Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Qupperneq 10
fimmtudagur 25. september 200810 Neytendur
Lof&Last
n Lofið fær Halldór
skósmiður í
grímsbæ fyrir góða
þjónustu. Kona fór
þangað með stígvél
og bað um að fá skipt
um hæl og víkkað út í kálfunum. fyrir
herlegheitin
rukkaði hann
konuna um
1.500 krónur.
Konan átti varla til orð yfir verðinu og
þjónustunni. annars staðar hefði
viðgerðin kostað meira.
n Lastið fær fríhöfnin
á Keflavíkurflugvelli.
Kona sem átti leið
þar um keypti guitar
Hero ásamt gítar á 9.990
krónur. Hún keypti tvö sett.
Þegar heim var komið þurfti
hún að fara í elko
og sá þar nákvæm-
lega sama sett á
sama verði og í
fríhöfninni. Nokkrum dögum seinna
fór settið á tilboð. fríhöfnin er engu
ódýrari en aðrar verslanir.
Trassaskapur á tilboðsvefsíðum:
Gamlar oG úreltar upplýsinGar
Mörg fyrirtæki bjóða upp á alls
kyns fríðindi gegn notkun fríðinda-
korta. Fólk fær þá kort í hendurnar
og getur séð viðskiptaaðila á vefsíð-
um hjá viðkomandi. Oftar en ekki eru
upplýsingar á vefsíðunum ekki upp-
færðar og því ekki hægt að reiða sig á
þær. Slíkt getur valdið ama.
Dæmi um slíkt er á vefsíðu fríð-
indakortsins World for 2 en nokkur
fyrirtæki á síðunni eru ekki lengur
til. Í síðasta helgarblaði DV auglýsir
Byr kreditkort hjá sér og World for 2-
kort með. Með notkun kortsins getur
maður fengið svokallaðan „tveir fyrir
einn“ samning þar sem maður borgar
fyrir einn skammt en fær tvo. Á sama
tíma og auglýsingin birtist eru ekki
fullnægjandi upplýsingar á heima-
síðu kortsins.
Arnar Arnarson framkvæmda-
stjóri segir að reynt sé að uppfæra
sem oftast en það sé erfitt. Hann seg-
ir að að undanförnu hafi verið gríðar-
lega mikið af eigendaskiptum og þeir
fái ekki upplýsingar um þau strax.
Upplýsingunum sé svo breytt um leið
og hægt er. Þar fyrir utan er ný síða í
vinnslu sem mun líta dagsins ljós á
næstu mánuðum.
Í ljósi þess er vonast til þess að
flestir sem sjá um fríðindakortakerfi
sjái sér fært að setja inn nýjar upp-
lýsingar vegna þess að áreiðanleiki
sikptir miklu máli til þess að fólk noti
kortin. Ef kort virka ekki hættir fólk að
nota þau.
Klöpp 169,90 186,60
Bensín dísel
Skeifunni 168,10 185,10
Bensín dísel
Litlatúni 169,70 178,30
Bensín dísel
Miklubraut 168,00 185,00
Bensín dísel
Melabraut 166,10 183,10
Bensín dísel
Salavegi 163,10 177,90
Bensín dísel
Skógarseli 167,20 185,10
Bensín díselel
d
sn
ey
t
i
Oft eru sértilboð auglýst til að lokka fólk að. Sum tilboðanna standast þó ekki og reyn-
ist verð þá hærra þegar borga á. Utanlandsferð frá Heimsferðum var nýlega auglýst á
89.990 krónur en raunverð í vefbókun er 97.750 á mann þegar upp er staðið. Slíkt brýt-
ur gegn lögum og hefur Neytendastofa rétt á að beita sektum í þessum tilfellum.
Rangt veRð
auglýstÓdýrast í Comfortbrúnkusprautun er sívinsæl og betri kostur en að fara í ljósabekki. Hægt er að fá meðferð á flestum snyrtistofum landsins. Í léttri verðkönnun kom í ljós að ódýrasta brúnkumeðferðin er hjá Comfort snyrtistofu á 3.700 krónur.
Auglýsingar geta oft verið villandi.
