Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 69

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Side 69
fimmtudagur 25. september 2008 69Fréttir Lét pilta hýða sjálfa sig til blóðs Dómari í Manchester í Bretlandi dæmdi Syed Mustafa Zaidi til skilorðsbundinnar fangelsisvistar Maður með Da Vinci lykilinn á heilanum réðst á prest: Kaþólskur prestur á Ítalíu berst nú fyrir lífi sínu eftir að vitstola mað- ur, sem rannsóknarlögreglumenn í Róm segja að sé með Da Vinci lyk- ilinn á heilanum, lagði til hans með hnífi. Presturinn, hinn 68 ára Canio Canistri, er á meðal þeirra þriggja sem hinn 25 ára Marco Luzi réðst á í Santa Marcella-kirkjunni í Róm eft- ir að hafa horft á kvikmyndina sem byggð er á skáldsögu Dans Brown. Lögreglan gerði húsleit hjá Luzi og fann flennistóra mynd af síðustu kvöldmáltíðinni eftir Leonardo Da Vinci, sem spilar stórt hlutverk í myndinni. Luzi viðurkenndi fyr- ir lögreglumönnum að hafa horft á myndina kvöldið áður. Lögreglumaðurinn Luca Gori, sem afvopnaði Luzi með miklum hetjuskap eftir að hann hafði ráðist til atlögu í kirkjunni, hlaut stungu- sár í magann eftir að hafa tekist á við árásarmanninn á kirkjugólfinu. Vitni segja Luzi hafa ruðst inn í kirkjuna, vopnaður tveimur hnífum og með talnaband. Hann öskraði að hann væri andkristur sjálfur og þuldi upp staðreyndir úr Da Vinci lyklinum. Á heimili hans fannst jafnframt fjöldi bóka og skjala sem flest inni- héldu einhvers konar heimsenda-, samsæriskenninga- eða andkrists- spádóma. Da Vinci lykillinn olli miklu fjaðrafoki þegar bókin kom út árið 2003 og þá sérstaklega meðal kaþól- ikka. Hátt settir kaþólikkar kölluðu eftir því að menn myndu sniðganga bókina sem þeir sögðu lygasöguárás á kirkjuna. Ljóst má vera að Marco Luzi á yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir árásirnar. mikael@dv.is Stakk kaþólskan prest í Róm InterpoL tIL varnar fInnsku LögregLunnI Sú spurning brennur á mörgum af hverju finnska lögreglan gerði ekki neitt í ljósi myndskeiðsins sem Matti Saari setti á YouTube og hún hefur verið sökuð um handvömm fyrir að hafa ekki í það minnsta gert skotvopn hans upptæk. Það er gott að vera vitur eftir á og í ljósi þeirra atburða sem skóku Kauha- joki innan við sólarhring eftir að lög- reglan yfirheyrði Saari vegna mynd- brotsins segja margir að ákvörðun lögreglunnar hafi verið afdrifarík. Atburðunum í Kauhajoki svipar óhugnanlega mikið til skotárásar í Tuusula í Finnlandi fyrir um tíu mán- uðum. Þá gekk Pekka-Eric Auvinen, átján ára nemandi við skóla í Jokela, berserksgang vopnaður skotvopnum og þegar yfir lauk lágu níu manns í valnum; átta voru myrt af Auvinen, sem síðan beindi byssunni gegn sér. Auvinen hafði, líkt og Saari, sett yfir- lýsingu á YouTube þar sem ýjað var að væntanlegum aðgerðum af hans hálfu. Eftir á að hyggja er engu líkara en Saari hafi horft til Auvinens með útfærslu að skotárásinni. Báðir settu myndskeið á YouTube, báðir gáfu upp fæðingardag sinn og báðir voru sjúklega hrifnir af fjölamorðunum sem framin voru í Columbine-skól- anum í Bandaríkjunum árið 1999. Matti Juhani Saari og Pekka-Eric Au- vinen höfðu gilt byssuleyfi. Lögreglumenn ekki ófreskir Nú hefur yfirmaður alþjóðalög- reglunnar, Ronald Noble, stigið fram fyrir skjöldu finnsku lögreglunni til varnar, og að hans mati er létt að líta til baka, en ómögulegt að segja til um atburði sem ekki hafa gerst. „Það er ósanngjarnt að ætla að lögreglan sé ófresk líkt og í kvikmyndinni Minority Report og að hún geti sagt af eða á um hvort sá sem gerir myndband ætli sér að framkvæma ódæði í anda mynd- bandsins,“ sagði Noble. Kvikmyndin sem Noble vísar til er frá 2002 og var leikstýrt af Steven Spielberg og fjallar um lögreglusveit sem getur séð fyrir glæpi áður en þeir eru framdir. „Fólk mun velta vöngum vegna málsins. Vitandi að hann [Matti Sa- ari] myrti þetta fólk, horfir fólk á myndbandið – og það er enn óhugn- anlegra. Og því spyr fólk: „Af hverju sleppti hún [lögreglan] honum? Af hverju tók hún hann ekki fastan? Af hverju var hann ekki settur á geðdeild til skoðunar í þrjá daga?