Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Page 73
FH vann Breiðablik, 3-0, í frestuðum
leik í Landsbankadeild karla í gær-
kvöldi. Atli Viðar Björnsson skoraði
tvö marka FH og nafni hans Guðna-
son eitt í léttum og löðurmannleg-
um sigri. FH dugði ekkert minna en
sigur til þess að vera áfram í barátt-
unni um Íslandsmeistaratitilinn.
Hefði Breiðablik ná svo mikið sem
stigi hefðu Keflvíkingar fagnað sigri
sitjandi rólegir í K-húsinu í Keflavík.
Það ræðst því ekki fyrr en á loka-
degi hvaða lið verður Íslandsmeist-
ari. FH þarf að vinna Fylki í Árbæn-
um með tveggja marka mun til að
vinna upp markatölu Keflvíkinga ef
þeir gefa sér það að Fram nái stigi
gegn Keflavík í lokaumferðinni. Sigri
Fram og FH verður FH Íslandsmeist-
ari en Keflavík dugar alltaf sigur til
þess að hampa sínum fyrsta titli í 35
ár.
Daufir Blikar
Danski markvörður Blikanna,
Casper Jacobsen, fór af velli meidd-
ur í síðasta leik gegn Fylki og í hans
stað kom hinn 18 ára gamli Vignir
Jóhannsson. Vignir fékk í þeim leik
á sig klaufalegt mark úr aukaspyrnu
af löngu færi og fyrstu tvö mörkin í
gær má að hluta skrifast á hann. FH
komst yfir strax á 8. mínútu þegar
Vignir fór í slakt úthlaup en honum
til varnar gerðu varnarmenn hans
lítið þegar boltinn hrökk af stönginni
og fyrir fætur Atla Viðars Björnsson-
ar sem skoraði af stuttu færi.
Atli Guðnason bætti svo við
marki af miklu harðfylgi en stað-
setningin á Vigni í því atviki mjög
slök og gat hann því ekki komið í
veg fyrir að laust skot Atla lak í horn-
ið. Hann gerði þó vel í að verja skot
frá Atla Viðari í uppbótartíma í fyrri
hálfleik en frákastið tók Atli sjálfur
og skoraði.
Mikil deyfð var yfir liði Blika í
leiknum og viljinn til að sigra lítill.
Það er ennþá möguleiki á að Breiða-
blik endi í 8. sæti deildarinnar en
hvað sem verður mun það ekki enda
ofar en 6. sæti. Sæti sem þeim var
spáð en hlýtur að teljast vonbrigði
fyrir þetta vel mannaða lið.
Ennþá á lífi
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH,
var ánægður með leik sinna manna.
„Mínir menn komu tilbúnir í leik-
inn og settu Blikana undir pressu.
Svo fáum við mark snemma sem
slær svolítið vindinn úr Blikunum.
Um leið fáum við meira sjálfstraust,
vinnum góðan sigur og mér fannst
liðið spila vel í leiknum. Þetta var
sanngjarn sigur og við erum ennþá
á lífi í titilbaráttunni,“ sagði Heimir
við DV eftir leikinn en viðurkennir
að það sé ekki gott að þurfa treysta á
önnur lið í baráttunni um titilinn.
„Það er aldrei sérstakt að þurfa
treysta á einhverja aðra. Á móti
kemur samt að Fram er búið að spila
vel upp á síðkastið og geta vel strítt
Keflvíkingunum. Eins þurfum við
að passa okkur á Fylki því þeir hafa
einnig verið að spila ágætlega. Við
þurfum bara að hugsa um okkur,
klára leikinn gegn Fylki og sjá svo
hvað verður,“ sagði Heimir.
fimmtudagur 25. september 2008 73Sport
Sport Tap gEgn SviSS Íslenska drengjalandsliðið í knattspyrnu skipað leik-mönnum 17 ára og yngra tapaði fyrsta leik sínum í undakeppni evr-ópumótsins fyrir sviss í gær, 2-1. sviss leiddi í hálfleik, 2-0, en Zlatko Krikic tókst að minnka muninn fyrir íslensku piltana í seinni hálfleik með marki. Þeir skoruðu annað mark stuttu áður sem var dæmt af vegna rangstöðu. riðill Íslands í undankeppninni er leikinn hér á landi og fór leikurinn í gær fram á akranesvelli. Hin liðin í riðlinum, Úkraína og Noregur, léku í grindavík á sama tíma þar sem frænd-ur okkar Norðmenn fóru létt með Úkraínu, 4-0. Næsti leikur Ís-lands er á föstudaginn gegn Úkraínu á Kr-velli.
FH gerði skyldur sínar í gær þegar það lagði Breiðablik auðveldlega, 3-0, í frestuðum leik í
Landsbankadeild karla. Keflavík varð því ekki Íslandsmeistari en er bílstjórasætinu fyrir
lokaumferðina sem fram fer á laugardaginn. Nái Fram aðeins jafntefli gegn Keflavík verð-
ur FH að sigra Fylki með tveggja marka mun til þess að hampa Íslandsmeistaratitilinum.
ÞAÐ RÆÐST Á LOKADEGI
Gríðarlega óvænt úrslit urðu í
ensku deildarbikarkeppninni í gær.
Brighton sem leikur í þriðju efstu
deild á Englandi gerði sér lítið fyrir og
lagði nýríku strákanna í Manchester
City á heimavelli í vítaspyrnukeppni.
