Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 33
fimmtudagur 25. september 2008 33Vesturland Rötun og GPS Haldið í samstarfi við Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Kennari: Sigurður Ólafur Sigurðsson, yfirleiðbeinandi Björgunarskólans í ferðamennsku og rötun. Tími: 3. okt. kl. 9:00-17:00 á Reykjum, Ölfusi Verð: kr. 15.900 Pottaplöntuskreytingar Kennari: Berglind Ragna Erlingsdóttir blómaskreytir og deildarstjóri Blómavals á Selfossi. Tími: 7. okt. kl. 9:00-16:00 á Reykjum í Ölfusi Verð: kr. 18.900 Innpakkanir Kennari: Hjördís Reykdal Jónsdóttir stundakennari við blómaskreytingarbraut LbhÍ Tími: 9. okt, kl. 9:00-16:00 í Reykjavík Verð: kr. 13.900 Forntraktorar – meira en járn og stál! Haldið í samstarfi við Landbúnaðarsafn Íslands. Kennarar: Bjarni Guðmundsson prófessor við LbhÍ og verkefnisstjóri Landbúnaðarsafns Íslands, Jóhannes Ellertsson vélvirki og kennari við LbhÍ, Haukur Júlíusson frkvstj. o.fl. Tími: 11. okt. kl. 10:00-17:00 á Hvanneyri Verð: kr. 9.900 Lífrænum aukaafurðum breytt í verðmæti Kennari: Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur (MSc) og framkvæmdastjóri UMÍS ehf. Environice í Borgarnesi. Tími: 14. okt. kl. 10:30-15:00 á Hvanneyri Verð: kr. 8.500 Tamning fjárhunda I Boðið verður upp á þrjú námskeið. Kennari: Gunnar Einarsson bóndi á Daðastöðum. Tími: I: 15. okt. kl. 10:00-18:00 og 16. okt. kl. 09:00-17:00 á Hesti í Borgarf. II: 17. okt. kl. 10:00-18:00 og 18. okt. kl. 09:00-17:00 í Árnessýslu III: 20. okt. kl. 10:00-18:00 og 21. okt. kl 09:00-17:00 í Eyjafirði. Verð: kr. 28.900 fyrir hvern þátttakanda Tamning fjárhunda II Boðið verður upp á tvö námskeið Kennari: Gunnar Einarsson bóndi á Daðastöðum. Tími: I: 19. okt. kl. 9:00-17:00 í Árnessýslu II: 22. okt. kl 9:00-17:00 í Eyjafirði Verð: kr. 18.500 fyrir hvern þátttakanda Kjötskurður og nýting afurða – Lambaskrokkar Kennari: Örlygur Ásgeirsson fagstjóri kjötiðnar við MK Tími: 18. okt. kl. 10:00-16:00 á Hvanneyri Verð: kr. 15.500 Súrmatur - Undirbúningur fyrir þorrann! Kennari: Örlygur Ásgeirsson fagstjóri kjötiðnar við MK Tími: 19. okt. kl. 10:00-16:00 á Hvanneyri Verð: kr. 10.500 Fóðrun og uppeldi kvígna Kennarar: Grétar Hrafn Harðarson lektor við LbhÍ og Jóhannes Sveinbjörnsson dósent LbhÍ Tími: 22.okt. kl. 10:00-16:00 á Hvanneyri. Verð: kr. 15.500 Samspil manns og hests með Alexandertækni Kennari: Reynir Aðalsteinsson tamningameistari Tími: 24. okt, kl. 15:00-19:00, 25. okt, kl. 9:00-17:00 og 26. okt, kl. 9:00- 16:00 í Borgarfirði Verð: kr. 36.000 Haustkransar – efniviður skógarins Haldið í samstarfi við Endurmenntunarskólann og Skógræktarfélag Reykjavíkur Kennari: Hjördís Reykdal Jónsdóttir stundakennari við blómaskreytingabraut LbhÍ Tími: 25. okt, kl. 10:00-15:00 í Reykjavík Verð: kr. 9.000 Grunnnámskeið í blómaskreytingum Kennari: Guðrún Brynja Bárðardóttir brautarstjóri blómaskreytingabrautar LbhÍ Tími: 25. - 26. okt. kl. 09:00-16:00 á Reykjum, Ölfusi Verð: kr. 25.900 Hagkvæm fóðrun nautgripa til kjötframleiðslu Kennari: Þóroddur Sveinsson, Landbúnaðarháskóla Íslands Tími: 28.okt. kl.10:30-15:00 á Möðruvöllum Verð: kr. 13.500 Allar nánari upplýsingar má finna á www.lbhi.is/namskeid Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 Námskeið fyrir þig! Tímafrekt að drekka vín „Ég hef aldrei gert mér háar hug- myndir um sjálfan mig sem einhvern stórleikara,“ segir Flosi um leikfer- ilinn. Hann hafi haft margt að sýsla annað en leiklistina og hafi alltaf unnið stíft bæði í útvarpi og sjónvarpi ásamt því að vinna í leikhúsinu. „Til að mynda hef ég aldrei leikið Rómeó eða Makbeð eða slíka karakt- era. Hins vegar lék ég reglulega í Dýr- unum í Hálsaskógi og Kardimommu- bænum. Ég lék í gríðarlega mörgum uppfærslum, en langt því frá alltaf í einhverjum burðarhlutverkum.