Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Blaðsíða 16
fimmtudagur 25. september 200816 Vesturland Miklar og örar breytingar hafa átt sér stað á Akranesi á síðustu árum. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri bend- ir á að fjölgun íbúa í bænum á síð- ustu fjórum árum jafngildi því sem nemur um það bil tveimur stórum þorpum á Íslandi. „Við erum með rúmlega 16 prósenta fjölgun á fjór- um árum, nú um stundir erum við með 6.605 íbúa í bænum,“ segir hann og bætir við: „Bæjarfélagið er að stækka alveg gífurlega hratt og maður hefur heyrt af fólki sem kom hingað síðast fyrir tveimur árum og taldi sig þekkja bæinn mjög vel. Sama fólk sem kom hingað aftur náði vart að átta sig á því hvað mikið hefur breyst hérna á aðeins tveim- ur árum.“ Breytingar á atvinnuháttum Breytingarnar á Akranesi koma þó ekki aðeins fram í því að íbú- um hefur fjölgað hratt í bænum. Atvinnuhættir Skagamanna hafa einnig breyst nokkuð mikið á síð- ari árum. Akranes hefur lengi gert út á sjávarútveg, en með tilkomu Járnblendiverksmiðjunnar og síð- ar álvers Norðuráls á Grundartanga þeim fjölgaði Akurnesingum mikið sem vinna í stóriðju. „Þetta er afar sterkt fyrir bæinn. Á sama tíma og hlutur sjávarútvegsins hefur minnk- að hafa tekjur hjá stóriðjustarfs- mönnum hækkað. Bæjarfélagið er að fá tekjur sem eru allt 10 prósent- um hærri en við gerðum ráð fyrir í upphafi.“ Gísli er þó bjartsýnn á að HB Grandi muni í fyllingu tímans velja sér Akranes sem útgerðarstöð. „Ég ber þessa von í brjósti. Þeir hafa býsna góðan vilja bæjaryfirvalda til að hafa svona starfsemi hjá okkur,“ segir hann. Völdin til bæjarfulltrúanna „Akraneskaupstaður er að fara í hamskipti um þessar mundir sem felast í því að breyta úr hefðbundnu stjórnskipulagi og færa valdið frá bæjarráði til framkvæmda- og fjöl- skylduráðs. Þessar breytingar taka gildi um áramótin og með þeim er verið að draga alla kjörna pólitíska fulltrúa til ábyrgðar.“ Minnihlutinn í bæjarstjórn mun þannig koma í meiri mæli að stefnumarkandi að- gerðum fyrir stjórnskipulag Akra- ness. „Þetta er að mínu viti einhver stærsta aðgerð sem hefur verið farið í hjá íslensku sveitarfélagi. Við erum þegar með fulltrúa minnihlutans í bæjarráði og nú ætlum við að koma þeim í framkvæmda- og fjölskyldu- ráð. Það eru afar skemmtilegir tímar fram undan og þó það sé samdráttur víða er rekstur bæjarins í góðu lagi. Atvinnuleysi hérna er undir einu prósenti.“ Úr sjávarplássi í stóri jub Gísli er þó bjartsýnn á að HB Grandi muni í fyllingu tímans velja sér Akranes sem útgerðarstöð. Akraneskaupstaður hefur tekið miklum breytingum á síðari árum. Íbúum hefur fjölgað um 16 prósent á fjórum árum og segir Gísli S. Einarsson bæjarstjóri að tilkoma stóriðjunnar á Grundartanga hafi gert mikið fyrir íbúa bæjarins. Fram undan er að breyta stjórnskipu- lagi bæjarins og færa valdið í auknum mæli til bæjarfulltrúanna sjálfra, hvort sem þeir eru í meirihluta eða minni- hluta. Gísli er bjartsýnn á framtíðina á Skaganum. Gísli S. Einarsson „bæjarfé- lagið er að fá tekjur sem eru allt að 10 prósentum hærri en við gerðum ráð fyrir í upphafi.“ Frá Akranesi Kyrrð við slippinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.