Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Page 47
Reykhólahreppur nær yfir svæðið frá Gilsfirði og allt vestur undir Flókalund við norðanverðan Breiðafjörð. Auk þess mestan hluta Breiðafjarðareyja, þar sem Flatey er höfuðbólið. Samtals er landsvæði Reykhólahrepps á annað þúsund ferkílómetrar með fjölmörgum fjörðum, vogum og víkum og óteljandi eyjum og hólmum. Einstök náttúrufegurð í mildu og mjúklátu landslagi og gönguleiðir við allra hæfi. Fjölbreyttasta fuglalíf á landinu og þótt miklu víðar væri leitað. Gisting af öllu tagi – hótelin í Bjarkalundi og Flatey, gistiheimili, bændagistingar, tjaldsvæði. Í þorpinu á Reykhólum – aðeins 228 km frá Reykjavík og bundið slitlag alla leið – er verslun og heilsugæsla. Frábær 25 m útisundlaug (Grettislaug) og við hana tjaldsvæði og öll aðstaða fyrir húsbíla. Þaðan liggur göngustígur niður að fuglaskoðunarskýlinu við Langavatn. Sjáumst! Reykhólahreppur – unaður augans www.reykholar.is H ild ur H lín Jó ns dó tt ir / h ild ur @ dv .is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.