Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Blaðsíða 2
fimmtudagur 25. september 20082 Fréttir
fréttir
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
miðvikudagur 7. maí 2008 dagblaðið vísir 82. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295
besta rannsóknarblaðamennska ársins
að stela frá saMherjuM sínuM í liðinu.
Herbert óttast
gjaldþrot
Sigurður Pétur harðarSon og SoPhia hanSen í hár Saman:
Neitar að viNNa
með BuBBa
Poppsöngvarinn Herbert Guðmunds-
son bíður dóms í deilu sinni við ná-
granna. Hann segist missa allt sitt tapi
hann málinu.
magnúS StefánSSon, fyrrverandi
trommuleikari egÓ, mun ekki taka þátt
í endurkomutÓnleikum vegna Óeðli-
legra SamSkiPta við bubba morthenS.
Sigurður
pétur
Stefnir
Sophiu
vill að Sophia borgi 52 milljónir
Sophia kærði Sigurð fyrir skjalafals
Halim al biður fyrir þeim
Saltpéturssýra
skapar hættu
Slökkvilið höfuðborgarsvæð-
isins var kallað út laust fyrir
klukkan fjögur í gær að vöruhúsi
N1 í Gelgjutanga. Brúsi af salt-
péturssýru datt úr hillu vöru-
hússins niður á gólf með þeim
afleiðingum að úr honum lak.
Menn í eiturefnateymi slökkvi-
liðsins voru kallaðir á vettvang og
unnu að hreinsun íklæddir eitur-
efnabúningum, enda saltpéturs-
sýra baneitruð að sögn varðstjóra
slökkviliðsins. Einn starfsmaður
fékk slettu af saltpéturssýrunni á
sig en að sögn varðstjóra slökkvi-
liðsins brugðust samstarfsmenn
hans skjótt við og skoluðu sárið
og komu honum á spítala.
fimmtudagur 8. maí 20082 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
„Ég fór grátandi út,“ segir þung-
lyndur maður á fimmtugsaldri
sem var vísað út af geðdeild Land-
spítalans á mánudag þrátt fyrir að
hann væri í sjálfsvígshugleiðing-
um. Hann segist ítrekað hafa íhug-
að sjálfsmorð í vikunni en ekki hafa
gert tilraunir. „Ég er svolítið kvíð-
inn en tók róandi áðan,“ segir mað-
urinn sem er utan af landi og á ekki
i nein hús að venda á höfuðborgar-
svæðinu.
Af ótta við fordæmingu sam-
félagsins treystir maðurinn sér
ekki til að koma fram undir nafni
en hann skammast sín mjög fyr-
ir veikindi sín. Hann gerði tilraun
til sjálfsvígs árið 2006. Þá var hann
fluttur með sjúkraþyrlu á spítala og
dvaldist síðan í þrjár vikur á geð-
deild.
Enginn læknir á vakt
Maðurinn lagðist inn á geð-
deildina á föstudag en þá var um
mánuður frá því að sótt var um
pláss fyrir hann vegna sjálfsvígs-
hugleiðinga. Hann segist hafa lagst
inn klukkan tíu um morguninn en
ekki fengið viðtal við lækni þann
daginn. „Síðan var auðvitað eng-
inn læknir á vakt um helgina,“ seg-
ir hann. Á mánudag fékk hann loks
viðtal. „Þá hitti ég bæði lækni og
hjúkrunarfræðing. Þau sögðu við
mig að ég yrði bara að fara út strax.
Ég hrökk auðvitað í kút og spurði
af hverju. Þá sagði hjúkrunarfræð-
ingurinn að ég hefði áreitt ein-
hverja stúlku. Þau vildu þó hvorki
segja mér hvaða stúlka það væri
eða hvernig ég hefði átt að áreita
hana.“
Eftir að ganga mjög á eftir því
fékk maðurinn að vita að ekki væri
um að ræða ásakanir um líkamlega
áreitni heldur á hann að hafa áreitt
hana með orðum. Hann segist þó
ekki kannast við slíkt en grunar að
samsjúklingur hafi gagnrýnt vísu
sem hann flutti. Vísuna segir hann
kannski orka tvímælis en þó ekki
vera klámfengna.
Fékk ekki tækifæri til að bæta
sig
Honum sárnar mjög að hafa
ekki fengið að svara neitt fyrir sig
heldur verið vísað beint út. „Það
er stóralvarlegt mál að manni sem
kemur inn á geðdeild á föstudegi sé
vísað út á mánudegi.“ Einnig finnst
honum gagnrýnivert að læknir
hafi ekki leiðbeint honum ef um
athugaverða hegðun var að ræða
og vísar til þess að hann sé jú veik-
ur á geði. „Ég fékk ekki tækifæri til
að vera betri maður í dag en í gær.
Maður er ekki fullkominn og getur
gert mistök,“ segir hann.
„Ég var langt niðri þegar ég
lagðist inn en var enn lengra niðri
þegar ég útskrifaðist,“ segir hann.
Á mánudag var maðurinn bók-
staflega á götunni og leitaði til Geð-
hjálpar. „Ég velti því þar upp hvað
hefði verið gert ef ég hefði drepið
mig, því ég hef lengi verið í sjálfs-
vígshugleiðingum. Hefði læknir-
inn orðið hissa?“
Krefst svara frá
Landspítalanum
Sveinn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Geðhjálpar, tók á
móti erindi mannsins. Hann sendi
í framhaldinu fyrirspurn til Land-
spítalans og á fund með forsvars-
mönnum þar á föstudag vegna
málsins. „Við verðum að sætta okk-
ur við að hann verði ekki lagður aft-
ur inn fyrr en í fyrsta lagi eftir þann
tíma,“ segir hann. Sem gæsluað-
ili hagsmuna skjólstæðinga sinna
gerir Geðhjálp kröfu um að fá skil-
yrðislaus svör um hvort þarna hafi
verið brotið á manninum. „Mér
finnst afar einkennilegt að útskrifa
mann í sjálfsvígshættu.“
Sveinn bendir á að bæði heim-
ilislæknir og geðlæknir hafi séð
tilefni til að hann var lagður inn á
geðdeild og undarlegt að hann sé
útskrifaður án nokkurrar meðferð-
ar.
Ástæða brottvísunar mannsins
finnst Sveini einnig stinga í stúf:
„Ef óviðeigandi hegðun er orðinn
ásteytingarsteinn til að útskrifa fólk
þyrfti geðsviðið kannski að skoða
betur starfsvettvang sinn.“
Þegar blaðamaður DV hafði
samband við geðdeildina var þar
enginn á vakt sem gat svarað fyrir
brottvísun mannsins, eða almenn-
ar starfsreglur
í tilvikum
sem þess-
um.
ErLa HLynsdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Krefst svara frá Landspítalanum Sveinn magnússon
telur að geðsvið þurfi að endurskoða starfsvettvang sinn
ef óviðeigandi hegðun er ástæða til brottvísunar af
geðdeild. Hann fundar með spítalanum á föstudag.
HENT GRÁTANDI ÚT
Fékk ekki að verja sig Þunglyndum manni var vísað
grátandi út af geðdeild Landspítalans á mánudag. Honum
er gefið að sök að hafa sýnt óviðeigandi hegðun en hún
hvorki skýrð frekar, né fékk hann tækifæri til að verja sig.
„ég var langt niðri
þegar ég lagðist inn
en var enn lengra
niðri þegar ég útskrif-
aðist.“
„Ég drep þig, helvítis auming-
inn þinn. Sophia Hansen er eigin-
kona mín og þú hefur engan rétt til
þess að skrifa um hana. Ég gef þér
einn sólarhring og svo kem ég heim
til þín og drep þig og konuna þína.
Þú hefur einn dag,“ öskraði óða-
mála maður í farsíma blaðamanns
DV um klukkan 15 í gær. Spurður
að nafni sagði maðurinn nafn, sem
ógerningur var að greina.
„Ég er múslimi og ég óttast ekkert
nema guð. Ég kem og drep þig. Ég
gef þér einn dag, skilurðu það, áður
en ég kem heim til þín og drep þig.
Ég er múslimi, ég er frá Egyptalandi,
og óttast ekkert. Sophia Hansen er
konan mín. Ég er múslimi og kem og
drep þig. Ég veit hvar þú átt heima,“
hélt maðurinn áfram. Hann var æst-
ur og öskraði hótanirnar í sífellu.
Hann lagði ríka áherslu á að hann
væri múslimi, að því er virtist í þeim
tilgangi að vekja ótta. Greinilegt var
að manninum mislíkaði frétt í mið-
vikudagsblaði DV um málarekstur
Sigurðar Péturs Harðarsonar á So-
phiu Hansen.
Sophia Hans-
en vildi ekki segja
til um hjúskapar-
stöðu sína þegar til
hennar var leitað og
benti á að best væri
að leita eftir slíkum
upplýsingum í þjóð-
skrá. „Ég vil ekkert
láta hafa eftir mér en
mér hafa ekki bor-
ist neinar upplýsing-
ar um líflátshótanir,“
sagði hún.
Í þjóðskrá er ekki
að finna neinar upp-
lýsingar um að Sophia sé gift og
ekki er unnt að finna upplýsingar
um tengsl hennar við mann af eg-
ypskum uppruna. Þetta fékkst stað-
fest hjá embættismönnum.
