Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Síða 38
fimmtudagur 25. september 200838 Vesturland „Silfurverðlaun eru nú ekki þau skemmtilegustu sem til eru. En við tókum nú tvo titla af þremur í fyrra og erum sáttir við það,“ segir Sæþór Þor- bergsson, formaður körfuknattleiks- deildar Snæfells, um síðasta ár hjá liðinu. Þar byrjaði það á að taka deild- arbikarinn við upphaf móts, vann bik- armeistaratitilinn en tapaði í úrslita- einvíginu um Íslandsbikarinn fyrir Keflavík. Snæfell hefur verið eitt besta körfuboltalið landsins undanfarin ár og var ferð þess í úrslitaeinvígið í fyrra sú þriðja á fimm árum en í öll skiptin hefur það tapað gegn Keflavík. Samdi ekki aftur Bandaríkjamaðurinn Geof Kotila hefur þjálfað Snæfell undanfarin ár og gert það að stórveldi á Íslandi. Fjöl- skylduástæður stóðu í vegi fyrir því að hann gæti framlengt samning sinn við Snæfell. „Við buðum Geof nýjan samning. Ástæðan fyrir því að hann fór er að konan hans er að fara í meist- aranám sem er ekki hægt að taka hér heima. Því fóru þau aftur til Danmerk- ur og við skildum við þau hjónin á bestu nótum,“ segir Sæþór sem seg- ir Kotila einn þann besta sem hefur þjálfað Snæfell. „Þegar svona menn eins og Kot- ila koma hingað á að nýta hann til að læra meira því hann kenndi okkur mikið. KSÍ og yfirstjórn körfuboltans hefðu átt að nýta hann betur í nám- skeiðahald og fleira. Það hefði verið hægt að pumpa miklu meiri upplýs- ingar upp úr honum,“ segir Sæþór. Ótrúlegur eftirmaður Snæfellingar fóru strax að leita að eftirmanni Kotilas og fundu hann. „Það er ótrúlegt að hann sé að koma hingað miðað við þá ferilskrá sem hann hefur,“ segir Sæþór um eftir- manninn og sjaldan hefur orðatil- tækið miðað við aldur og fyrri störf átt jafnvel við. Maðurinn sem tekið hefur við liði Snæfells er Makedóníumaður að nafni Jordanco Davitkov. Hann lék sjálfur körfubolta í sautj- án ár með Rabotnicki, stærsta liði Makedóníu, og vann með því sjö deildarmeistaratitla og fjóra bik- armeistaratitla. Hann hóf þjálf- un 1999 hjá Fert-Gostivar og vann meistaratitilinn með því strax á sínu fyrsta ári. Eftir að hafa söðlað aðeins um tók hann svo við Rabotnicki þar sem hann vann meistaratitilinn og bikarmeistaratitil- inn þrjú ár í röð og var valinn þjálf- ari ársins öll þau ár. Davitkov hef- ur einnig gegnt stöðu landsliðs- þjálfara Make- dóníu síðan 2001. Hann langaði að breyta til En hvern- ig kom til að svona stórt nafni lendi í Stykkishólmi að þjálfa? „Þetta er maður sem hefur þjálfað landslið í um átta ár í landi með miklu meiri körfuboltahefð en við Íslending- ar nokkurn tíma. Það er eigin- lega ótrúlegt að honum skuli láta sér detta í hug að koma til okkar. Hann samt stóð einhvern veginn á þannig tímapunkti að hann langaði til að breyta til. Við vor- um á sama tíma að leita og hann var tilbúinn til að koma hingað. Við bindum miklar vænt- ingar við hann og strákarnir eru mjög sáttir. Æfingar eru hafnar og hann virðist vera að gera athyglisverða hluti. Það verður mjög spennandi að sjá hvað hann gerir með liðið,“ segir Sæþór. Hugsum ekki smátt Ráðning Davitkovs og þeir leikmenn sem liðið hefur feng- ið til sín eru augljós yfirlýsing um að Snæfell er ekki hætt. „Við höfum val- ið það síðustu ár að hugsa ekki smátt. Við ætlum að vera þarna til að skapa og skipta máli eða bara hætta þessu. Það var vissulega sjokk þegar Kotila hætti en ég sagði við strákana að hafa engar áhyggjur. Framhaldið yrði ekk- ert gert með einhverjum aumingja- skap. Það kemur alltaf maður í manns stað og nú fengum við þennan mann til að fylla þetta skarð sem ég tel mikla lukku,“ segir Sæþór, en hvert er mark- miðið í ár? „Við erum ekkert af baki dottnir og höfum fengið góða menn til liðsins. Við fengum Serba til liðsins sem lof- ar mjög góðu og Makedóna líka. Svo fengum við Nate Brown sem leysir Justin Shouse af í leikstjórnendahlut- verkinu. Það er ennþá einn titil sem við eigum eftir að vinna og við stefn- um á að taka hann með okkur heim í sveitina þegar mótinu er lokið,“ segir Sæþór glettinn að lokum og meinar að sjálfsögðu Íslandsmeistaratitilinn sjálfan. tomas@dv.is Þrátt fyrir að vera aðeins 1.200 manna bær á Vesturlandi á Stykkishólmur eitt besta körfuboltalið landsins, Snæfell. Það vann tvo af þremur bikurum sem í boði voru í fyrra og lenti í 2. sæti á Íslandsmótinu. Það missti þjálfarann sinn, Geof Kotila, eftir tímabilið en fékk engan smá eftirmann. Sæþór Þorbergsson, formaður körfu- knattleiksdeildarinnar, segir liðið ennþá eiga eftir að vinna einn titil. Íslandsmeistaratitilinn. Gleði snæfell lagði grindavík á ótrúlegan hátt í undanúrslitum í fyrra. Hér fagnar Justin shouse sigrinum en hann er horfinn á braut til stjörnunnar í garðabæ. Kóngurinn Hlynur bæringsson er lífið og sálin í liði snæfells. Hann er einnig landsliðsmaður. „HUGSUM EKKI SMÁTT“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.