Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 46
fimmtudagur 25. september 200846 Vesturland „Ég finn fyrir anda Snorra á hverj- um degi. Mér finnst ég jafnvel sjá gamla manninn skondra um hlöð- in,“ segir Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur og íbúi í Reykholti í Borgarfirði. Reykholt er sögufræg- ur staður eins og flestir vita, enda lifði þar og dó einn merkasti Ís- lendingur sem uppi hefur verið, sjálfur Snorri Sturluson. „Þetta er svo sterkur andi að maður finnur vel fyrir honum. Hans hugsun og viska streymir þarna um og yljar manni. Ég hugsa daglega „Eigi skal höggva“,“ segir Guðmundur og hlær. Er engin ljósmóðir Snorri er þekktastur fyrir ritstörf sín og liggja eftir hann öndvegisrit- in Heimskringla og Edda. Einnig telja margir fræðingar á þessu sviði að Snorri sé höfundur Egils sögu, þótt ekki séu allir á eitt sáttir um það. Aðspurður segir Guðmundur engan vafa á því að hann eigi eft- ir að skrifa sína Heimskringlu og Eddu í Reykholti. „Ef ég fengi tíma til skrifta er ekki nokkur vafi á því að þau myndu streyma frá mér bókmenntaverkin. Það er bara allt- af svo mikið að gera hjá mér því ég þarf að vinna svo mikið til að hafa einhver laun. Ég er nefnilega engin ljósmóðir,“ bætir Guðmundur við í léttum dúr. „Það er svo annað mál hvort einhver lesi verkin þegar ég fer að birta þau. Ég vona allavega að svo verði.“ Latínuhverfi og fjármálahverfi Að sögn Guðmundar skiptist Reykholt í tvö hverfi. Annars vegar það sem hann kallar latínuhverf- ið sem er í kringum kirkjuna og Snorrastofu. „Listirnar og menn- ingin eru þar og við getum því sagt að það sé svona latínuhverfið. Ég bý hins vegar skammt frá þar sem er sjoppan og verkstæðið. Ég kalla það athafna- og fjármálahverf- ið, eða „city“,“ segir Guðmundur. Hann vill ekki kannast við að það sé einhver rígur á milli hverfanna eins og stundum vill verða hjá íbú- um samliggjandi hverfa. „Allavega ekki mikill. Þeir í latínuhverfinu koma reyndar oft yfir í sjoppuna og drekka kaffi. Þar höldum við fundi og tölum illa um þá sem ekki eru mættir.“ Á líka sumarbústað í Reykjavík Guðmundur segir byggðina í Reykholti vera orðna töluvert mikla. Sjálfur fluttist hann þangað fyrir átta árum sem tengdist því að hann hóf að kenna við Háskólann á Bifröst tveimur árum áður. „Þá var gott að eiga heima þar nærri,“ segir Guðmundur en hann kennir einn- ig við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Spurður hvort hann hyggist búa í Reykholti þar til yfir lýkur líkt og Snorri forðum segir hann ekki útséð með það. „Ég á nú sumarbústað í Reykja- vík og það getur vel verið að ég flytji í hann aftur. En það er ágætt að eiga hosíló á báðum stöðum.“ kristjanh@dv.is Guðmundur Ólafsson hagfræðingur býr í Reykholti í Borgarfirði og bíður eftir því að honum gefist tóm til að rita sínar Heimskringlur og Eddur. Hann býr í athafna- og fjármálahverfinu á meðan kirkj- an og fleira er í latínuhverfinu. Finnur daglega Fyrir Snorra Guðmundur Ólafsson „ef ég fengi tíma til skrifta er ekki nokkur vafi á því að þau myndu streyma frá mér bókmenntaverkin.“ Snorri Sturluson ekki er laust við að það sé smá svipur með þeim snorra og guðmundi. Reykholt guðmundur kallar þann hluta svæðisins sem kirkjan er í „latínuhverfið“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.