Varðstjóri hjá Lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu tók
niður allar helstu upp-
lýsingar um málið og
gerði um það bókun.
Hann sagði að ef mað-
urinn hefði samband
á nýjan leik myndi
lögreglan setja krækju
á hurðina heima hjá
blaðamanni. Ef mað-
urinn gerði sig lík-
legan til þess að láta
til skarar skríða, þá
væri best að hringja í
neyðarlínuna.
sigtryggur@dv.is
sophiu Hansen
Hótar að myrða blaðamann DV
sophia Hansen maður sem
segist vera eiginmaður Sophiu
hótar blaðamanni lífláti. Sophia
ræðir ekki hjúskaparstöðu sína.
fréttir
F r j á l s t , ó h á ð d a g b
l a ð
miðvikudagur 7. maí 2008 dagblaðið vísir 82.
tbl. – 98. árg. – verð kr. 295
besta rannsóknarblaðamennska ár
sins
að stela frá saMherjuM sínuM í liðinu.
Herbert óttast
gjaldþrot
Sigurður Pétur harðarSon og SoPhia hanSen í hár Sa
man:
Neitar að viNNa
með BuBBa
Poppsöngvarinn Herbert Guðmunds-
son bíður dóms í deilu sinni við ná-
granna. Hann segist missa allt sitt tapi
hann málinu.
magnúS StefánSSon, fyrrverandi
trommuleikari egÓ, mun ekki taka þátt
í endurkomutÓnleikum vegna Óeðli-
legra SamSkiPta við bubba morthenS.
Sigurður
pétur
Stefnir
Sophiu
vill að Sophia borgi 52 milljónir
Sophia kærði Sigurð fyrir skjalafals
Halim al biður fyrir þeim
DV 7. maí
Kagginn
kostaði sekt
Héraðsdómur Suðurlands
dæmdi í gær Karl Bachmann
Lúðvíksson í hundrað þúsund
króna sekt fyrir umferðarlaga-
brot. Karli var gefið að sök að
hafa reykspólað á Chevrolet
Camaro-bifreið sinni í tvígang
í september síðastliðnum á
bílastæði við N1 á Selfossi.
Karl neitaði sök varðandi
seinni ákæruliðinn en hann
hélt því fram að hann hefði
verið á Stokkseyri umrætt
kvöld. Samkvæmt framburði
vitna þótti dómnum sannað
að Karl hefði ekið bifreiðinni
í bæði skiptin. Þótti því rétt
að sekta hann um hundrað
þúsund krónur auk þess að
svipta hann ökuréttindum í
tvo mánuði.
Hemma Gunn
óviðkomandi
DV sagði frá því í fyrradag
að Hendrik Björn Hermanns-
son veitingamaður hefði hlotið
dóm vegna vangoldinna vörslu-
skatta. Honum var gert að greiða
77 milljónir króna ellegar þyrfti
hann að sitja af sér 10 mán-
aða dóm. Hann hefur samið
um greiðslu sektarinnar og þarf
því ekki bak við lás og slá. Með
fréttinni birtist mynd af Hendr-
ik ásamt föður hans, Hermanni
Gunnarssyni. Það ber að taka
skýrt fram að Hermann, eða
Hemmi Gunn, tengdist ekki
skuldamálinu á nokkurn hátt.
Þeir feðgar eru beðnir afsökun-
ar á þeim misskilningi sem þetta
kann að hafa valdið. Ritstj.
Flestar
ósvaraðar
Guðlaugur Þór Þórðarson
heilbrigðisráðherra er þess
vafasama heiðurs aðnjótandi
að eiga ósvarað flestum fyrir-
spurnum þingmanna á Alþingi
í vetur. Guðlaugur hefur ekki
svarað sex fyrirspurnum en
alls er tuttugu og fimm slíkum
enn ósvarað af ráðherrum.
Árni Þór Sigurðsson, þingmað-
ur vinstri grænna, vakti athygli
á þessu í gær. Árni M. Mathie-
sen fjármálaráðherra og Geir
H. Haarde forsætisráðherra
deila öðru sætinu.
miðvikudagur 7. maí 20086 Fréttir DV
Deilan um Dæturnar
25. júní 1981
Frumburður Sophiu Hansen og Halims al, dagbjört vesile, fæðist.
3. október 1982
rúna ayisegül fæðist.
13. apríl 1984
Sophia Hansen og Halim al ganga í hjónaband hjá fógeta.
apríl 1987
Halim al verður íslenskur ríkisborgari.
Sumarið 1990
Sophia Hansen vísar Halim al á dyr.
15. júní 1991
Halim al kemur með dæturnar tvær til istanbúl.
15. ágúSt 1991
Halim tilkynnti að dæturnar myndu ekki snúa aftur til íslands.
10. apríl 1992
Sophiu Hansen úrskurðuð forsjá dætra sinna á íslandi.
2. nóvember 1992
Landssöfnun til styrktar málarekstri Sophiu Hansen í Tyrklandi hleypt af
stokkunum á íslandi. Börnin heim er slagorðið.
12. nóvember 1992
undirréttur í istanbúl úrskurðar lögskilnað Sophiu og Halims og veitir Halim
forræði yfir dætrunum. Sophiu er veittur umgengnisréttur í júlí, ár hvert.
Þingmaður heittrúaðra múslima var vopnaður í dómssalnum.
4. febrúar 1993
Hæstiréttur í Tyrklandi ómerkir dóm undirréttar um forræði Halims, vegna galla
á málsmeðferð.
28. júní 1993
undirréttur í istanbúl rýmkar umgengnisrétt Sophiu.
7. október 1993
Héraðsdómari í istanbúl gengur gegn hæstarétti og staðfestir fyrri úrskurð um
forræði Halims yfir stúlkunum.
30. marS 1994
Hæstiréttur ómerkir enn héraðsdóminn. dómari telur að áður en forsjá verði
ákveðin þurfi að fást úr því skorið hver sé hjúskaparstaða og ríkisfang þeirra sem
deila.
17. September 1994
Sophia brýst inn á heimili Halims með aðstoð lásasmiðs. Þar hittir hún fyrir
dóttur sína dagbjörtu.
13. júní 1996
undirréttur í istanbúl ákvarðar að Sophia megi umgangast dætur sínar frá 1. júlí
til 31. ágúst, ár hvert.
1. deSember 1996
Sophia hittir dætur sínar á lögreglustöð í istanbúl eftir tveggja ára aðskilnað.
dagbjört er fimmtán ára og rúna 14 ára.
18. marS 1997
Sophia Hansen og Halim al sátu fyrir svörum um forræðisdeiluna í sjónvarps-
þætti í Tyrklandi.
3. júlí 1998
Halim al fer með dagbjörtu og rúnu til divigri sem er afskekkt fjallaþorp.
9. júlí 1998
Sophia hittir dætur sínar undir eftirliti í divigri.
2. júní 2003
rúna ayisegül, tvítug, gengur í hjónaband í istanbúl.
Eiginmaðurinn er ahmet Erkol, 25 ára ökukennari af
efnaðri fjölskyldu.
23. September 2003
mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðar að
mannréttindi hafi verið brotin á Sophiu
Hansen. Tyrknesk stjórnvöld hafi
ekki gripið til ráðstafana til þess
að tryggja að hún fengi að
hitta dætur sínar. Sophia fær
75 þúsund evrur í bætur.
Stúlkurnar eru nú 20 og 21
árs.
2004
Frumburður rúnu
ayisegül, drengurinn
Hubaip, fæðist.
nóvember 2003
Sophia Hansen flyst til
Tyrklands.
8. maí 2008
mál Sigurðar Péturs Harðar-
sonar gegn Sophiu Hansen
verður tekið fyrir í Héraðsdómi
reykjavíkur. Sophia segir að
Sigurður vilji fá 52 milljónir frá
sér. Hún kveðst hafa kært Sigurð
fyrir skjalafals.
KÆRA HVORT ANNAÐ
Sigurður pétur Harðarson Sophiu Hansen
Halim
al
Sigurður Pétur Harðarson, einn
dyggasti stuðningsmaður Sophiu
Hansen, hefur stefnt Sophiu fyrir að
hafa sólundað 52 milljónum króna
af peningum fjölskyldu hans. Sophia
staðfestir málaferlin en tekur fram að
málið sé alls ekki svona einfalt. Hún
hafi sjálf kært Sigurð fyrir nokkru fyr-
ir að hafa falsað og misnotað undir-
skrift sína og eldri dóttur sinnar, Dag-
bjartar Vesile. „Það mál er í rannsókn
hjá lögreglu,“ segir Sophia.
Sjálfur vildi Sigurður Pétur lítið tjá
sig um málið við DV. „Ég þarf því mið-
ur að drífa mig að gera við sprungna
vatnslögn í sumarbústaðnum. Ég
þarf að rjúka,“ segir hann. Lögmað-
ur Sigurðar, Eiríkur Gunnsteinsson,
vildi heldur ekki útskýra málavöxtu
án þess að ráðfæra sig við Sigurð. Sig-
urður Pétur var um langt skeið sér-
legur talsmaður Sophiu í langvinnri
deilu hennar við fyrrverandi eigin-
mann sinn, Halim Al, sem fluttist til
Tyrklands með dætur þeirra tvær,
Dagbjörtu Vesile og Rúnu Ayisegül.
