Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 44
fimmtudagur 25. september 200844 Vesturland
Færri löggur
– fleira fólk
Staða mála er orðin svört hjá lög-
regluembættum víða á landinu. Fjár-
lög duga skammt og víðast hvar hef-
ur þurft að grípa til niðurskurðar á
mannafla eða bílaflota embættanna.
Forstöðumönnum embættanna
er gert að halda sig innan fjárlaga-
rammans, ef þeir eiga ekki að vera
kallaðir inn á teppið hjá dómsmála-
ráðuneytinu, og útgjaldahækkanir
eru að sliga lögregluembættin. Menn
hafa áhyggjur af rekstri embættanna
og ef ekki kemur til aukið fjármagn
enda mörg embætti í miklum halla.
Beðið er eftir hvað fjárlagafrumvarp-
ið ber í skauti sér.
Skýtur skökku við
„Á Akranesi er búið að fækka um
einn mann frá því í fyrra en við erum
búnir að fækka úr 13 mönnum í 10 á
nokkurra ára tímabili. Á sama tíma og
mannfjöldaskýrslur segja að eini stað-
urinn á Vesturlandi sem bætir við sig
íbúum er Akranes. Það skýtur svolítið
skökku við,“ segir Ólafur Þór Hauksson,
sýslumaður á Akranesi. DV greindi frá
því á dögunum að nauðsynlegt hefur
verið að grípa til niðurskurðar hjá lög-
regluembættinu í Borgarfirði og Döl-
um, og svipaða sögu er að segja víðs
vegar um landið.
Þröngur rammi
„Fjárlagaramminn er þröngur
þegar hækkanir á árinu eru hafðar
í huga og á sama tíma standa menn
frammi fyrir því að þurfa að sinna
lögboðnum verkefnum, þetta verð-
ur alltaf erfiðara eftir því sem gatið
á milli þess sem embættin fá og þess
sem hlutirnir hækka stækkar,“ segir
Ólafur Þór. Hann segir það gefa auga-
leið hvar stjórnendur beri niður við
niðurskurð þegar útgjöld stofnana á
borð við lögregluembættin liggja að
mestu leyti í mannahaldi.
Vantar mikið upp á
Ákvæði í starfsmannalögum er
þannig að það getur varðað við brott-
rekstur ef forstöðumenn halda sig
ekki innan fjárlaga. Embættunum
er sniðinn þröngur stakkurinn í lög-
reglunni og forstöðumenn eru sam-
mála, það vantar einfaldlega upp á til
að reksturinn geti gengið með sóma-
samlegum hætti. Við niðurskurð
fækkar í mannafla embættanna en
krafan um hátt þjónustustig minnkar
ekki í hlutfalli við þrengingarnar. Ól-
afur Þór segir færri vera um verkin, en
fyrr en seinna fari að reyna verulega
á sársaukamörk starfseminnar. Hvað
lögregluembættið á Akranesi varðar
segir Ólafur Þór að þar standi menn
líklega betur en víðast hvar annars
staðar þó stefni í hart.
„Við höfum átt afgang sem við höf-
um átt til margra ára. Við höfum farið
fram yfir og við höfum tekið hallann
af þessum afgangi. Þessi afgang-
ur hefur verið okkar bakhjarl þeg-
ar óvænt útgjöld koma. En það bak-
land er að verða búið og við gerum
ráð fyrir að það klárist á þessu ári. En
það er ljóst hvert horfir,“ segir Ólafur
Þór. Hann bendir meðal annars á það
að á Akranesi sé haldið úti eina lög-
reglusendiferðabílnum, svokallaðri
svörtu maríu, á öllu Vesturlandi og
Vestfjörðum. Þó óhagkvæmur sé hafi
embættið haldið í bílinn vegna mik-
ilvægi hans í starfseminni ef eitthvað
stórt kemur upp á.
Skánar á Snæfellsnesi
Eftir því sem vestar dregur virðist
staðan vera sýnu skárri hjá lögreglu-
embættunum. Að sögn Ólafs K. Ólafs-
sonar hjá lögregluembættinu á Snæ-
fellsnesi er reksturinn þar enn sem
komið er innan áætlunar. „Það eru
þó nokkrir mánuðir eftir enn,“ segir
Ólafur og bætir við að horfur séu síð-
ur en svo svartar hjá embættinu. Ekki
hafi þurft að skera niður í mannskap
né bílaflota embættisins þó bensín-
og olíukostnaður hafi vissulega þyngt
reksturinn. mikael@dv.is
Grípa hefur þurft til niðurskurðar hjá lögregluembættinu á Akranesi. Það skýtur skökku við í ljósi þess að Akranes er
eini staðurinn á Vesturlandi sem bætir við sig íbúum að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sýslumanns á Akranesi. Þrenging-
ar hafa verið hjá lögreglunni í Borgarfirði og Dölum þar sem grípa hefur þurft til niðurskurðar en reksturinn er á áætlun
á Snæfellsnesi.
Lögreglustöðin á Akranesi
Lögreglumönnum á akranesi hefur
verið fækkað undanfarið, á meðan
fólksfjöldinn í bænum eykst. Mynd SMJ