Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Síða 76
fimmtudagur 25. september 200876 Fókus
Spennusagnahöfundar er margir
hverjir hver öðrum líkir. Einn þeirra
höfunda sem notið hafa þess heið-
urs að vera þýddir á okkar ylhýra er
James Patterson. Fyrstu kynni mín
af honum voru spennusögur sem
skrifaðar voru um kvennaklúbb
sem leysti morðgátur, og var í flestu
snjallari en rannsóknarlögreglan í
heild sinni. Reyndar var ein kvenn-
anna rannsóknarlögreglumaður,
en hvað um það. Bók Pattersons,
Sjortarinn, er sú bóka hans sem
síðast var gefin út á íslensku. Hún
á það sammerkt með seinni tíma
bókum Pattersons að vera skrifuð
af honum í félagi við einhvern ann-
an penna.
Í hnotskurn er söguþráðurinn á
þá leið að Lauren Stillwell kemst að
því að eiginmaður hennar heldur
framhjá henni og þar sem hefnd-
in virðist yfirleitt sæt ákveður hún
að borga í sömu mynt. En margt
fer öðruvísi en lagt er upp með og
Lauren verður vitni að glæp sem
leiðir til dauða.
Gerandinn er eiginmaður henn-
ar og Lauren verður að
velja þá stigu sem hún
vill fara í kjölfarið.
Ef horft er framhjá því
augljósa, sem er að allar
söguhetjur Pattersons
eru yfirmáta fallegt og
laglegt fólk, karlmenn-
irnir herðabreiðir með
sixpakk og konurnar vel
samansettar og með
þvílíka útgeislun að það
hálfa væri nóg, verður
að segjast eins og er að Sjort-
arinn er meira en þokkalegur reyf-
ari. Hvort Patterson á heiðurinn af
því eða leigupenninn Michael Led-
widge skal ósagt látið. Plottið er
ágætt, með óvæntum hliðargötum
og hringtorgum sem leiða lesand-
ann, sem telur sig hafa lausnina í
hendi sér, inn í ókunnug hverfi þar
sem ekkert er sem sýnist.
Það kemur það snemma í ljós
hver starfi Lauren er að ég er ekki
að ljóstra upp neinu merkilegu
þegar ég segi að staða hennar er
ekki einföld.
Hennar hlutskipti verð-
ur að rannsaka morðmál
sem hún tengist á per-
sónulegri hátt en gott get-
ur talist og Patterson, eða
hinn, lýsir
þeirri togstreitu ágæt-
lega þó vissulega sé um
enga heimsbókmenntaút-
færslu að ræða. En sá sem
les bækur Pattersons er
sennilega ekki að leita eftir
sömu hughrifum og fengj-
ust við lestur Ástin á tímum
kólerunnar.
Í hnotskurn má segja að um fína
spennusögu sé að ræða og engar
ýkjur að það sé gott að hafa ekkert
annað á dagskránni þegar lestur
Sjortarans hefst, en á móti kemur
að hún er fljótlesin.
Svartnætti
Annar spennusagnahöfundur
sem hefur átt vinsældum að fagna
er Michael Connelly. Það kann að
vera vitleysa í mér en engu að síður
held ég að ekki hafi margar af hans
bókum verið þýddar á íslensku.
Clint Eastwood lék aðalhlutverk-
ið í kvikmynd sem byggð var á
einni bóka Connellys, Bloodwork.
Í þeirri bók var McCaleb kynntur
til sögunnar í fyrsta skipti, en fyrir
hafði Harry Bosch verið aðalsögu-
hetja Connellys.
Hið sama er uppi á teningnum í
bókinni Svartnætti.
Í Svartnætti er Harry Bosch far-
inn að reskjast og uppi eru efa-
semdir um dómgreind hans og
siðferði og hann verður grunað-
ur um morðið á smáglæpamann-
inum Edward Gunn, sem hann
hafði eytt mörgum árum í að eltast
við. McCaleb er aftur á móti sest-
ur í helgan stein, en ákveður að að-
stoða lögregluna í rannsókn máls-
ins, eftir að til hans er leitað um
liðsinni.