Hlaut að fara í bál og brand
„Það gat aldrei farið öðruvísi en
að þarna færi allt í bál og brand,“ seg-
ir Halim Al. „Þau höfðu fengið svo
gríðarlega mikla styrki úr fjársöfn-
unum. Meðal annars fengu þau 75
þúsund evra styrk frá tyrkneskum
stjórnvöldum, til þess að reka mál
gegn mér,“ segir Halim í samtali við
DV. „Ég bara skil ekki hvernig þeim
tókst að eyða öllum þessum pening-
um,“ heldur hann áfram.
Sophia segir að því miður hafi
þetta mál þróast á versta veg. Barátt-
an fyrir forræði yfir dætrunum hafi
verið mjög kostnaðarsöm. Hún hafi
viljað halda sér til hlés vegna þess að
hún og dætur hennar lifi í skugga of-
beldis. Í raun geti hún varla tjáð sig
um málið fyrr en einhver lausn finn-
ist í málinu og dætur hennar séu
frjálsar.
í skugga ofbeldis
„Í þessu ferli hef ég meðal annars
þurft að selja húsið mitt, til þess að
greiða þrjátíu milljóna króna skuld
við bankann,“ segir Sophia. „Þetta
hefur verið bæði erfitt og flókið.“
Hún kvaðst reyndar alltaf hafa vit-
að að sá tími myndi koma að hún
þyrfti að stíga fram og segja þjóðinni
alla söguna af forræðisdeilunni. Það
sé nokkuð sem þjóðin eigi inni hjá
henni eftir alla þá aðstoð sem henni
hefur verið veitt. „Aðalatriðið hef-
ur hins vegar verið að tryggja öryggi
dætra minna,“ segir hún.
Halim Al blæs hins vegar á hug-
myndir Sophiu um að dætur þeirra
búi við óöryggi og ofbeldi. „Þetta eru
fullorðnar konur. Eldri stúlkan á fjöl-
skyldu hér í Istanbúl. Sophia hefur
komið og farið og oftsinnis hitt stelp-
urnar. Ég stend ekki í vegi fyrir því,“
segir Halim.
Hann segist þó ekki eiga góðar
minningar úr hinni löngu og ströngu
forræðisdeilu. „Sigurður Pétur og
Sophia reyndu beinlínis að eyði-
leggja líf mitt. Það er ekki guði þókn-
anlegt að gera slíkt. En ég hef unnið
mig í gegnum erfiðleikana og bið fyr-
ir þeim bænir.“
Stormar í málarekstri
Rætur málareksturs Sigurðar Pét-
urs ná aftur til ársins 1992, þegar So-
phiu Hansen var úrskurðuð forsjá
yfir dætrum sínum hér á landi. Hal-
im hafði þá farið með stúlkurnar til
Tyrklands og meinað Sophiu að um-
gangast þær.
Í nóvember var stofnað til lands-
söfnunar til styrktar málarekstri So-
phiu í Tyrklandi. Til söfnunarinn-
ar var efnt undir slagorðinu Börnin
heim. Sigurður Pétur, sem þá var
landsþekktur útvarpsmaður og sá
„Ég bara skil ekki
hvernig þeim tókst að
eyða öllum þessum
peningum.“
Sigtryggur ari jóHannSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
Sigurður pétur Sigurður Pétur
Harðarson var sérlegur talsmaður
Sophiu Hansen í baráttu hennar
fyrir forræði yfir dætrunum tveimur.
Hann krefur Sophiu nú um 52
milljónir króna, að sögn Sophiu.
Halim al Halim segir að dæturnar
dagbjört og rúna ráði því sjálfar
hvort og hvenær þær hitti móður
sína. Hann efast um að þær vilji fara
aftur til íslands, en segir að þær ráði
því sjálfar.
DV Fréttir miðvikudagur 7. maí 2008 7
um þáttinn Landið og miðin á Rás
2, gerðist sérlegur talsmaður Sophiu
og aðstoðaði hana í baráttunni. Mik-
ið fé safnaðist og virtist Sophia eiga
óskoraða samúð þjóðarinnar.
Um það leyti sem söfnunin stóð
sem hæst veitti undirréttur í Istan-
búl Sophiu og Halim skilnað. Sophia
fékk samkvæmt þessum dómi að
umgangast dætur sínar í júlímánuði
á hverju ári.
Stúlkurnar fullorðnar
Þessum dómi hnekkti svo hæsti-
réttur í Tyrklandi. Við tók mik-
ið málavafstur þar sem Sophiu var
ýmist dæmdur rýmri umgengnis-
réttur eða hann tekinn af henni. Í
september árið 1994 lét Sophia til
skarar skríða og braust inn á heim-
ili Halims í Istanbúl, með aðstoð
lásasmiðs, og hitti þar frumburð-
inn, Dagbjörtu Vesile. Árið 1998
fór Halim Al með dæturnar tvær í
fjallaþorpið Divigri í Tyrklandi. Þar
mátti Sophia hitta stúlkurnar und-
ir ströngu eftirliti. Tvítug gekk yngri
dóttirin, Rúna Ayisegül, í hjónaband
með hinum 25 ára gamla ökukenn-
ara, Ahmet Erkol. Þau eiga saman
einn dreng.
Árið 2003 flutti Sophia Hansen til
Tyrklands til þess að geta hitt dætur
sínar. „Þetta eru fullorðnar konur í
dag, 26 og 27 ára gamlar, og ráða sér
sjálfar. Sophia getur hitt þær eins og
hún vill,“ segir Halim. Sophia hef-
ur verið með annan fótinn í Tyrk-
landi síðan þá. Í september 2003
dæmdi mannréttindadómstóll Evr-
ópu að tyrknesk yfirvöld hefðu brot-
ið mannréttindi á Sophiu. Tyrknesk
yfirvöld þurftu að greiða Sophiu 75
þúsund evrur í bætur, núvirði tæpar
níu milljónir króna.
Halim Al segir stúlkurnar búa
í góðu yfirlæti í Istanbúl. Sjálfur
rekur hann fyrirtæki sem með-
al annars saumar gallabuxur fyr-
ir bandaríska vörumerkið Levi‘s.
„Við höfum það ansi fínt. Ég er
ekki á hlaupum eftir peningum í
dag eins og áður. Það má segja að
peningarnir komi hlaupandi til
mín. Ég tek því bara rólega,“ segir
Halim.
Sophia og dæturnar Sophia með
dætrum sínum tveimur, dagbjörtu
og rúnu. Landssöfnun var haldin til
styrktar baráttu Sophiu fyrir forræði
yfir dætrunum. umtalsvert fé
safnaðist.
DV Fréttir þriðjudagur 10. júní 2008 9
Sophia vill Sátt
en Sigurður ekki
Á föstudaginn var tekið fyrir skulda-
mál Sigurðar Péturs Harðarsonar
gegn Sophiu Hansen í Héraðsdómi
Reykjavíkur. Eins og DV greindi frá
7. maí síðastliðinn stenfdi Sigurð-
ur Pétur Sophiu og krefur hanaj um
tugi milljóna króna. Sophia kærði
Sigurð aftur á móti fyrir skjalafals
með því að hafa falsað undirskrift
sína að bréfum sem tengjast skuld-
unum.
Eiríkur Gunnsteinsson, lögmað-
ur Sigurðar Péturs, segir málið mjög
skýrt af hálfu umbjóðanda síns og
telur ólíklegt á þessari stundu að
sættir náist utan dómstóla. Sigurð-
ur Pétur krefur Sophiu um tuttugu
milljónir króna.
Sigurður vill ekki semja
Í dómsal á föstudag voru lög-
menn Sigurðar og Sophiu spurð-
ir hvort þeir vildu leysa málið eða
hvort málið myndi fara í aðalmeð-
ferð. Lögmaður Sophiu gaf það í
skyn að mögulega myndu þau vilja
ná sáttum, en hið sama var ekki uppi
á teningnum hjá lögmanni Sigurðar
Péturs.
Sigurður Pétur starfaði lengi
mjög náið með Sophiu í forræðis-
máli hennar gegn fyrrverandi eig-
inmanni hennar, Halim Al, þar sem
hún barðist fyrir forræði dætra sinna,
Dagbjartar og Rúnu. Málið vakti gíf-
urlega athygli og naut Sophia mik-
ils stuðnings þjóðarinnar, þá
sérstaklega í kringum lands-
söfnunina Börnin heim, sem
Sigurður Pétur var í forsvari
fyrir. Sophia hefur búið í
Tyrklandi síðan árið 2003
og hittir nú báðar dætur sínar, sem
eru orðnar 26 og 27 ára gamlar.
Skjölin ófölsuð
Sophia lagði fram kæru til lög-
reglunnar, þar sem hún taldi Sigurð
Pétur hafa falsað tiltekin bréf sem
tengjast skuldunum. Eiríkur upp-
lýsir hins vegar að rannsókn
lögreglunnar á því máli sé
lokið og ekki hafi verið tal-
in ástæða til þess að halda
því áfram fyrir dómstól-
um. Lögreglan hafi met-
ið umrædd bréf ófölsuð.
Sigurður Pétur mætti
ekki sjálfur í dómsal á
föstudag.
Stefán Karl
Kristjánsson, lögmaður Sophiu,
lagði við upphaf fyrirtökunnar fram
beiðni um að málinu yrði frestað svo
unnt væri að afla frekari gagna. Með-
al annars fór hann fram á að staðfest
yrði að Sigurður Pétur hafi verið
hérlendis daginn sem bréfin voru
undirrituð, en fram
kom að
bréfin
hefðu verið undirrituð í Istanbúl.
