Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Page 18
fimmtudagur 25. september 200818 Vesturland Á Akranesi hefur lögreglumönnum á vakt verið fækkað úr fjórtán niður í átta á sama tíma og íbúum bæjarins hefur fjölgað um liðlega eitt þúsund. Mörg lögregluembætti glíma við slíka fækkun í liðinu vegna fjárskorts. Jón Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, segir þó að ekki sé um raunverulegt vandamál að ræða á Skaganum. „Þetta er til þess að gera smátt um- dæmi. Við gerðum skipulagsbreyt- ingar hjá okkur sem urðu til þess að þjónustan við borgarana hefur haldist sú sama eða jafnvel batnað þrátt fyrir fækkun í liðinu,“ segir hann. Breyt- ingarnar fólust meðal annars í því að fækka um einn mann á næturvökt- um, sem jafnan eru rólegar, auk þess sem embættið hefur gert samstarfs- samninga við embættin í Reykjavík, Borgarnesi og á Snæfellsnesi. Rannsóknardeildina þarf að styrkja „Það er aftur á móti rannsóknar- deildin sem við þurfum að styrkja,“ heldur hann áfram. Rannsóknar- deild lögreglunnar á Akranesi þarf að vera í stakk búin til þess að þjóna öllu Vesturlandi þegar kemur að brot- um í ákveðnum málaflokkum. „Und- ir þessa deild heyra mál á borð við fjármála- og auðgunarbrot, kynferð- isbrot, alvarleg ofbeldisverk og flest önnur meiriháttar brot,“ segir Jón. Lögregluembættin sjá svo hvert fyr- ir sig um fíkniefnamál. „Þeð er ekki nema um þeim mun stærri mál sé að ræða. Þá sér oftast lögreglan í Reykja- vík um rannsóknina.“ Það er þarna sem Jón sér fyrir sér mögulegan veikleika hjá embættinu. Nú starfa tíu lögreglumenn á Akra- nesi. Átta sinna vöktum, eins og áður segir. Umferðin og veðravítin Algengustu verkefni lögreglunnar á Akranesi lúta að umferðarmálum, eins og víðast annars staðar. Tvö fræg veðravíti eru í grennd við bæinn. Veg- urinn undir Hafnarfjalli annars vegar og vegurinn um Kjalarnes hins veg- ar. „Það er fyrst og fremst Kjalarnesið sem við höfum þurft að eiga við. Það komu dagar síðasta vetur þar sem þetta svæði var beinlínis mjög erfitt við að eiga. Lægðirnar að undanförnu hafa verið hálfgerðir kettlingar í sam- anburðinum,“ heldur Jón áfram. Það er svo eftirlit með hraðakstri og akstri undir áhrifum áfengis og vímuefna sem er í fyrirrúmi. „Það er alltaf einn bíll í eftirliti. Þar er um að ræða sérstakt átak sem er fjármagn- að af Umferðarstofu. Ég fæ ekki betur séð en að sú ráðstöfun skili sér vel.“ Heiðarleg áflog „Akranes er í meginatriðum rólegt samfélag. Höfum þó þann varnagla að hér eiga menn það til að fljúg- ast á um helgar,“ segir Jón og bendir á að þessi mál séu ólík ofbeldisbrot- um sem hann man eftir frá því að starfa í Reykjavík. „Það er einhvers konar sjóarabragur á þessu, ekki ólíkt því sem frægt er bæði á Snæfellsnesi og í Keflavík. Af tvennu illu eru þetta sennilega skárri mál en þær tilefnis- lausu og heiftarlegu líkamsárásir sem stundum sjást í höfuðborginni.“ Jón segir að algengara sé að menn fljúgist á þar til allar tölur séu horfn- ar af skyrtunni og þá fari menn bara heim. „En auðvitað þurfum við oft að skakka leikinn.“ sigtryggur@dv.is Þrátt fyrir fækkun í lögregluliðinu og stöðuga fjölgun íbúa telur Jón Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, að lög- reglan nái að halda úti sömu þjónustu og áður. Umdæmið sé smátt og skipulagsbreytingar hafi skilað sér vel. Hins vegar þurfi að styrkja rannsóknardeildina, sem eigi að sinna öllu Vesturlandinu. Rannsóknar- deildina þarf að styrkja „Það er einhvers konar sjó- arabragur á þessu, ekki ólíkt því sem frægt er bæði á Snæ- fellsnesi og í Keflavík.“ Yfirlögregluþjónn Jón Ólason segir að tekist hafi að halda sömu þjónustu við borgarana, þrátt fyrir fækkun í lögregluliðinu. MYND SIGTRYGGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.