““ sagði Ron- ald Noble. Vopnaleyfi afturkallað Skotvopnaeign meðal borgara í Finnlandi er með þeirri mestu í heimi og skotvopnalög þar í landi með þeim rýmstu sem þekkjast í Evr- ópu. Fimmtán ára krakkar geta fengið byssuleyfi og byssu til að æfa skotfimi eða veiða. Áform ríkisstjórnarinnar um að herða skotvopnalögin, í kjöl- far fjölamorðanna sem áttu sér stað í Jokela-framhaldsskólanum í Tuus- ula í nóvember á síðasta ári, hafa enn ekki orðið að veruleika. Ef þau áform ganga eftir mun aldur til byssuleyfis hækka úr fimmtán árum í átján. Tarja Halonen, forseti Finnlands, og forsætisráðherrann, Matti Van- hanen, eru sammála um nauðsyn hertra laga í ljósi fjöldamorða í tveim- ur skólum á innan við einu ári. Van- hanen viðraði í gær þá skoðun sína að til álita kæmi að banna skamm- byssur í einkaeign: „Hvað varðar skammbyssur er það einfalt mál, við verðum að íhuga hvort þær skuli vera aðgengilegar almenningi. Mín skoð- un er sú að þær tilheyri skotæfinga- svæðum.“ Að mati Ronalds Noble gæti hluti lausnarinnar falist í ákvæði sem heimilaði lögreglunni að afturkalla byssuleyfi þeirra sem sýndu einhver merki þess að öðrum stafaði hætta af þeim. Þá hefðu lyktir í Kauhajoki orðið aðrar, sagði Noble, og lýsti at- burðarásinni eins og hún hefði getað orðið þegar Matti Saari var yfirheyrð- ur af lögreglunni: „Þá getur lögregl- an sagt: „Okei, við höfum ekki næga ástæðu til að handtaka þig, en við munum vissulega leggja hald á skotvopn þín.““ Unnið undir ásökunum um handvömm Með skugga rannsóknar á ákvörðunum sínum eftir yfir- heyrsluna á Matti Saari vann finnska lög- reglan í gær við að bera kennsl á brunnin lík fórn- arlamba Saaris. Auk þess að vera vopn- aður Walther P22-skammbyssu, sem hann sýndi í myndskeið- inu á YouTube, hafði hann í far- teskinu bensínsprengjur sem hann notaði til að kveikja í fórnarlömbum sínum. Annars staðar í Finnlandi var fólk í áfalli og dagblöð endurspegl- uðu þær spurningar sem brunnu á fólki. Eitt helsta dagblað Finn- lands, Helsingin Sanomat, skipti út auglýsingu, sem á fastan sess á forsíðunni, fyrir ljós- mynd af konu sem kveikir á kerti til minningar fyrir framan skólann. Einnig er mynd af Matti Saari og fyrir ofan stendur „Hví?“ Í leiðara blaðsins segir að ekki sé hægt að skella skuldinni á netið, en það sé réttmætt að spyrja að hve miklu leyti netið næri dökkar hliðar mannlegs eðlis. Finnska þjóðin telur um fimm milljónir íbúa, skráð skotvopn eru um 1,6 milljónir og almenn skotvopna- eign er með þeirri mestu í heiminum. „Finnland er norðlægt land og býr að víðfeðmri náttúru og veiðar eru al- gengt áhugamál, og að sjálfsögðu eru þúsundir manna sem stunda þær löglega. Því má reikna með að stór hluti fólks eigi mörg skotvopn,“ sagði Tarja Halonen. Þrátt fyrir mikið magn skotvopna í einkaeign er glæpatíðni tiltölulega lág í Finnlandi. SkotVopn og FinnLand n 1,6 milljónir skotvopna í einkaeign n aðeins í bandaríkjunum og Jemen eru fleiri vopn í einkaeign n allir skotvopnaeigendur verða að hafa byssuleyfi n Lágmarksaldur til að kaupa byssu er fimmtán ár n skotvopn tengjast um fjórtán prósent morða í finnlandi SkotáráSir í SkóLUm n kaUhajoki, FinnLand, September 2008 ellefu fórnarlömb, þar á meðal tilræðismaðurinn. n tUUSULa, FinnLand, nóVember 2007 Níu fórnarlömb, þar á meðal tilræðismaðurinn. n Virginia tech-SkóLinn, bandaríkin, apríL 2007 Þrjátíu og þrjú fórnarlömb, þar á meðal tilræðismaðurinn. n erFUrt, ÞýSkaLand, apríL 2002 Átján fórnarlömb, þar á meðal tilræðismaðurinn. n coLUmbine-SkóLinn, denVer, bandaríkin, apríL 1999 fimmtán fórnarlömb, þar á meðal tveir tilræðismenn. n dUnbLane, SkotLand, marS 1996 sextán börn, einn kennari og tilræðismaðurinn. matti juhani Saari Var yfirheyrður af lögreglu sólarhring áður en hann lét til skarar skríða. mYnd aFp Lögregla undirbýr inngöngu í skólann gagnrýnd fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir morðin. Veitti vitstola manni innblástur dan brown skrifaði metsölubókina da Vinci lykilinn. fyrir að láta tvo pilta hýða sig með hnífum að sið sjía-múslima. Hann lét piltana tvo, sem eru þrettán og fimmtán ára, berja sjálfa sig með zanjeer-svipu, sem er með fimm beitta hnífa bundna í reipið á svipunni. Atvikið átti sér stað á As- hura-hátíðinni í janúar. Dómarinn dæmdi Zaidi til hálfs árs fangels- isvistar en ákvað að skilorðsbinda dóminn til eins árs. Hann bannaði manninum líka að hvetja nokkurn undir sextán ára aldri til að hýða sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.