Aðalmeðferð í málinu fer fram í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur þann 19. júní
næstkom-
Sigurðar Péturs Harðarsonar Sophiu Hansen
valgeir örn ragnarSSon
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Sophia Hansen Lögmaður
Sophiu bað um frest.
Fer í aðalmeðferð Sigurður Pétur
var ekki í dómsal á föstudag.
„Sophia lagði fram
kæru til lögreglunnar,
þar sem hún taldi Sig-
urð Pétur hafa falsað
tiltekin bréf sem tengj-
ast skuldunum.“
Sendum í póstkröfu um allt land
föstudagur 20. júní 20086 Fréttir DV
Sandkorn
Það virðist enginn vera maður
með mönnum nema hann hafi
dvalið á Kvíabryggju í tvö ár eða
skemur. Séð
og heyrt gerir
dvölina að
umtalsefni
og nefnir að
margir and-
ans menn
hafi verið þar
í gegnum
tíðina. Í fljótu
bragði má nefna Kalla Bjarna, sem
stundar golfið grimmt þessa dag-
ana, Pétur Þór Gunnarsson sem
opnaði nýverið aftur Gallerí Borg,
Ármann Reynisson sem í dag er
frægur vinjettuhöfundur, Knútur
Brún lögfræðingur sem varð for-
maður safnráðs Listasafns Íslands
og ekki má gleyma Árna Johnsen
sem gerði dvölina á Kvíabryggju
að skapandi sumarstarfi. Á vísi.
is er svo Erlendur S. Baldursson
deildarstjóri hjá Fangelsismála-
stofnun í viðtali, þar segir hann
ekki um hótel að ræða, þó það
mætti blekkja margan manninn.
Popparinn og snilldarlegi pistla-
höfundurinn, Dr. Gunni, gerir
einkavæðingu Megasar að um-
talsefni á heimasíðu sinni. Hann
segir í færslu að síðasta vígið sé
fallið, áður hafi það verið Bubbi,
núna er það hetja allra íslensku-
kennara hér á landi – Megas sjálf-
ur. Gunni segist hafa heyrt því
fleygt að listamaðurin hafi fengið
um eina og hálfa milljón fyrir að
smæla framan í Toyota. Sjálfum
þykir Gunna lítið aðfinnsluvert
við sjálfsbjargarhvöt Megasar, og
bætir við: En nú er sem sé síðasta
arðan komin í kjaft kapítalistanna
og því ber auðvitað að fagna með
ferð í Kringluna.
Það er athyglisvert að horfa á
spunameistarastríðið á Eyjunni.
Annars vegar eru menn eins og
Guðmundur Rúnar Svansson
og Andrés
Magnússon,
blaðamaður
Viðskipta-
blaðsins, að
hnýta í Þór-
unni Svein-
bjarnardóttur
fyrir að drepa
ísbjörninn á
Skaga, og að hafa flogið sérstak-
lega með einkaþotu til þess að
verða vitni að blóðbaðinu. Og
svo hins vegar má lesa hugleið-
ingar Péturs Gunnarssonar um
ráðherraskipti Samfylkingarinnar,
en Andrés Jónsson fyrrverandi
formaður ungra jafnaðarmanna
í Reykjavík, reifar pistil þar sem
hann útskýrir af hverju ráðherra-
kapallinn muni ekki verða. Það
eru aftur á móti ummæli hans um
veru Þórunnar sem umhverfis-
ráðherra sem maður hnýtur um
í greininni. Þar má skilja að hún
sé umhverfisráðherra einfald-
lega af þeirri ástæðu að Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir er góð vinkona
hennar.
Og meira um Skagafjarðarbjössa,
sem einhver hafði reyndar nefnt
því óheppilega nafni Ófeigur. En
spunastríð
Eyjunnar nær
til ísbjarna
líka. Meðal
annars má
sjá á vinsæl-
ustu fréttum
síðunnar er
myndband
af ísbirni
að tæta í sig rostung á heldur
blóðugan hátt. En ef maður leitar
lengra má sjá krúttleg myndbönd
af birninum að leika sér við heim-
skautahunda á Grænlandi. Hvort
sem er þá er nokkuð ljóst að annar
spunameistarinn dregur upp hlið
villidýrsins, væntanlega Þórunni
Sveinbjarnadóttur í hag, og svo
hinir sem saka hana um að hafa
myrt bangsímon sem leikur sér
við önnur dýr í náttúrunni.
SÁLIN
STYRKT
úr pokasjóði
Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns
fékk styrk úr Pokasjóði á dögun-
um að upphæð ein milljón króna
til að gefa út nótnabók með vinsæl-
ustu lögum sveitarinnar. „Við erum
að styðja æði margt og sitt sýnist
hverjum. Venjulega rökstyðjum við
ekki einstaka úthlutanir gagnvart
fjölmiðlum. Fólk verður að meta
sjálft hvað því finnst. Margir telja að
popptónlist sé ekki síður boðleg en
önnur,“ segir Bjarni Finnsson, for-
maður Pokasjóðs.
Uppselt á afmælistónleikana
Athygli vekur að starfandi popp-
hljómsveit fái styrk úr Pokasjóði.
Styrkurinn er veittur í tengslum við
tuttugu ára afmæli Sálarinnar en í
tilefni af afmælinu hélt hún stóra
tónleika í Laugardalshöllinni sem
var uppselt á. Þar þurftu aðdáend-
ur að greiða fjögur þúsund krónur
til að vera í stæðum en fimm þús-
und krónur fyrir stúku eða pall.
Björn Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Pokasjóðs, segir
sjaldgæft að hljómsveitir af íslenska
sveitaballamarkaðnum sæki um
styrki en það komi þó fyrir.
Aðspurður hvort dægurhljóm-
sveitir hafi áður fengið styrki svarar
Björn játandi. „Við höfum í tvígang
styrkt Stórsveit Reykjavíkur. Einn-
ig höfum við veitt styrki til tónlist-
arviðburða þar sem dægurtónlist
er spiluð. Eitt af stóru verkefnun-
um þetta árið er Tónlist fyrir alla
en styrkurinn til þess nam þremur
milljónum. Þarna eru ýmsir tónlist-
armenn, þar á meðal Egill Ólafsson,
sem fara á milli skóla og flytja tón-
list. Við gerum tónlist því hátt undir
höfði þegar kemur að styrkveiting-
um,“ segir hann.
Verkefni sem varða
almannaheill
Einu sinni á ári úthlutar sjóður-
inn stærstum hluta styrkja sinna.
Að þessu sinni voru það yfir áttatíu
aðilar sem fengu styrki, samtals að
upphæð rúmar áttatíu milljónir.
Í samþykkt Pokasjóðs segir:
„Einasta markmið sjóðsins er að
veita styrki til verkefna, sem horfa
til almannaheilla svo sem um-
hverfismála, menningar-, íþrótta-
og heilbrigðismála.“
Tuttugu og þrír fengu styrki
upp á milljón eða meira. Sumir
styrkjanna voru þó mun lægri og
til að mynda voru veittar 70 þús-
und krónur til þýðingar á bók um
átröskun.
Stjórn Pokasjóðs tekur ákvörð-
un um úthlutanir en í henni sitja
meðal annarra Jóhannes Jóns-
son, fyrir hönd Baugs, og Höskuld-
ur Jónsson, fyrir hönd Áfengis- og
tóbaksverslunar ríkisins, en versl-
anir þeirra selja poka sem ágóðinn
af rennur í sjóðinn.
Vinsæl í brúðkaupum
og jarðarförum
Spurður um hvernig nótnabók
með lögum Sálarinnar tengist al-
mannaheill svarar Björn: „Það má
toga og teygja þetta hugtak. Varð-
ar Stórsveitin almannaheill? Varðar
menning almannaheill?“
Björn segir að í umsókn sinni
um styrk hafi liðsmenn Sálarinnar
lagt upp með að gefa út nótnahefti
vegna mikillar ásóknar í þær, til að
mynda frá kirkjum, organistum og
öðrum sem spila þau við hátíðleg-
ar athafnir, svo sem í brúðkaupum,
jarðarförum og afmælisveislum.
„Þeir vilja koma þeim á aðgengi-
legt form fyrir þá sem vilja,“ segir
hann.
Björn útilokar ekki að nóturn-
ar verði einhvers staðar til sölu, til
dæmis í tónlistarverslunum. Hann
þvertekur þó fyrir að það sé gróða-
vænlegt enda andstætt markmið-
um sjóðsins að styrkja verkefni
til að styrkþegar geti grætt á þeim
fjárhagslega.
Enginn efnast af nótnabók
Björn rifjar upp að á síðasta ári
styrkti Pokasjóður útgáfu nótna-
bókar sem Haukur Guðlaugsson,
fyrrverandi söngmálastjóri Þjóð-
kirkjunnar, tók saman. Þar var
um að ræða sígild verk sem kirkj-
ur sóttu mjög í að flytja. „Þetta eru
sambærileg verkefni,“ segir Björn.
„Það verður enginn ríkur á að selja
þessar bækur. Hauk vantaði hins
vegar peninga til að gefa hana út.