Ég hef orðið þeirrar ánægju að-
njótandi að lesa nokkrar bækur eftir
Michael Connelly og í mínum huga
kemst Patterson ekki með tærnar
þar sem Connelly hefur hælana.
Sögur Connellys eru drungalegar,
staðhættir virðast raunsannir, jafn-
vel þeim sem ekkert til þekkir.
Sögupersónurnar eru ekki óað-
finnanlegt glæsifólk, McCaleb fékk
nýtt hjarta í Bloodwork, og er farinn
að kröftum og þarf að úða í sig ótal
pillum til að hverfa ekki yfir móð-
una miklu. Harry Bosch er gamall
í hettunni, búinn að upplifa nóg af
því versta sem býr í mannfólkinu
og mannlegur að því leyti að hann
sér ekkert athugavert við það að
skíthælar hljóti ill örlög. Það ríkir
ekki birta í sinni Bosch.
En hjá McCaleb er ennþá að
finna hugmyndafræði laga og rétt-
ar og því verður þess ekki langt að
bíða að reyni á vináttu McCalebs
og Bosch.
Ekki aðeins framreiðir Conn-
elly skemmtilegri plott en starfsfé-
lagi hans Patterson, heldur er hann
betri í að baða frásögnina hreinum
óhugnaði. Ein vinkona mín hugðist
lesa Svartnætti, en lagði hana fljót-
lega frá sér; hún var of mikið svart-
nætti. Andstætt Sjortara Pattersons
og Ledwidges þarf að hafa hugann
aðeins við lesturinn þegar um bók
Connellys er að ræða.
Þeir sem hafa gaman af drunga-
legum spennusögum, þar sem jafn-
vel er kafað í dimmustu skúmaskot
mannskepnunnar, geta gert margt
verra en að taka sér Svartnætti í
hönd og lesa fram á nótt.
Kolbeinn Þorsteinsson
á f i m m t u d e g i
Hvað Heitir lagið?
„Ég er sársaukinn sem þú bragðaðir á, vel eitraður.“
Sjortarinn í
SvartnættinuDansklúbba-kvöld á akureyri
Ný dansklúbbakvöld eru að fara í
gang norðan heiða undir nafninu
Domus Technika. Fyrsta kvöldið
verður haldið á Dátanum á Akureyri
núna á laugardagskvöldið. Þar ætlar
nýjasta tæknótromp Reykjavíkur, tví-
eykið Glutemus Maximus, að troða
upp en það er skipað pródúserun-
um og plötusnúðunum Jack Schidt
(DJ Margeir) og President Bongo úr
Gus Gus. Af þeim sem einnig munu
skemmta á þessum kvöldum má
nefna Sexy Lazer og DJ Casanova en
það er viðburðafyrirtækið Jón Jónsson
ehf. sem stendur fyrir þeim, hið sama
og flutti inn Eurovision-stjörnuna Se-
bastien Tellier og hinn danska Trent-
emöller. Næsta dansklúbbakvöld er
fyrirhugað í desember.
aBBa-æðið
heldur áfram
Hin geysivinsæla sýning The Music
of ABBA með sænsku hljómsveitinni
Arrival verður sett upp í fyrsta skipti
hér á landi í Vodafonehöllinni 8.
nóvember. Arrival hefur ferðast með
ABBA-sýninguna í þrettán ár, sem
er lengur en ABBA starfaði, og sýnt í
yfir tuttugu löndum. Sýningin nýtur
gríðarlegra vinsælda og hafa ABBA-
aðdáendaklúbbar víða um heim
kosið hana bestu ABBA-sýningu
allra tíma. Miðasala hefst á midi.is
klukkan tíu í fyrramálið. Við þetta
má bæta að Arrival vinnur náið með
höfuðpaurum ABBA, þeim Björn og
Benny, og er þessa dagana að gefa
út áður óútgefið ABBA-lag sem ber
heitið Just a Notion.