“ Í þessu ljósi segist Flosi ekki telja sig hafa verið lakari leikara en aðra sem hann vann með á þessum tíma. „Ég var bara alltaf upp fyrir haus í vinnu og auk þess þurfti ég að stunda feiknarlega umfangsmikið selskaps- líf. Það er tímafrekt og krefst mikillar orku að drekka áfengi í þessum mæli. Þetta varð svo tímafrekt á endanum að fyrir þrjátíu árum eða svo stein- hætti ég að drekka brennivín.“ Flosi sefur mikið „Ég notaði brennivínið til þess að skríða út úr því sem mér fannst vera grár hversdagsleiki. En brennivínið magnar hjá manni alla bresti, hvaða nafni sem þeir nefnast. Ég hresstist náttúrlega helling við það að hætta að drekka.“ Þrátt fyrir að hafa losað sig við áfengið segir Flosi að hann eigi það til að vera þungur. Vinir hans í sveit- inni geri sér þetta að yrkisefni: Eitt er víst að Flosa finnst feikilega gaman að gera sem allra allra minnst, alveg dögum saman. „Þessi er eftir hann Fúsa í Skrúð. Við erum miklir vinir, en svona yrkir hann um mig.“ Vinna ef að á sér stað, ýmsa tefur hikið. Flesta hefur furðað hvað Flosi sefur mikið. Fegurð og hlýja í elli „Raunar hefði ég átt að hress- ast miklu meira við það að losna við áfengið,“ segir Flosi. Hins veg- ar hafi ellin tekið tekið við. „Ellin er eitthvað það versta sem hent get- ur nokkurn mann. Málið er það að þótt ég virðist vera nokkuð hress er ég bara gamall leikari og flinkur að þykjast. Ég er hreint ekki eins hress og ég þykist vera. Ég er fárveikur, með bölvaða hjartapínu og eilífan kvíða. Svo drekk ég sterkt kaffi til þess að hressa mig.“ Ellin er þó ekki alslæm. „Það sem er yndislegt við þessa elli mína er að fá að búa hérna undir Snældubjörg- unum í rólegheitum í sæmilegu samkomulagi við kerlingu á svipuðu reki. Okkur kemur frekar vel saman og það er asskoti næs.“ Notaleg hlýja og væntumþykja á efri árum skipti svo miklu máli að því verði ekki með orðum lýst. „Við erum bæði farin að gleyma svolítið og það er allt í lagi.“ Snobbaður fyrir Laxness Aftur komum við að ritlistinni, sem er Flosa hugleikin. „Ég skrifa ennþá pistla í líkingu við þá sem birtust í dagblöðunum áður fyrr,“ segir hann. „Svona eins og Matthí- as Jóhannessen, í dagbókarformi. Þetta eru náttúrlega afbragðs pistl- ar,“ bætir hann við og hlær. „Mér finnst talsvert mikið til þess koma að vera við sama heygarðs- hornið og Matthías. Ég var til dæm- is svo snobbaður fyrir Halldóri Lax- ness í dentíð að það var hér um bil liðið yfir mig einhvern tímann þeg- ar hann vék að mér hlýlegu orði um pistlana mína í Þjóðviljanum.Það er líklega bara gott að fá gott hól þeg- ar maður á það skilið, en greinilega er ekki alveg sama hvaðan það er komið Svona er maður hégómlegur þegar upp er staðið. En mér þykja þessi orð vera mikilvægari en Ósk- arsverðlaun eða bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs eða hvað- eina annað.“ Við höfum flestu gleymt Flosi býr sig undir að glíma við tölvuna á ný og vinna í kveðskapn- um. „Eina vísan sem varð eftir þeg- ar skjalið var alveg ónýtt í tölvunni er um efnahagsmálin,“ segir hann: Nú er úti um auravon, innstæður hrapa. Öllu sem ég átti í SPRON er ég búinn að tapa. „Sem minnir mig á aðra, sem reyndar er ekki eftir mig.“ Skattarnir koma ekki skapinu í lag, skuldirnar valda mér kvíða. Gott er að búa við batnandi hag, en best væri að fá sér í nefið. Aðspurður hvort eitthvað mikil- vægt kunni að hafa gleymst í spjall- inu svarar Flosi að bragði: „Ég tel fullvíst að við höfum gleymt öllu sem máli skiptir.“ sigtryggur@dv.is Kaldaskítur Haustlægðir hafa gengið yfir landið. flosi furðar sig á því að tvítugt tré í garðinum skuli hafa brotnað í hvassviðri síðustu helgar. MYNDIR SIGTRYGGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.