Það er sama með nótnabók Sálar-
innar.“
Hann viðurkennir að bók
hljómsveitarinnar sé þó á léttari
nótum: „Þetta er ekki klassík. Þetta
er dægurtónlist. En sveitin hefur
skapað sér sess í íslensku menn-
ingarlífi.“
Við vinnslu fréttarinnar náð-
ist hvorki tal af Stefáni Hilmars-
syni, söngvara Sálarinnar, né Guð-
mundi Jónssyni, gítarleikara og
lagasmið sveitarinnar, þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir.
„Þetta er ekki
klassík. Þetta er
dægurtónlist.“
Erla Hlynsdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Styrkir PokaSjóðS
til liSta og menningar
nokkur dæmi
sögusetur.
400 þúsund króna styrkur
sögusýning um tyrkjaránið
sumartónleikar í skálholti.
400 þúsund króna styrkur
tónleikar í júlí
scola Cantorum.
500 þúsund króna styrkur
flutningur á messíasi eftir Handel
í Hallgrímskirkju
Villingur.
500 þúsund króna styrkur
Heimildarmynd um verslunina
kjötborg
framkvæmdanefnd Leifssafns.
800 þúsund krónur
Þrívíddarkort af dalabyggð
með söguslóðum
Sophia fyrir rétt í sepember
„Drátturinn á málinu er eðlileg-
ur, það er að koma réttarhlé,“ segir
Sigurður Pétur Harðarson sem hef-
ur stefnt Sophiu Hansen fyrir Hér-
aðsdóm Reykjavíkur vegna meintra
skulda. Fyrirtaka fór fram í máli
Sophiu í gær og var þá ákveðið að að-
almeðferð málsins færi fram í byrjun
sepember í haust.
Sigurður Pétur, sem var einn dygg-
asti stuðningsmaður Sophiu árum
saman, sakar hana um að hafa sól-
undað 52 milljónum af peningum
fjölskyldu hans. Sjálf segist Sophia
hafa kært Sigurð en hún vildi ekki tjá
sig um málið þegar eftir því var leitað
í héraðsdómi í gær. „Þið snúið út úr
öllu sem eftir mér er haft,“ sagði hún
við blaðamann en áður var haft eftir
henni að hún hefði sjálf kært Sigurð
fyrir nokkru. Hún sakar hann um að
hafa falsað og misnotað undirskrift
sína og eldri dóttur, Dagbjartar Vesile.
„Það mál er í rannsókn hjá lögreglu,“
sagði Sophia í viðtali við DV. Rætur
málareksturs Sigurðar Péturs ná aft-
ur til ársins 1992, þegar Sophiu Hans-
en var úrskurðuð forsjá yfir dætrum
sínum hér á landi. Halim hafði þá
farið með stúlkurnar til Tyrklands og
meinað Sophiu að umgangast þær. Í
nóvember var stofnað til landssöfn-
unar til styrktar málarekstri Sophiu í
Tyrklandi. Til söfnunarinnar var efnt
undir slagorðinu Börnin heim. Sig-
urður Pétur, sem þá var landsþekkt-
ur útvarpsmaður og sá um þáttinn
Landið og miðin á Rás 2, gerðist sér-
legur talsmaður Sophiu og aðstoðaði
hana í baráttunni. Mikið fé safnaðist
og virtist Sophia eiga óskoraða samúð
þjóðarinnar. Um það leyti sem söfn-
unin stóð sem hæst veitti undirréttur
í Istanbúl Sophiu og Halim skilnað.
Sophia fékk samkvæmt þessum dómi
að umgangast dætur sínar í júlímán-
uði á hverju ári. Sigurður Pétur vinnur
að greinargerð um málavexti en var
ekki búinn með hana þegar haft var
samband við hann. valur@dv.is
sophia Hansen
sophia var þreytuleg
þegar hún kom fyrir
dómara í gær en hún
vildi ekki tjá sig um
málið þegar eftir því
var leitað.
sálin fær milljón Pokasjóð-
ur fær tekjur af sölu
plastburðarpoka í verslunum.
úr sjóðnum var nýlega
úthlutað einni milljón króna
til sálarinnar hans jóns míns
til að gefa út nótnabók.
„Sophia Hansen er konan mín. Við
höfum verið gift í sex mánuði og það
hefur ýmislegt hent okkur á þessum
tíma,“ segir Mohamed Attia frá Eg-
yptalandi. Attia hefur búið á Íslandi
um nokkurt skeið. Hann segir það
ekki hafa verið auðvelt að koma til
Íslands. Hér hafi hann mætt alls kyns
fordómum, sérstaklega vegna upp-
runa síns og trúarbragða.
„Ég er múslími, en það breytir
auðvitað engu. Mér hefur hins veg-
ar verið sagt að hunskast aftur heim
til mín, á Íslandi eigi ég ekkert er-
indi,“ heldur Attia áfram. Hann telur
mögulegt að fordómarnir gagnvart
sér geti stafað af því að fyrri eigin-
maður Sophiu, Halim Al, hafi ekki
getið sér gott orð á Íslandi.
Tungumálið erfitt
Attia hitti blaðamann á kaffhúsi
í miðborginni. Hann er hávaxinn og
sterklegur, talar fyrirtaks spænsku
en hefur enn sem komið er ekki
náð tökum á íslenskunni. „Það er
stundum erfitt að geta ekki talað
íslensku. Flestir Íslendingar tala
góða ensku, en ég er ekki mjög
sterkur í enskunni,“ segir hann.
Attia segir að deilur um for-
ræði yfir dætrum Sophiu hafi vald-
ið henni miklu hugarangri, og hún
hafi enn ekki náð sér að fullu. Í ofan-
álag hafi svo bæst við deilur við Sig-
urð Pétur Harðarson, sem lengst af
var sérlegur aðstoðarmaður Sophiu í
baráttunni fyrir forræði yfir dætrun-
um, Dagbjörtu og Rúnu.
Eilíf málaferli
Nú í vor stefndi Sigurður Pétur
Harðarson Sophiu Hansen. Hann
krefst þess að Sophia greiði sér tut-
tugu milljónir króna og telur hana
hafa notað fé sitt í heimildarleysi.
Sigurður Pétur hefur ekki viljað tjá
sig um málið en sagði í vor að hann
hygðist senda frá sér greinargerð
sem ekki hefur borist. Engin niður-
staða hefur náðst í málinu. Eiríkur
Gunnsteinsson, lögmaður Sigurðar
Péturs, segir málið mjög skýrt
af hálfu umbjóð-
anda síns og
telur
ólík-
legt
á
þessari stundu að sættir náist utan
dómstóla.
Sophia sagði sjálf í samtali við
DV að öll málaferlin hefðu reynst
sér afar erfið. „Ég hef þurft að selja
ofan af mér húsið til þess að greiða
skuldir vegna málaferlanna,“ sagði
hún.
Stendur með Sophiu
Attia hefur haldið í hönd Sophiu
síðustu mánuði og reynt að veita
henni stuðning. „Við okkur blasa
mörg og stór vandamál og ýmsir hlut-
ir eru óuppgerðir,“ segir hann. „Það
líður hins vegar að því að við segjum
frá atburðum síðustu mánaða í smá-
atriðum,“ heldur hann áfram.
Hann vill meina að ýmislegt hafi
drifið á daga sína og Sophiu sem eigi
fullt erindi við þjóðina, sem á sín-
um tíma veitti meðal annars
fjárhagsaðstoð í bárátt-
unni fyrir Rúnu og
Dagbjörtu. Spurð-
ur hvort hann
vilji deila ein-
hverum
þessum
atburð-
um
með
les-
end-
um
segir
hann:
„Það
verður
bráðlega.“
Þetta helst
föstudagur 1. ágúst 20082 Fréttir DV
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
Erfiðleikarnir í efnahags-
lífinu halda áfram að
magnast. Fréttunum af
gjaldþrotum og fjöldaupp-
sögnum fjölgar. Í vikunni
bárust fréttir af því að Ræsir og
Just4Kids hefðu sagt öllum starfs-
mönnum upp auk þess sem ljóst
varð að fleiri tugir starfsmanna
Mest fengju ekki útborgað um
þessi mánaðamót. Vilhjálmur
Birgisson, formaður Verkalýðsfé-
lags Akraness, sagðist í viðtali við
DV bera kvíðboga fyrir framtíðinni. Hann telur að uppsögnum eigi
eftir að fjölga eftir því sem líður á haustið og veturinn. Vilhjálmur og
verkalýðsfélagið hafa þurft að hjálpa félagsmönnum við innheimtu
vangoldinna launa og sömu sögu er að segja víðar.
uppsagnir og vangoldin
laun
Hildur Theódórsdótt-
ir lenti í hremmingum
þegar bíll hennar valt í
ársbyrjun. Vandamálum
hennar var þó ekki lok-
ið því þegar hún vaknaði á
sjúkrahúsi var lögreglumaður við
hlið hennar sem tilkynnti Hildi
að hún væri handtekin ásamt eig-
inmanni sínum. Lögreglu grun-
aði að maður Hildar, sem ekki
hefur bílpróf, hefði verið við stýr-
ið og flutti þau bæði á lögreglu-
stöð til yfirheyrslu. Þar var Hild-
ur illa haldin og að lokum flutt
aftur á sjúkrahúsið. Vegna þessa
lögreglumáls neitaði trygginga-
félagið að greiða bætur af kaskótryggingu
bílsins. Málið var látið niður falla fyrir skemmstu en ekki fyrr en Hild-
ur hafði lent í miklum vandræðum.
handtekin eftir bílveltu
154 þúsund
fyrir matinn slöKKviliðsmenn á KeflavíKurflug-
úrslitastund
millilandaflugs
fréttir
F r j á l s t , ó h á ð d a g b
l a ð
dv.is
besta rannsóknarblaðamennska ár
sins
fjöldi fólKs missir vinnuna um mánaðamótin. „þeg
ar líður
á haustið og veturinn liggur alveg fyrir að talsve
rt verð-
ur um uppsagnir,“ segir vilhjálmur birgisson, form
aður
verKalýðsfélags aKraness, og er svartsýnn á fram
haldið.
fimmtudagur 31. júlí 2008 dagblaði
ð vísir 139. tbl. – 98. árg. – verð kr. 2
95
handtekin a
sjukrabeði
eftir bilslys
uppsagnahrina dynur yfir
hin 17 ára sara björK gunnarsdóttir
er talin efnilegasta KnattspyrnuKona
landsins. þjálfarar sem dv talaði við
halda eKKi vatni yfir henni.