Miðasala á
blokkarfólkið
Miðasala á söngleikinn Fólkið
í blokkinni hófst í gær en hann
verður frumsýndur á Stóra sviði
Borgarleikhússins 10. október.
Söngleiknum er lýst sem hjart-
næmri sögu af skrautlegu lífi fólks
í blokk í Reykjavík sem ákveður
að setja upp söngleik þar sem
efniviðurinn er það sjálft. Höf-
undur er Ólafur Haukur Símon-
arson, leikstjóri er Unnur Ösp
Stefánsdóttir og á meðal leik-
ara eru Guðjón Davíð Karls-
son, Halldór Gylfason, Halldóra
Geirharðsdóttir, Jóhann Sigurðs-
son, Jóhanna Vigdís Arnardóttir,
Jóhannes Haukur Jóhannesson
og Margrét Helga Jóhannsdóttir.
Tónlistarstjóri er Jón Ólafsson en
tónlist verksins er flutt af hljóm-
sveitinni Geirfuglunum.
Ég skellti mér á Steak and Play
fyrir skemmstu og hafði gaman af.
Það er óhætt að segja að Stake and
Play eigi nákvæmlega ekkert skylt
við dónabúlluna Bohem sem þar
var fyrir. Það er gjörsamlega búið
að rífa allt í burtu sem hægt var að
rífa og breyta súlustaðnum, sem
var fullur af krókum og kimum, í
opinn og flottan sportbar.
Stake and Play er alvörusport-
bar. Staðurinn er hrár og flottur
með eins konar götustíl. Það sem
er þó mikilvægast við góðan sport-
bar er til staðar. Risastórir barir og
allt troðfullt af skjávörpum og flat-
skjám.
En útlit er ekki allt og ég var
ekki alveg nógu sáttur með ferð
mína á staðinn en ég hafði gert
mér þó nokkrar væntingar. Þegar
við komum nokkrir félagar höfðu
þrír okkar komið fyrr og voru bún-
ir að panta forrétt sem var að koma
á borðið þegar við hinir settumst.
Okkur hinum voru þó ekki boðn-
ir matseðlar eða að panta fyrr en
við stóðum upp og báðum um það
eftir dágóða stund. Þeim sem fyrir
voru var því heldur ekki boðið að
panta aðalrétt sem þeir áttu eftir
að gera.
Ég pantaði mér steikarsamlok-
una sem mér fannst heldur í dýrari
kantinum, 1.890 krónur. Ég verð að
segja að ég var ekki nægilega sátt-
ur. Steikarsamlokan sjálf bragðað-
ist vel en hún var of lítil fyrir mann
af minni stærð. Þá var bernaise-
sósan svo þykk sem fylgdi með
að þegar ég dífði franskri kartöflu
ofan í hana mótaðist hún bara eftir
kartöflunni en festist ekki við. Var
sem sagt meira eins og smjör eða
frauð heldur en sósa. Steikarsam-
loka á Adesso í Smáralind kostaði
til dæmis 1.590 síðast þegar ég fór
þangað og var töluvert stærri.
Ég hef þó ekki gefist upp á Steak
and Play og verð að gefa þeim séns
á að það var Meistaradeildarkvöld
og mikið að gera. Hins vegar á það
aldrei að bitna á viðskiptavininum
heldur á veitingastaður að undir-
búa sig eftir eftirspurn.
Ásgeir Jónsson
ÁSgeir jónSSon
fór á Steak and Play á
Grensásvegi
Hraði: HHHHH
VeiTingar: HHHHH
ViðmóT: HHHHH
UmHVerfi: HHHHH
Verð: HHHHH
Dónabúlla verður alvöru sportbar
í skyndi
Svar: firestarter með Prodigy
michael Connelly rithöfundur
patterson kemst ekki með tærnar þar sem
Connelly hefur hælana að mati gagnrýnanda.
bækur
Svartnætti
Höfundur: michael Connelly
Útgefandi: mál og menning
bækur
Sjortarinn
Höfundur: James patterson & michael Ledwidge
Útgefandi: JpV