Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 41
út í gámum. Þetta var á köflum alveg hrikalega fín þénusta maður,“ segir hann. „Fyrir vestan varð ég svo sósí- alisti, nánast um leið og ég hafði ald- ur til.“ Sósíalistinn Davíð „Það sem mig undrar mest núna á síðustu dögum er að heyra seðla- bankastjórann tjá sig nánast eins og hann tali fyrir vinstri-græn. Í honum heyrðist um daginn þar sem hann gagnrýndi harðlega óábyrga kaupa- héðna sem best væri að koma regl- um yfir. Ég hélt að Davíð Oddsson væri um það bil að ganga til liðs við okkur vinstri-græn,“ segir hann. Til þess að styrkja þessar kenningar frekar bendir hann á að vinstri-græn og Davíð og hans fólk séu fullkom- lega samstíga í viðhorfum til Evrópu- mála. „Það er samt erfitt að sjá fyrir að vinstri-græn og Sjálfstæðisflokkur fari í stjórn saman alveg á næstunni. Samfylkingin virðist láta Sjálfstæðis- flokkinn leiða sig áfram í flestum mál- um, meira að segja án þess að tapa fylginu eins og komið hefur fyrir aðra flokka sem þetta hafa reynt.“ Veiðimenn á þyrlu Kibbi víkur aftur að veiðiskap. Hann er augljóslega hugfanginn af skotveiðinni, en ekki eins af stang- veiði. „Stangveiðimennirnir eru nú alltaf hérna í næsta nágrenni við mig í Borgarfirðinum. Við fengum nokkra til okkar í sumar sem lentu þyrlu hérna á planinu hjá okkur. Þeir komu til þess að fá bestu pylsur í ver- öldinni og ekkert athugavert við það. Ég þurfti að vísu að lána þeim fyr- ir pylsunum, enda er fólk sjaldnast með kortin í vöðlunum.“ Þau hjónin fara svo gjarnan sam- an á hreindýraveiðar þegar veiði- leyfi fæst. „Við höfðum leyfi til þess að skjóta kú og kálf í sumar. Ég er ekki nógu lyginn til þess að segja svakalegar veiðisögur, en þetta gekk ágætlega hjá okkur. við fórum inn að Snæfelli og á bakaleiðinni komumst við í færi við tvær hjarðir. Kýrin féll og kálfurinn bara nokkrum mínút- um seinna.“ sigtryggur@dv.is fimmtudagur 25. september 2008 41Vesturland Verslunareigendum ber skylda til að verðmerkja allar vörur samkvæmt lögum. Þetta á jafnt við inni í verslunum sem í búðargluggum. Verðmerking á að vera vel sýnileg og ekki má fara á milli mála til hvaða vöru hún vísar. Oft getur verið erfitt að átta sig á hagkvæmustu kaupunum þar sem úrval af vörum er mikið og pakkningar misstórar. Til að auðvelda þér að bera saman verð hafa því verið settar reglur sem skylda verslunareigendur til að gefa upp mæli- einingarverð vöru, auk söluverðs. Notaðu rétt þinn. P R [p je e rr ] Neytendastofa Í musteri dellukarlsins Á hlaðinu Kibbi við hornin af tarfinum sem hann felldi í hitteðfyrra. skepnan vóg nærri hundrað kíló. DV-MYNDIR SIGTRYGGUR Uppáhaldsbyssan Kristberg fer mjúkum höndum um benelli- byssu, sérsmíðaða fyrir þá sem skjóta frá vinstri öxl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.