Í hópi þeirra bestu
hildur theódórsdóttir lenti í bílveltu með eiginmanni
sínum:
sport
handtekin þegar hún vaknaði á sjúkrahúsi
lögregla yfirheyrði hildi og mann hennar
afar reið vegna meðferðar lögreglunnar
allar sakir felldar niður eftir að rannsókn lauk
fréttir 2
Verðlaunatillagan í sam-
keppninni um nýbygg-
ingu Listaháskóla Íslands
við Laugaveg hefur leitt
til mikilla deilna. Ólafur F.
Magnússon borgarstjóri er
andvígur tillögunni sem er ekki í
samræmi við götumynd Lauga-
vegarins á þessum slóðum. Ólöf
Guðný Valdemarsdóttir, fulltrúi
F-lista í skipulagsráði og fyrr-
verandi aðstoðarmaður borgar-
stjóra, kvað ekki upp úr um hvort
hafna ætti tillögunni eða ekki.
Skömmu eftir það vék Ólafur
borgarstjóri henni úr skipulagsráði og skipaði í hennar stað mann
sem er andvígur verðlaunatillögunni. „Það fyndna í þessu er að hann
hefur ekki vald til að reka einn eða neinn úr skipulagsráði,“ sagði
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar.
rimmur í borginni
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 20088
Fréttir
Pústrar íborgarstjórn
Ólafur� ��� �a�������
Hvað sem öðru líð-
ur er ljóst að mein-
ingar borgarstjóra
og sjálfstæðis-
manna um flug-
völlinn eru ekki
samræmanlegar.
Bitruvirkjun
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti að hætta undirbúningi Bitruvirkjunar 20. maí síðastliðinn með sjálfstæðismanninn Kjartan Magnússon í broddi fylkingar. Ólafur F. Magnússon fagnaði þeirri ákvörðun sama dag og fullyrti að þar með hefði virkjunin verið slegin út af borðinu. Á borgarstjórnarfundi síðar um daginn óskaði hann borgar-búum og landsmönnum til hamingju með ákvörðunina.Það skaut því skökku við þegar Kjartan birtist á forsíðu Fréttablaðsins 24. júlí síðastliðinn og hélt því fram að ekki hefði verið hætt við virkjunina, heldur hefði undirbúningi hennar verið frestað. Ólafur brást við orðum Kjartans og sendi frá sér yfirlýsingu daginn eftir þar sem hann áréttar án refja að virkjunin hafi verið slegin af. Vangaveltur um annað séu óþarfar á meðan núverandi meirihluti stjórni borginni.
vatns�ýrin
„Það er mín eindregna skoðun að við eigum að byggja í Vatnsmýrinni. Þar á að vera íbúðabyggð í framtíðinni,“ var haft eftir Gísla Marteini Baldurssyni á fundi sjálfstæðismanna í Reykjavík í janúar. Aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu sömu skoðun á fundinum.
Ólafur F. hefur hins vegar oft tekið af öll tvímæli um af-stöðu sína til flugvallarins; hann verði áfram í Vatnsmýrinni til langrar framtíðar.
Í málefnasamningnum var millivegurinn genginn og sagt að ekki yrði tekin ákvörðun um flutning flugvallarins á þessu kjörtímabili. Sjálfstæðismenn hafa lýst því yfir að þess í stað verði tíminn notaður til að kanna önnur flugvallarstæði.Hvað sem öðru líður er ljóst að meiningar borgarstjóra og sjálfstæðismanna um flugvöllinn eru ekki samræmanlegar.
ListaháskÓLinn
Tillaga sem vann hönnunarsamkeppni um nýtt húsnæði Listaháskólans gerir ráð fyrir því að hann rísi við Frakkastígsreitinn svo-
kallaða í miðbæ Reykjavíkur. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að tvö af þremur eldri húsum á reitnum víki fyrir nýbyggingunni.
Áður en tillagan var tekin til umræðu í skipulagsráði hafði Ólafur F. slegið því föstu að skipulagsráð myndi ekki samþykkja tillög-
una í óbreyttri mynd. Í málefnasamningi F-lista og Sjálfstæðisflokks segir enda að varðveita skuli 19. aldar götumynd miðbæjar-
ins eins og kostur er.
Formaður skipulagsráðs, sjálfstæðismaðurinn Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur síðan boðað til fundar með forsvars-mönnum Listaháskólans um hvernig sætta megi mismunandi sjónarmið í málinu. Björn Bjarnason dómsmálaráð-herra lítur á það sem svo að Hanna vilji tryggja að skólinn rísi á grundvelli verðlaunatillögunnar sem kynnt hefur verið, enda er hann líkt og fleiri afar hrifinn af tillögunni. Hvort niðurstaðan verði Ólafi að skapi verður tím-inn að leiða í ljós.ingi hennar verið frestað. Ólafur brást við orðum Kjartans og sendi frá sér yfirlýsingu daginn eftir þar sem hann áréttar án refja að virkjunin hafi verið slegin af. Vangaveltur um annað séu óþarfar á meðan núverandi meirihluti stjórni borginni.
strætÓ
Sjálfstæðismaðurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur lýst því yfir að hann telji rétt að bjóða út allan akstur Strætó til einkaaðila. Ármann Kr. Ólafsson, stjórnarformaður Strætó, hefur einnig viðrað sömu sjónarmið, svo og ýmsir fulltrúar í stjórn Strætó. Ólafur F. er hins vegar á öndverðum meiði og lýsti algjörri andstöðu við einkavæðingu Strætó nýlega. Í samtali við Fréttablaðið rifjaði hann upp þegar vilji stóð til þess að
einkavæða fyrirtækið árið 1994:
„Ég man eftir því þegar vilji var
Ólafur� ��� �a�������
Kom ár síns flokks vel fyrir
borð í meirihlutasamstarfinu.
Mynd DV / Stefán
hafsteinng@dv.is
3
Mohamed Attia Sophiu Hansenhitt málið
SOPHIA HANSEN
ER KONAN MÍN
SigTryggur Ari jóHAnnSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
„Mér hefur hins vegar
verið sagt að hunskast
aftur heim til mín.“
Sophia attia segir sophiu hafa
gengið í gegnum afar erfiða
tíma. Hann vonast til þess að nú
taki betra við, en segir að fyrst
þurfi uppgjör að eiga sér stað.
Attia Þrátt fyrir tungumálaörðugleika
vinnur Mohamed attia að því að leiða sann-
leikann í ljós í málefnum sophiu Hansen.
Hann kveðst mæta fordómum á Íslandi.
Að eiga og elska heimsins versta hund
-Mjög fyndin ástarjátning
... Í bókinni Marley og ég
er viðfangsefninu lýst af
hlýju ... gamansemi og
ástúð.
New York Times
-Fyndin og hjartnæm saga um
fimmtíu kílóa Labrador sem
var jafn tryggur og elskulegur
og hann var óþekkur.
People
-Hugsanlega hugljúfasta bók
ársins. Sannarlega
hundavinabók ársins.
USA Today
MARLEY OG ÉG er bók sem allir
hundaáhugamenn verða að lesa
- og hinir líka.
InnlendarfréttIr
ritstjorn@dv.is
Fimmtudagur 31. júlí 2008
fréttir
„Ég held að það sé full ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af atvinnu-
ástandinu. Þegar líður á haustið og veturinn liggur alveg fyrir að það verður talsvert um uppsagnir. Ég ber verulegan kvíðboga fyrir því sem koma skal. Þetta er bara byrjunin,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formað-
ur Verkalýðsfélags Akraness. Hann hefur sérstakar áhyggjur af bygging-
ariðnaðinum en þurft hefur að inn-
heimta launakröfur hjá þremur bygg-
ingarverktökum sem starfað hafa á svæðinu en ekki getað greitt starfs-
mönnum laun.
Dræm sala í Just4kids
Sömuleiðis er óvissa um launa-
greiðslur til starfsmanna tveggja leik-
fangaverslana Just4kids en þeim var sagt upp störfum í gærmorgun. Um tuttugu og fimm starfsmenn misstu
gjaldþrota en verslununum hafi ver-
ið lokað áður en illa færi. „Við höfum fundið fyrir því síðustu þrjá mánuði að salan hefur verið dræm,“ segir hann.