Fólk er lokkað til að kaupa hina og
þessa hluti á ákveðnu verði en þeg-
ar allt kemur til alls kostar varan
miklu meira en upp er gefið. Síkt
brýtur í bága við lög frá Neytenda-
stofu um auglýsingar. Heimsferðir
auglýsa um þessar mundir frábært
sértilboð sem er á vitlausu verði.
Við netbókun er verðið hærra en
upp var gefið.
Vitlaust verð
Heimsferðir auglýstu í Morgun-
blaðinu þann 20. september sér-
tilboð til Kanaríeyja 26. nóvember.
Þar segir að verð sé frá 89.990 krón-
um og er netverð á mann, miðað
við 2 til 4 í íbúð eða smáhýsi sem
í boði eru í 23 eða 24 nætur. Þeg-
ar farið er á vefsíðu Heimsferða í
bókunarferlið er hægt að velja um
ýmsar dagsetningar. Valin er ferð
til Las Palmas frá 26. nóvember
til 19. desember á stað sem heit-
ir Dorothea. Alveg eins og gefið er
upp í auglýsingunni. Þegar ferða-
tilhögunin kemur upp er fullt verð
fyrir tvo samtals 195.500 krónur,
eða 97.750 á mann. Verðið er 7.760
krónum hærra en gefið er upp í
auglýsingunni.
Bannað með lögum
Í reglum Neytendastofu um
auglýsingar kemur meðal annars
fram að óheimilt sé að veita rangar,
villandi eða ófullnægjandi upplýs-
ingar. Auglýsingar sem innihalda
ósannar fullyrðingar gefa neyt-
endum rangar og villandi upplýs-
ingar. Þegar auglýsandi getur ekki
sýnt fram á að fullyrðingar séu rétt-
ar brjóta auglýsingarnar í bága við
ákvæði laganna og getur Neytenda-
stofa lagt fyrir fyrirtæki að þau breyti
auglýsingum, bannað birtingu aug-
lýsinganna og sektað. Þess má geta
að í 1. grein reglna um verðupplýs-
ingar í auglýsingum segir að upp-
gefið verð skuli vera endanlegt verð
til kaupanda.
Verður leiðrétt
„Þetta er ekki rétt verð sem er
í gangi og það þarf bara að leið-
rétta þetta,“ segir Bjarni Ingólfsson,
markaðsstjóri hjá Heimsferðum.
Hann segir að tilboðið hafi síðast
verið auglýst þann 30. ágúst og hafi
bæði flugvallarskattar og eldsneyt-
isverð hækkað síðan. Þessar hækk-
anir hafa síðan farið inn á vefbók-
unina á þá gististaði sem í boði eru.
Bjarni segir að þetta verði leiðrétt
og að lokaverð fyrir viðskiptavini
eigi að vera það verð sem upp er
gefið í auglýsingunni sjálfri. Hann
bætir því við að þær bókanir sem
þegar hafa verið gerðar hafi verið
leiðréttar.
BRÚNKUSPRAUTUN
Comfort 3.700
airbrush & make up studio 3.900
snyrtihornið 3.900
snyrtistofan Fegurð 4.250
snyrtistofa Ágústu 4.700
BæTTU hádegiSVeRðiNN
Í hádeginu getur oft verið erfitt að vanda valið á
matnum ef mötuneytið er ekki upp á sitt besta.
Hráefnið ekki nógu gott, alltaf sami salatbarinn
eða súpurnar orðnar þreyttar. ef þú vilt ekki eyða
peningum utan mötuneytisins er sniðugt ráð að
taka með sér ýmislegt til að bæta máltíðina. Kjúkl-
ingabaunir, spergilkál, blómkál eða sitthvað smá-
legt geta gert úrvalið í salatbarnum áhugaverð-
ara. Þá má vel nýta litla afganga frá kvöldinu áður.neytendur@dv.is umsjóN: ÁsdÍs björg jóHaNNesdóttir, asdisbjorg@dv.is
Neyten ur
„Þegar auglýsandi
getur ekki sýnt fram
á að fullyrðingar séu
réttar brjóta auglýs-
ingarnar í bága við
ákvæði laganna.“
Auglýst verð
Neytendur eiga rétt á að fá vöru og
þjónustu á því verði sem auglýst er.
áSdÍS BJÖRg JÓhANNeSdÓTTiR
blaðamaður skrifar: asdisbjorg@dv.is