Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2008, Síða 78
fimmtudagur 25. september 200878 Fólkið
Alheimsfegurðardrottningin
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir er nú
flutt úr foreldrahúsum, tuttugu og
fjögurra ára að aldri. Unnur Birna
hefur verið í sambandi með flug-
manninum Reynaldi Hinrikssyni í
rúmt eitt og hálft ár og hafa þau búið
í kjallaraíbúð heima hjá foreldr-
um Reynalds í Garðabænum um
nokkurt skeið en Unnur átt erfitt
með að sleppa herberginu heima
hjá mömmu. Annars er það að frétta
af fegurðardrottningunni að hún er
nú sest aftur á skólabekk í lögfræði-
nám eftir að hafa starfað hjá Glitni í
sumar.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir er nú
öll að koma til eftir bráðaaðgerð sem
hún gekkst undir einungis einum
degi eftir að hafa flust til Búlgaríu.
Ásdís lá á spítala í níu daga en eins
og fram kom í DV á mánudaginn
var athafnakonan hætt komin og að
sögn skurðlækna einungis þremur
tímum frá dauða. Ásdís hafði ekki
haft neitt tækifæri til að kynna sér
nýju heimahagana að neinu ráði
áður en hún var lögð inn og var ráð-
lagt að taka því rólega eftir að hafa
verið útskrifuð. Nú er hún hins vegar
komin á ról og búin að ná að skella
sér í göngutúr í Sofiu.
Farin í
göngutúr
alveg eins
og Björk
Allir geta verið sammála
um að Björk Guðmundsdóttir
söngkona sé alveg einstök í út-
liti. Árið 1989 í Leipzieg í Þýska-
landi fæddist drengur að nafni
Bill Kaulvitz. Í dag, 19 árum síð-
ar, er Bill Kaulvitz forsprakki
heitustu strákasveitar Þýska-
lands sem ber nafnið Tokio
Hotel.
Bill hefur án efa hlustað
mikið á Björk sem drengur,
en hann er alveg nákvæmlega
eins. Tokio Hotel hefur gert það
svakalega gott upp á síðkastið
og þá sérstaklega í Bandaríkj-
unum. Sveitin vann nýlega til
verðlauna á MTV-myndbanda-
hátíðinni sem haldin var í Los
Angeles fyrir ekki svo löngu.
Síðastliðin ár hefur Björk
notað mikinn og þykkan „eyel-
iner“ er hún kemur fram og er
óhætt að segja að Bill hafi hreint
og beint stolið lúkkinu hennar.
Bill lætur ekki sjá sig utan
veggja heimilis síns án þess að
vera með þykkan „eyeliner“.
Ekki skemmir fyrir honum að
vera með alveg eins augabrún-
ir og söngkonan ástsæla. Einn-
ig vekur Bill athygli fyrir að vera
afar kvenlegur í fasi.
Ekki virðist það hafa áhrif á
kvenfólkið, en Bill og meðlim-
ir sveitarinnar tala iðulega um
kvennafar sitt á hótelherbergj-
um eftir tónleika. Ætli þessar
ungmeyjar hafi hugsað á ein-
hverjum tímapunkti yfir nótt-
ina: „Hann minnir mig svo á
einhvern, en hvern?“
Bill Kaulvitz, söngvari þýsku strákasveitarinnar Tok-
io Hotel, er nauðalíkur Björk Guðmundsdóttur. Halda
mætti að þau notuðust við sama förðunarfræðing.
Parið Beggi og Pacas er heldur
betur að söðla um og ferðast nú um
landið og kennir fólki eldamennsku
og jákvætt hugarfar.
„Ég var inni í líkamræktinni
áðan og sá Arnar Grant. Ég sagði við
hann: Mér finnst þú geðveikislega
flottur! Og ég þekki manninn ekki
neitt,“ sagði Beggi en parið Beggi og
Pacas var í viðtali í morgunþættin-
um Zúúber á Fm 957 í gærmorgun.
„Maður verður að leyfa sjálfum sér
að tala út frá hjartanu, koma út og
vera ekki feiminn,“ sagði Beggi enn-
fremur.
Arnar Grant fékk heldur bet-
ur hrós frá parinu og ætti hann að
vonum að vera ánægður með hrós-
ið. En eins og flestir vita unnu Beggi
og Pacas í raunveruleikaþættinum
Hæðinni þar sem nokkur pör kepptu
um að hanna íbúð á sem smekkleg-
astan hátt. Það er alveg greinilegt að
félagarnir eru með gott auga.
Beggi og Pacas eru byrjaðir að
æfa á fullu í Wold Class og þjálfar
Ragnheiður Guðfinna, stórvinkona
Arnars Grant, strákana til að koma
þeim í gott form, en Pacas kvartar
undan bumbu sinni sem Beggi segir
vera gullfallega.
Finnst grantarinn Flottur
BeGGi oG Pacas eru Byrjaðir að æfa í World class:
Beggi og Pacas
Ætla að koma sér í gott
form og fíla arnar grant.
Tvífarar:
Flutt að
heiman
Arnar Grant
beggi labbaði upp að
honum í World Class og
sagði: „mér finnst þú
geðveikislega flottur.“
Á tvífara
björk guðmundsdóttir á
tvífara frá Þýskalandi
sem er líka söngvari.
Einstök í útliti
en samt ekki svo. bill Kaulvitz
er alveg eins og söngkonan.
Kvenlegur
bill Kaulvitz er rosalega
kvenlegur drengur.
Alveg eins og Björk
bill Kaulvitz er forsprakki
sveitarinnar tokio Hotel.