Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Qupperneq 30
fimmtudagur 25. september 200830 Vesturland „Tilgátubærinn að Eiríksstöðum er byggður og hannaður með það að markmiði að þeir sem hingað koma upplifi eins raunverulega heimsókn í víkingabæ og hugsast getur,“ segir Helga H. Ágústsdóttir, ferða-, mark- aðs- og menningarfulltrúi Dala- byggðar. Bærinn, sem smíðaður var með upprunalegum efnum og áhöld- um, stendur rétt sunnan Eiríksstaða- rústanna, bæjar Eiríks rauða, föður Leifs heppna. „Það eru reyndar ekki allir á eitt sáttir um að Eiríkur hafi verið vík- ingur. Burtséð frá því er markmið okkar að veita gestunum sem best- ar upplýsingar og reynslu af heim- sókninni,“ heldur hún áfram. Ásamt því að starfa fyrir Dalabyggð er Helga bóndi að Vatni í Haukadal. Rústir Ei- ríksstaðabæjarins eru friðlýstar og voru rannsakaðar árið 1998 í tengsl- um við landafundaárið 2000. Upprunalegur byggingarstíll „Það sem við glímum við hér á Ís- landi er að það er lítið sem ekkert til frá þessum tíma, frá því um og fyr- ir árið 1000. Þessu er öðruvísi farið í Hvalsey á Grænlandi, þar sem enn standa rústir af steinhlöðnu klaustri,“ heldur Helga áfram. „Á Orkneyjum er einnig að finna steinhús frá þess- um tíma.“ Hér á landi brugðu menn á það ráð að reisa svokallaðan tilgátubæ. Sérfræðingar voru fengnir til þess að vega og meta rústirnar og áætla bygginguna út frá því sem vitað er um byggingar á þessum tíma. „Rúst- in sýndi mönnum stærðina á hús- inu, hvar stöplar hefðu verið og þess háttar. Byggingarstíllinn er eins ná- lægt upprunanum og unnt er. Ef að er gáð kemur til dæmis í ljós að eng- inn nagli er í húsinu,“ segir Helga. Snældusnúður í dyngjunni Árið 2004 var svokölluð dyngja rannsökuð í grennd við Eiríksstaða- rústirnar. Þar fannst hluti af snældu- snúð, sem renndi stoðum undir þá kenningu að í dyngjunni hefði verði stundaður vefnaður. Dyngjan er frá sama tíma og Eiríksstaðabærinn, frá lokum tíundu aldar. „Snældusnúðurinn var ansi mik- ilvægur fundur. Hérna hefur ekki fundist mikið af fornmunum, en snúðurinn staðfesti tilgátur manna,“ segir Helga. Dyngjan hefur verið ríf- lega fjórir metrar á hvern kant. Áform eru uppi um að reisa tilgátubyggingu til þess að gefa sem gleggsta mynd af útliti hennar. Ferðaþjónusta og tómstundabúskapur Helga, sem sjálf stundar sauð- fjárbúskap í Haukadal, hallast að því að meiri áherslu verði að leggja á ferðaþjónustu sem atvinnugrein. „Staðan er sú að við hjónin, sem höldum 400 kindur, höfum alla tíð stundað fulla vinnu meðfram bú- skapnum. Núna hefur verið reikn- að út að sauðfjárbú þurfi að hafa um 800 kindur að vetri til þess að geta borið sig. Þessi þróun hefur gert það að verkum að bóndi sem heldur tvö til þrjú hundruð kind- ur má ekki við því að það springi dráttarvélardekk.“ Þess vegna verði Dalamenn að líta á ferðaþjónustuna eins og hvern annan iðnað. „Þetta eru okkar þorskar.“ Hún segir Bandaríkjamenn vera forvitna um staðinn, enda tengist hann landafundum Vín- lands. „Það er líka gaman að sjá þann áhuga sem Íslendingar sýna staðnum.“ sigtryggur@dv.is „Það sem við glímum við hér á Íslandi er að það er lítið sem ekk- ert til frá þessum tíma, frá því um og fyrir árið 1000.“ Fyrir ríflega eitt þúsund árum stóð Eiríkur rauði í blóðugum nágrannaerjum í Haukadal. Eiríkur fór með fjölskyldu sína, Leif Eiríksson þar á meðal, til Grænlands. Þau skildu eftir sig Eiríksstaði. Þar standa nú friðlýstar rústir og tilgátubær þar sem líf Íslendinga þess tíma er útskýrt fyrir gestum. Helga H. Ágústsdóttir, ferða-, markaðs-, og menning- arfulltrúi Dalabyggðar, ræddi við DV. Á slóðum Eiríks rauða Í tilgátubænum Helga kveikir upp í eldstæði í tilgátubænum. Eiríksstaðir bærinn var reistur með efnum og áhöldum sem notuð voru fyrir ríflega eitt þúsund árum. Eiríksstaðarústir rústirnar eru friðlýstar. Þær voru rannsakaðar árið 1998. Lítið hefur fundist af fornmunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.