Ekki hefur verið inni í myndinni að opna aðra minni verslun í stað þeirra stærri en verslun Just4kids í Garða-
bæ var ein stærsta leikfangaverslun á Íslandi. Aðeins eru níu mánuðir frá því hún var opnuð en sömu eigend-
ur ráku áður verslanir Leikbæjar. Að-
spurður hvað sé næst á dagskránni segir Ólafur: „Það er bara að ganga frá og loka.“
Bjuggust við uppsögnum
Bifreiðaumboðið Ræsir hefur einnig sagt upp öllum sínum starfs-
mönnum, tæplega sextíu manns. DV náði tali af einum þeirra í gær. Hann segir að fyrirtækið sé ekki gjaldþrota heldur hafi fólki verið sagt upp til að
hagræða í rekstri. Þannig eigi ein-
hverjir von um að verða endurráðn-
ir og vildi hann ekki minnka líkur á að hann sjálfur fengi starfið sitt aftur með því að tala opinberlega um fyrir
Eftir það hafi starfsfólk farið að gruna að reksturinn gæti staðið betur. Enn er óvíst hvort starfsmenn fái laun sín
greidd út uppsagnarfrestinn.
Engin laun í ágúst
Hins vegar liggur þegar fyrir að áttatíu til hundrað manns sem störf-
uðu hjá steypufyrirtækinu Mest, sem nýlega fékk nafnið Tæki, tól og bygg-
ingarvörur ehf., fá ekki greidd laun fyrir júlímánuð. Farið var fram á gjaldþrotaskipti þess hluta á þriðju-
dag en Glitnir tók nýlega yfir rekstur steypustöðva Mest, auk hellugerðar og múrvöruverslunar.
Nokkrir tugir þeirra starfsmanna
sem fá engin laun þessi mánaðamót-
in eru félagar í VR og mun það
aðstoða þá við að fá þær
greiðslur sem þeir eiga
inni.
Ef þrotabúið á
ekki fyrir þeim kröf-
um mun skiptastjóri
senda kröfurnar til
ur kjarasviðs VR, segir að þessi ferill
geti tekið nokkra mánuði og því verði starfsmennirnir án launa fyrir júlí-
mánuð, að sinni.
Ekki öfundsverð staða
Glitnir hefur mátt þola nokkra
gagnrýni vegna yfirtökunnar sem varð til þess að tugir misstu vinnuna. Már
Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis,
segir að bankinn hafi með þessu ver-
ið að lágmarka skaða flestra aðila. „Í
sjálfu sér voru fáir góðir kostir í stöð-
unni en með þessu voru bankinn og lánardrottnar að reyna að lágmarka skaðann og ekki síst þeirra hundrað starfsmanna sem áfram munu starfa hjá steypustöðinni Mest.“
Vilhjálmur Birgisson segir ekki
öfundsvert fyrir fólk sem þarf að
greiða af skuldum að missa vinn-
una skyndilega: „Það getur ekki
farið nema á einn hátt,“ segir
hann.
HRINA UPPSAGNA
Erla HlynsDóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
óvissa með launagreiðslur Salan hjá just4kids hefur verið dræm síðustu þrjá mánuði og því var ákveðið að loka áður en verslunin yrði gjaldþrota. Óvíst er hvort starfsmenn fá laun sín um
mánaðamótin.
Fleiri hópuppsagnir í
SUS fagnar
ákvörðun
Samband ungra sjálfstæðis-
manna fagnar yfirlýsingu Akur-
eyrarbæjar um að fallið verði
frá fyrri ákvörðun um aldurs-
takmarkanir á tjaldsvæðum
bæjarins um verslunarmanna-
helgina. Ungir sjálfstæðismenn
fagna því að bæjarstjórn Akur-
eyrar hafi sýnt ungu fólki traust
og þakka þeim heimamönnum
sem deildu á ákvörðun bæjar-
stjórnar á síðasta ári. Þeir vona
jafnframt að önnur sveitarfélög
fylgi fordæmi Akureyrar og beiti
öðrum úrræðum en aldurstak-
mörkunum.
Steypustöð í
Bolungarvík
Steypustöð rís nú í Bolung-
arvík og eru það starfsmenn BM
Vallár sem vinna hörðum hönd-
um að uppsetningu hennar
samvkæmt fréttavefnum vikari.
is. Steypustöðin rís á þeim sama
stað og sambærileg stöð var reist
á í tengslum við byggingu rat-
sjárstöðvar á Bolafjalli á níunda
áratugnum en nú skal hún not-
uð við byggingu jarðganga undir
Óshlíð. Mikil uppbygging er nú í
Bolungarvík og merkja má auk-
in umsvif víða í byggðarlaginu
sem hlýtur að auka enn frekar á
byggð í bæjarfélaginu.
Níu atvinnulausir
Alls eru níu einstaklingar at-
vinnulausir á Vestfjörðum, sam-
kvæmt fréttavef Bæjarins besta,
en færri hafa ekki verið atvinnu-
lausir á Vestfjörðum um árabil.
Aftur á móti vantar fleira fólk
í vinnu en á vef Svæðisvinnu-
miðlunar á Vestfjörðum eru
þrettán störf auglýst laus, alls 21
stöðugildi. Meðal annars er leit-
að eftir húsasmið, vélamönnum,
matráði og leikskólakennara.
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
dv.is
besta rannsóknarblaðamennska ársins
Bókari tekinn í
gíslingu
þriðjudagur 26. ágúst 2008 dagblaðið vísir 155. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295
Sigurður Pétur HarðarSon Sýknaður af SkjalafalSi:
Borgin stefnir
fjölskylduhjálp
reykjavíkurborg
Hótar fjölSkyldu-
HjálP íSlandS út-
burði vegna van-
goldinnar leigu.
Sophia
kom Sök
á Sigurð
fréttir
Ásdís Rán í
fasteignabrask
„ég grét þegar ég heyrði að hún hefði lagt fram þessa kæru“
sigurður pétur íhugar að kæra sophiu hansen aftur
segir föður sinn hafa lánað sophiu milljónir króna
HafnfirSkur bókari Hefur kært innráS
tveggja Hnífamanna Sem Hann Segir
Hafa Haldið Sér föngnum með Poka yfir
Höfði til að ná uPP úr Honum lykilorði.
Hagfræðingur fer sexfalt maraþon
áSdíS rán gunnarSdóttir flytur til búlgaríu
áSamt manni Sínum, garðari gunnlaugSSyni. fólk
fréttir Þriðjudagur 26. ágúst 20086 Fréttir
REYKJAVÍK
Ið
n
ó
Fr
ík
Ir
k
ja
n
H
á
s
k
ó
la
b
íó
Ið
n
ó
Fr
ík
Ir
k
ja
n
O
r
g
a
n
Fr
ík
Ir
k
ja
n
O
r
g
a
n
H
á
s
k
ó
la
b
íó
n
a
s
a
g
la
u
m
b
a
r
n
O
r
r
æ
n
a
H
ú
s
Ið
V
O
n
a
r
s
a
lu
r
I
n
g
ó
lF
s
n
a
u
s
t
Iðnó FríkIrkjan Háskólabíó Iðnó FríkIrkjan Organ
nasa glaumbar Háskólabíó Iðnó
PO
RT
h
ön
nu
n
w
w
w.
m
idi
.is
JAZZHÁTÍÐ 2008
Fimmtudagur 28. ágúst •
• KL 21 Háskólabíó - Gítarhátíð Bjössa Thor
Philip Catherine, Kazumi Watanabe,
Maggi Eiríks, Þórður Árnason
RAUÐI JAZZPASSINN GILDIR Kr3000/2000
Gítarhátið Bjössa Thor er fastur liður í Jazzhátíð Reykjavíkur.
Gítarleikarinn snjalli ferðast tónlistarmanna mest og kemst
þannig í návígi við vopnabræður sína um víða veröld. Með
gítarveislunni er ætlunin að koma á föstum grundvelli fyrir
vinsælasta hljóðfæri tónlistarsögunnar. Gestir ársins eru
Kazumi Watanabe frá Japan og jazzleikari Evrópu árið 2007
PhilipCatherine frá Belgíu. Magnús Eiríksson og Þórður Árnason
verða fulltrúar lands og þjóðar auk ryþmaparsins Jóhanns
Hjörleifssonar trommuleikara og Jóns Rafnssonar bassaleikara.
Einn heppinn tónleikagestur vinnur gæðagítar frá Tónastöðinni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hefur tilkynnt Sigurði Pétri Harðar-
syni formlega að kæra, sem Sophia
Hansen lagði fram gegn honum fyr-
ir skjalafals, verði látin niður falla.
Sophia kærði Sigurð Pétur á �eim
forsendum að hann hefði falsað und-
irskrift hennar vegna �riggja millj-
óna króna láns sem Sigurður Pétur
segir að faðir sinn hafi veitt Sophiu.
Lögreglan hefur undanfarna mánuði
unnið að rannsókn málsins og með-
al annars sent gögn í málinu til Sta-
tens kriminaltekniska laboratorium í
Sví�jóð. Niðurstöður rithandarrann-
sóknarinnar í Sví�jóð benda eindreg-
ið til �ess að umræddar undirskriftir
séu ekki gerðar af Sigurði Pétri held-
ur af Sophiu Hansen sjálfri.
