Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 64
fimmtudagur 25. september 200864 Vesturland Haustið heillar Eftir frábært sumar, þar sem allt hefur verið í blóma, tekur önnur ekki síðri árstíð við. Haustið er komið og þá skiptir náttúran víða um lit. Rauður og gulur eru litir haustins og í margbreytileikanum í Norðurárdal njóta þeir sín best. Náttúrufegurðin á svæðinu er einstök, þar sem hver árstíð hefur sinn sjarma og nýtur sín til fulls. Sigtryggur Ari Jó- hannsson, ljósmyndari DV, lagði leið sína um Norðurárdalinn í vikunni. Stekkurinn sumarhúsið stendur á fallegum og friðsælum stað í stekknum við Norðurá. Hver að verða síðastur bláberin eru falleg á þessum árstíma, en það er best að týna þau sem fyrst áður en vetrarfrostið hefur innreið sína. myndir Sigtryggur gljúfurá í norðurárdal Áin gljúfurá er vatnsmikil og straumhörð nú um stundir eftir miklar rigningar síðustu vikna. gljúfurá er laxveiðiá, en þó ekki eins fengsæl og sjálf Norðurá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.