíða 10
6*
Xðnaðarskýrslur 1950
fjölmörg fyrirtæki ekki fengizt til að skila skýrslu. Þar við bætist, að þörf er ýtar-
legri og nákvæmari skýrslna en mögulegt er að fá með þeirri tilhögun, sem höfð
hefur verið á söfnun skýrslnanna. Raunar á allt þetta ekki aðeins við iðnaðar-
skýrslurnar, lieldur einnig við skýrslugerðina um atvinnuvegi landsmanna i heild,
sem mikil þörf er á, að verði komið í viðunandi horf.
Niðurstaðan af athugunum Hagstofunnar á þessum málum er sú, að almennt
verði tekið upp líkt fyrirkomulag um öflun frumskýrslna um atvinnuvegina og
notað hefur verið síðan 1946 við búnaðarskýrslurnar, samkvæmt lögum nr. 38/1946.
Er þá frumgagnanna aflað með aðstoð skattyfirvaldanna, þannig að atvinnurek-
endur gefi, á sérstökum fylgiskjölum með framtölum sínum, upplýsingar þær um
rekstur sinn og hag, sem óskað er eftir til skýrslugerðar. Til þess að koma þessu á
fót, mundi þurfa nýja löggjöf. Ógerlegt mundi vera, að minnsta kosti fyrst í stað,
að safna slíkum heildarskýrslum árlega fyrir hvern aðalatvinnuveg, og er því gert
ráð fyrir að haga skýrslugerð þessari þanuig, að eitt árið komi út búnaðarskýrslur,
annað árið skýrslur um fiskveiðar og siglingar og þriðja árið skýrslur um iðnað,
verzlun og aðrar atvinnugreinar, sem ekki eru hafðar með landbúnaði eða fisk-
veiðum ásamt siglingum. Þau tvö árin, sem samkvæmt þessu mundu ekki verða
gerðar skýrslur fyrir, mætti áætla veigamestu atriðin — enda mundi það verða
fullnægjandi í langflestum tilfellum.
Hætt er við því, að einhver dráttur verði á framkvæmd þessara áforma,
vegna þess að verkið við að koma á fót spjaldskrá yfir alla landsmenn verður að
ganga fyrir öðrum nýjum verkefnum Hagstofunnar. En áherzla verður lögð á að
flýta því sem mest, að skýrslugerð Hagstofunnar um atvinnuvegi landsmanna
komist í viðunandi liorf, og er ýmissa hluta vegna ekki sízt þörf á því, að iðnaðar-
skýrslurnar verði auknar og endurbættar verulega frá því, sem er í þessum fyrstu
skýrslum Hagstofunnar um iðnað landsmanna.
Það, að ekki hafa verið til viðhlítandi skýrslur um iðnaðarstarfsemina í land-
inu, hefur verið stöðugt umkvörtunarefni iðnrekenda, handiðnaðarmanna og
þeirra opinberra aðila, sem um iðnaðarmál fjalla. Af liálfu Hagstofunnar er sú von
látin í ljós, að iðnaðarskýrslurnar 1950 bæti að einhverju leyti úr þeim tilfinnanlega
upplýsingaskorti, sem liér hefur verið fyrir hendi, — þrátt fyrir ágalla þeirra, og
þó að útgáfa þeirra liafi tekið lengri tíma en æskilegt liefði verið.
Hagstofa íslands, í maí 1953.
Klemens Tryggvason.