Getur varðað fangelsisvist
Karl Vilbergsson, lögfræðingur hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,
segir að almennt séð hefji lögreglan
rannsókn vegna rangra sakargifta ef
vísbendingar eru um að brot hafi ver-
ið framið. „Rithandarrannsóknir ein-
ar og sér duga �ó ekki til sakfellingar,“
segir hann. Karl segist �ó ekki geta
tjáð sig á �essu stigi um hvort lögregl-
an muni rannsaka málið. Hins veg-
ar sé �að mjög alvarlegt brot að hafa
einhvern fyrir rangri sök.
Í almennum hegningarlögum
segir að hver sem með rangri kæru,
röngum framburði eða öflun fals-
gagna leitast til að saklaus maður
verði sakaður um eða dæmdur fyr-
ir refisverðan verknað skuli sæta allt
að 10 ára fangelsi. Hafi brot haft eða
verið ætlað að hafa í för með sér vel-
ferðarmissi fyrir nokkrun mann, �á
skal fangelsisvist ekki vera skemmri
en 2 ár og allt að 16 ár.
Sár vegna föður síns
„Getur fólk farið hér um götur
bæjarins, haft annað fólk fyrir rangri
sök, sólundað peningum og vinnu-
afli lögreglunnar í að rannsaka mál
sem eru bull frá upphafi og �urfa
ekki að borga fyrir �að? Sophia hafði
mig fyrir rangri sök,“ segir Sigurður
Pétur í samtali við DV. Hann seg-
ist á �essari stundu vera að íhuga
í samráði við lögfræðing sinn
hvort hann kæri Sophiu, en
�að fari eftir �ví hvað ákæru-
valdið muni gera. Valtýr Sig-
urðsson ríkissaksóknari seg-
ist �ó ekki �ekkja málið en
ákæruvaldið muni ekki
fara af stað í �essu máli
eins og �að stendur
núna.
„Nafn mitt hefur
ekki verið hreins-
að, fólk úti um all-
an bæ hefur verið
að velta �ví fyrir
sér hvort ég hafi verið að falsa undir-
skriftir,“ segir Sigurður Pétur og held-
ur áfram: „En �að sem er alverst í
�essu máli er að faðir minn, sem er á
áttræðisaldri, hljóp undir bagga með
Sophiu að hennar beiðni og bjarg-
aði fasteign hennar undan nauð-
ungarsölu með �ví að lána henni
�rjár milljónir króna, fyrir �essu lá
fyrir skuldabréf. Þegar kom að fyrstu
greiðslu, �ann 1. júlí 2007, sagði hún
að �essi undirskrift væri fölsuð og
ég hefði falsað �etta allt saman. Mér
finnst �að afar slæmt að koma svona
fram við föður minn.“
Fríið ónýtt
Sem fyrr segir hugleiðir Sigurður
Pétur nú næstu skref í málinu. „Þessi
niðurstaða sem mér hefur verið
kynnt er góð gagnvart minni æru.
Ef ríkissaksóknari sér ekki
ástæðu til að
höfða mál
vegna
svona
al-
varlegra ásakana, �á verð ég að skoða
framhald málsins.“ Hann segist hafa
verið staddur í fríi erlendis �eg-
ar hann frétti af �ví að Sophia hefði
kært hann fyrir skjalafals. „Fríið var
ónýtt. Ég grét �egar ég heyrði að hún
hefði lagt fram �essa kæru. Hins veg-
ar hefur lögreglan unnið �etta mál af
mikilli fagmennsku og ég er ánægð-
ur með �að.“ Aðalmeðferð í skulda-
máli Sigurðar Péturs gegn Sophiu fer
fram í Héraðsdómi Reykjavíkur �ann
8. september. Sigurður Pétur krefur
Sophiu um 20 milljónir króna vegna
skuldar sem hann segir vera komna
til vegna peninga sem hann lánaði
henni.
„SOPHIA HAFÐI MIG
FYRIR RANGRI SÖK“
„Fríið var ónýtt. Ég grét
þegar ég heyrði að hún
hefði lagt fram þessa
kæru.“
valGEIR ÖRN RaGNaRSSON
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Sophia Hansen
Sigurð Pétur Harðar-
son
Sigurður Pétur Harðarson
tók kæru sophiu afar nærri sér.
Sophia Hansen rithandar-
rannsókn bendir eindregið
til þess að sophia Hansen
hafi sjálf skrifað undirskriftir
sem hún kærði sigurð Pétur
fyrir að hafa falsað.
Skjaldborg Slegin um
Sophiu í héraðSdómi
Fyrirtaka fór fram í skuldamáli Sig�
urðar Péturs Harðarsonar gegn
Sophiu Hansen í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. Eins og DV hefur
áður greint frá krefur Sigurður Pétur
Sophiu um 20 milljónir króna vegna
skuldar sem hann segir vera komna
til vegna peninga sem hann lánaði
henni. Sophia Hansen vildi ekkert tjá
sig um málið þegar eftir því var leitað
í héraðsdómi í gær.
Mohamed Attia, eiginmaður
Sophiu frá Egyptalandi, og l�gmað�
urinn Stefán Karl Kristjánsson voru í
f�runeyti Sophiu í gær. Fyrirtakan tók
aðeins nokkrar mínútur en Attia hélt
hlífðarskildi yfir eiginkonu sinni, hélt
henni fyrir aftan sig og hleypti ekki
blaðamanni að Sophiu til að ræða
við hana. Þegar ljósmyndari DV ætl�
aði að mynda Sophiu kom Attia í veg
fyrir það með því að rétta út hend�
urnar og skyggja á konu sína. „No,
no,“ sagði Attia þegar hann baðaði út
h�ndunum í átt að ljósmyndara.
Eins og fj�lmiðlar greindu ítar�
lega frá á sínum tíma stóð Sophia í
afar erfiðum deilum við fyrrverandi
eiginmann sinn, Halim Al, um for�
sjá yfir dætrum þeirra, Dagbj�rtu
og Rúnu. Sigurður Pétur var á þeim
tíma einn helsti bandamaður Sophiu
í baráttunni og tókst með þeim vin�
skapur.
Tjá sig ekkert
Eftir að DV greindi frá skuldamáli
Sigurðar Péturs og Sophiu Hansen,
fyrr á þessu ári, barst blaðamanni
DV líflátshótun í gegnum síma, frá
manni af erlendu bergi brotnum,
sem kynnti sig sem eiginmann So�
phiu. Manninum var mikið niðri
fyrir og notaði ljótan munns�fn�
uð í símann. Hótunin var ekki kærð
til l�greglu, en sk�mmu síðar hitti
blaðamaður DV Attia á kaffihúsi í
miðborginni þar sem þeir ræddu
málin. „Sophia Hansen er konan
mín. Við h�fum verið gift í sex mán�
uði og það hefur ýmislegt hent okkur
á þessum tíma,“ sagði hann þá. Attia
sagðist hafa mætt fordómum vegna
uppruna síns og trúarbragða. „Ég
er múslimi, en það breytir auðvitað
engu. Mér hefur hins vegar verið sagt
að hunskast aftur heim til mín, á Ís�
landi eigi ég ekkert erindi.“
Attia hefur fylgt Sophiu síðustu
mánuði og veitt henni stuðning. „Við
okkur blasa m�rg og stór vandamál
og ýmsir hlutir eru óuppgerðir,“ seg�
ir hann. „Það líður hins vegar að því
að við segjum frá atburðum síðustu
mánaða í smáatriðum,“ sagði hann
ennfremur.
Lífvarðarlegur
Attia, sem er hávaxinn og þrek�
legur, hafði mj�g sterka og ákveðna
nærveru í dómsal í gær. Hann var
klæddur í d�kk jakkaf�t með sv�rt
sólgleraugu. Hann leit frekar út fyrir
að vera lífv�rður en eiginmaður og
skýldi sinni heittelskuðu, sem sneri
sér undan. Þegar blaðamaður leit�
aði viðbragða hjá Stefán Karli vildi
hann ekkert segja um málið og átaldi
fréttaflutning af málaferlunum.
Sk�mmu eftir að Attia kom í veg fyr�
ir að ljósmyndari gæti myndað eigin�
konu hans í dómsal í gær mátti sjá á
Sophiu að hún bað hann um að hafa
sig hægan. Andrúmsloftið í dóm�
salnum var yfirþyrmandi.
Löng málaferli
Málaferli Sigurðar Péturs og So�
phiu eru bæði flókin og l�ng. Enn
sér ekki fyrir endann á þeim. Sigurð�
ur kærði Sophiu vegna vangreiddra
skulda, en Sophia kærði Sigurð Pétur
á móti fyrir að hafa falsað undirskrift
hennar og eldri dóttur hennar, Dag�
bjartar Vesile. Meint undirskrifta�
f�lsun átti að sýna fram á að skuldin
við Sigurð Pétur væri ekki raunveru�
leg heldur hefði hann búið hana til.
Það mál var látið niður falla eftir að
sænsk rithandarrannsókn leiddi í
ljós að Sophia hefði sjálf skrifað und�
Engar myndir mohamed attia, eiginmaður
sophiu, vildi enga myndatöku í héraðsdómi. „Mér hefur
hins vegar
verið sagt að
hunskast aftur
heim til mín, á
Íslandi eigi ég
ekkert erindi.“
sigurður mikaEL jónsson og
vaLgEir örn ragnarsson
blaðamenn skrifa: mikael@dv.is og valgeir@dv.is