Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Blaðsíða 8
fimmtudagur 25. september 20088 Fréttir Fjölda farþega Strætó bs. er farið að lengja eftir umbótum á aðstöðunni við biðstöð við Vesturlandsveg þeg- ar þeir eru á leið inn í Reykjavík frá Mosfellsbæ. Farþegar eru settir út á stoppistöðinni þar sem eini mögu- leiki þeirra til að komast sinnar leiðar er að leggja á sig mikla háskagöngu niður langa, bratta brekku. Farþeg- arnir hafa ítrekað kvartað vegna að- stöðuleysisins og segja tímaspurs- mál hvenær stórslys verður. Bíður eftir stórslysi „Ég bíð bara eftir stórslysi þarna, þetta er hreinlega hættulegt,“ seg- ir Guðríður Haraldsdóttir en hún er ein þeirra sem ferðast nær daglega með strætisvagni milli heimabæjar síns Akraness og til vinnu í Reykja- vík. Hún segir að það hafi verið um vetur í snjóviðri sem hún hafi runn- ið til og rúllað niður brekkuna. Seg- ist Guðríður vera hætt að leggja á sig ferðalagið niður „skaðræðisbrekk- una“ eins og hún kallar hana og fara þess í stað mun lengri leið til vinnu sinnar með tilheyrandi óþægindum og tilstandi. „Það á ekki að leggja það á fólk að þurfa að vera í fjallgöngu- skóm til að komast frá stoppistöð Strætó,“ segir Guðríður. „Ég bíð bara eftir því að einhver slasi sig þarna og ég hef þurft að horfa á ólétta konu, gengna 8 mánuði, fara þarna niður og mér leist nú ekki á það. Daglega horfi ég upp á fólk leggja sig í voða við að fikra sig þarna niður,“ segir Guðríður. Ekki fólki bjóðandi Sigþóra Gunnarsdóttir, starfs- maður Rekstrarvara við Réttarháls, er önnur sem sækir vinnu sína í Reykja- vík frá Akranesi og hefur þurft að glíma við brekkuna alræmdu í hátt í þrjú ár þar sem hún fer úr vagnin- um við Vesturlandsveginn. „Ég hef margoft rúllað þarna niður og komið rennandi blaut og skítug í vinnuna,“ segir Sigþóra spurð um reynslu sína af aðstöðuleysinu. Hún segir ástand- ið ekki fólki bjóðandi. „Strætó er fyr- ir alla, fatlaða og ófatlaða, og ég get ekki séð að nokkur manneskja með fötlun komist þarna niður ósköðuð. Ég met stöðuna þannig að þetta sé hreinlega stórhættulegt,“ segir hún. Ítrekað kvartað Umrædd brekka er við biðstöð leiðar 15 frá Mosfellsbæ til Reykja- víkur og er við Vesturlandsveg í ná- grenni Viðarhöfða. Guðríður segist sjálf hafa sent ítrekaðar kvartanir til Strætó bs. vegna málsins. Enn sem komið er hefur ekkert gerst. Sigþóra tekur undir þessi orð Guðríðar og segist margoft hafa lagt inn kvörtun og sent tölvupósta vegna ástandsins, en fá svör hafa fengið. Ekki sé beðið um mikið, aðeins tröppur til að auð- velda þeim fjölmörgu sem þurfa að leggja á sig þessa háskagöngu í allra veðra víti. Sú versta og hættulegasta Vagnstjórar á umræddri leið sem þurfa að setja fólk út á stoppistöð- inni við „skaðræðisbrekkuna“ eru lítið hrifnari af aðstöðunni en far- þegarnir. Guðríður segir einn þeirra hafa haft það á orði við sig að stoppi- stöðin sé sú versta og hættulegasta í kerfinu. Óformleg mæling blaða- manns á umræddri brekku leiddi í ljós að hún er rúmlega 10 metra löng og í talsverðum halla, og mátti hann hafa sig allan við að fóta sig án þess að detta. Ný biðstöð verður hönnuð „Þetta er ekki sú biðstöð sem maður er stoltastur af í kerfinu,“ seg- ir Einar Kristjánsson, sviðsstjóri hjá Strætó bs., spurður um aðstöðuleys- ið við Vesturlandsveg. Hann segir Strætó undanfarið hafa beitt mikl- um þrýstingi varðandi þessa tilteknu biðstöð og svo virðist sem nú sé komin hreyfing á málið. „Vandræðin eru þau að Vesturlandsvegurinn er ríkisvegur á snærum Vegagerðarinnar og þess vegna þarf að beita öðru- vísi þrýstingi við slík mál en ella þar sem framkvæmdir á biðstöðva- málum heyra undir bæj- arfélögin. Við erum búnir að þrýsta á vegna þessarar bið- stöðvar, enda full ástæða til,“ segir Einar og bætir við að hann hafi set- ið fund með full- trúum Reykja- víkurborgar og Vegagerðarinnar á föstudaginn. „Á þess- um fundi á föstudag- inn var ákveðið að láta verkfræðistofu hanna nýja biðstöð. Reykjavíkurborg og Vegagerðin urðu sammála um það. Við hjá Strætó von- um að eitthvað fari að ger- ast þarna og ég sé fram á bjartari tíma fram undan í þessum efnum,“ seg- ir Einar Krist- jánsson að lokum. Farþegar Strætó bs. óttast að stórslys þurfi til að hreyfing komist á biðstöðvarmál við Vesturlandsveg. Farþeg- um er gert að leggja á sig háskaför niður langa, bratta brekku til að komast leiðar sinnar. Stórhættulegt að- stöðuleysi, segja óánægðir viðskiptavinir, betrumbóta vonandi að vænta, segir sviðsstjóri Strætó. „Strætó er fyrir alla, fatlaða og ófatlaða, og ég get ekki séð að nokkur manneskja með fötlun komist þarna niður ósköðuð. Ég met stöðuna þannig að þetta sé hreinlega stórhættulegt.“ Sigurður MikaEl jóNSSoN blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Óttast stÓrslys við stoppistöð Flaug niður þverhnípi guðríður Haraldsdóttir hefur fengið að kenna á aðstöðuleysinu við biðstöðina og rúllað niður brekkuna. Stórhættulegt biðstöðin þykir sú hættulegasta í kerfinu og lítið má út af bregða ef ekki á að verða slys. DV mynd - Heiða Helgadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.