Annað peningalið, QPR, sem leikur í
næstefstu deild lagði úrvalsdeildar-
lið Aston Villa að velli, 1-0, sem verða
að teljast mikil vonbrigði fyrir Villa-
menn sem höfðu gefið það út að þeir
ætluðu sér langt í deildarbikarnum.
Manchester City hvíldi kannski
Robinho í gær en liðið sem þeir buðu
upp á var mjög sterkt. Þar mátti finna
Kasper Schmeichel, Richard Dunne,
Vincent Kompany, Michael Johnson,
Jo og Gelson Fernandes. Sá síðast-
nefndi kom City yfir í fyrri hálfleik og
það virtist ætla að verða sigurmarkið
þegar hinn vægast sagt óþekkti Glenn
Murray jafnaði á 89. mínútu.
Strákarnir í Brighton komust
svo yfir í framlengingunni en Step-
hen Ireland tryggði Manchester City
vítaspyrnukeppni með marki sínu.
Brighton-menn voru einstaklega ör-
uggir á punktinum og skoruðu úr
öllum sínum spyrnum. Skotinn Mi-
chael Ball var svo skúrkurinn þegar
hann klúðraði sinni spyrnu og vann
Brighton samanlagt 7-5.
Aston Villa ætlaði sér mikið í deild-
arbikarnum í ár og fyrir leikinn gegn
QPR sagði Martin O´Neil heimta sig-
ur en viðurkenndi að það yrði erfitt.
Erfitt var það fyrir Villa-menn sem
þurftu að lúta í gras fyrir sprækum
QPR-mönnum, 1-0.
Í öðrum leikjum komust Totten-
ham og Blackburn áfram eftir sigra á
Newcastle og Everton. Rússinn Rom-
an Pavluchenko kom sér á blað hjá
Tottenham í gær en Martin Olson
skoraði eina markið fyrir Blackburn.
tomas@dv.is
Óvænt úrslit voru í enska deildarbikarnum í gær:
Sterkt lið City úr leik gegn Brighton
STaBæk í úrSliT
Íslendingaliðið Stabæk komst
í gærkvöld í úrslitaleik norsku
bikarkeppninnar þegar liðið
lagði Molde auðveldlega, 3-0, í
undanúrslitum. Landsliðsmenn-
irnir Veigar Páll Gunnarsson
og Pálmi Rafn Pálmason komu
báðir við sögu í leiknum. Veigar
í byrjunarliðinu að vanda og
Pálmi kom inn á undir lok leiks-
ins. Í úrslitum gætu okkar menn
mætt öðru Íslending, Árna Gauti
Arasyni, sem leikur með Odd
Grenland í undanúrslitum gegn
Vålerenga.
tomas@dv.is
landSBankadeildin
FH - Breiðablik 3–0
1-0 Atli Viðar Björnsson (7.), 2-0 Atli Guðnason (39.),
3-0 Atli Viðar Björnsson (45.+2).
STaðan
lið l U J T M St
1. Keflavík 21 14 4 3 53:29 46
2. fH 21 14 2 5 48:25 44
3. fram 21 12 1 8 29:20 37
4. Kr 21 11 3 7 37:23 36
5. Valur 21 11 2 8 34:27 35
6. breiðablik 21 8 6 7 40:34 30
7. fjölnir 21 9 1 11 36:33 28
8. grindavík 21 8 4 9 28:36 28
9. fylkir 21 6 4 11 24:38 22
10. Þróttur 21 5 7 9 28:45 22
11. HK 21 4 3 14 24:46 15
12. Ía 21 2 7 12 18:43 13
enSki deildaBikarinn
Portsmouth - Chelsea 0–4
0-1 Frank Lampard (36, víti.), 0-2 Florent Malouda
(45.), 0-3 Frank Lampard (49.), 0-4 Salomon Kalou
(64.).
Blackburn - Everton 1–0
1-0 Martin Olsson (10.).
Newcastle - Tottenham 1–2
0-1 Roman Pavluchenko (62.), 2-0 Jamie O´Hara (66.),
1-2 Michael Owen (90.).
Aston Villa - QPR 0–1
0-1 Damion Stewart (58.).
Ipswich - Wigan 1–4
0-1 Lee Cattermole (52.), 1-1 Jonathan Walkers (61.),
1-2 Oliver Kapo (64.), 1-3 Paul Scharner (70.), 1-4 Henri
Camara (90.).
EiðUr HETJan
Eiður Smári Guðjohnsen
minnti rækilega á sig hjá Barce-
lona í gærkvöldi þegar hann skor-
aði sigurmark Börsunga gegn
Real Betis. Staðan var 2-2 þegar
Eiður Smári kom inn á 70. mín-
útu. Það liðu ekki nema tíu mín-
útur þangað til landsliðsmaður-
inn tryggði Barcelona sigurinn á
80. mínútu. Þetta var annar sigur
Barcelona í deildina sem fór illa
af stað og náði aðeins einu stigi í
fyrstu tveimur leikjum sínum.
tomas@dv.is
ÚRSLIT
TÓMaS ÞÓr ÞÓrðarSOn
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Fyrirliðinn davíð Þór
Viðarsson átti ágætan
leik hjá fH í gær.
MYnD rÓBErT rEYniSSOn
léttur dans tryggvi guðmundsson
lék sinn síðasta leik á tímabilinu í gær.
Hann verður í banni í lokaumferðinni.
MYnD rÓBErT rEYniSSOn
alsæla strákarnir í brighton hafa fengið sér kollu eða þrjár í gærkvöldi.
MYnD gETTY iMagES