Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Side 3
fimmtudagur 6. nóvember 2008 3Fréttir VERKALÝÐSLEIÐTOGI BJARGAÐI AUÐMÖNNUM banka sumarið 2004. Hann segist hafa greitt með reiðufé og því hafi ekki komið til tals að persónulegri ábyrgð yrði létt af lánum hans, þar sem hann skuldsetti sig ekki fyr- ir kaupunum. Eiginkona hans, Ásta Pálsdóttir, átti einnig í bankanum, þar sem hún reyndar var meðal lykil- starfsmanna. Samanlagt áttu þau um 8 milljónir króna þegar bankinn féll. Skelfilegar afleiðingar Gunnar Páll segir í yfirlýsingu sinni á vef VR, sem birtist í gær- kvöldi, að það hafi reynst hættu- legt að tengja hagsmuni bankans við hagsmuni starfsmanna. „Ég tel að þessa stöðu bankans, varðandi hlutabréfakaup starfsmanna, megi rekja til þess að farið var of geyst í að tengja hagsmuni bankans við hagsmuni starfsmanna. Sú leið að „árangurstengja laun“ er hugsan- lega góð á uppgangstímum en sýn- ir sig nú að geta haft skelfilegar af- leiðingar.“ „Ég kalla þetta verðmöndl og auðvitað eru þetta innherja- viðskipti.“ Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbank- ans, tapaði öllum sínum fjárfestingum í bankanum þegar ríkið tók hann yfir. Hann kvartar ekki undan þessu og segist hafa átt fyrir sínum bréfum. Hann hefur notað tímann eftir að hann hætti í bankanum til að rifja upp það sem á undan er gengið og taka niður minnispunkta. Hann útilokar ekki að hann muni síðar taka minningar sínar saman í bók. GENGUR fRá hREINU BORÐI Halldór J. Kristjánsson, fyrrver- andi bankastjóri Landsbankans, segist hafa tapað miklu á hruni Landsbankans en hann hafi fjár- fest víðar og sé því ekki á vonar- völ þótt tap hans sé mikið. „Ég deili þeim örlögum með mörgum því miður, og þykir mér það mjög leitt, að hafa tapað af fjárfesting- um í hlutabréfum,“ segir Halldór. Hann starfaði hjá bankanum í tíu ár og átti hlutabréf sem urðu verðlaus daginn sem ríkið yfirtók bankann. Halldór segist ekkert skipta sér af rekstri bankans leng- ur. Hann hafi undanfarið fundað með erlendum aðilum en tekur fram að það tengist Landsbank- anum ekki neitt. Hefur aldrei skuldað Halldór segir upphæðirnar sem hann tapaði ekki hafa ver- ið svimandi háar en þó fjármun- ir sem hann hafði í gegnum tíð- ina lagt í bréf í bankanum. Hann vill þó ekki tjá sig um það hversu háar þessar fjárhæðir voru, því kjósi hann að halda fyrir sig. „Ég hef aldrei tekið lán til hlutabréfa- kaupa, ég hafði einfaldlega safn- að þessu saman með því að nýta mér kauprétti og átti það skuld- laust,“ segir Halldór og bætir því við að hann hafi ekki lent í mikl- um erfiðleikum sökum þessa. „Ég kvarta ekki undan minni stöðu en hef fulla samúð með þeim sem skuldsettu sig vegna slíkra kaupa og sitja nú uppi með skuldir á móti eignum sem hafa fallið í verði. Þá er það bara tap- að, það er ekkert öðruvísi,“ seg- ir Halldór. Hann tekur fram að hann hafi í gegnum tíðina einn- ig fjárfest í fasteignum og jörð- um. Hann segist ávallt hafa tam- ið sér það í gegnum lífið að vera skuldlaus. Hann sé af þeirri kyn- slóð sem gat eignast hlutina hægt og bítandi. Aðstoðar skilanefndina Halldór segist ekki hafa stofn- að neitt einkahlutafélag í kringum hlutina sína og því hafi þetta allt verið á hans nafni. Þar sem hann hafi engin lán tekið fyrir kaupun- um skuldi hann bankanum ekki neitt í dag. Halldór tekur fram að þau tíu ár sem hann starfaði hjá bankanum hafi hann aldrei selt hlutabréf sín. „Ég geng algjörlega frá hreinu borði í þessum efnum, eins og ég vil gera,“ segir hann. Í dag einbeitir Halldór sér að nýjum hlutum ásamt því að að- stoða skilanefndina við að upp- lýsa mál óski hún þess. „Ef ég hef verið beðinn um það, þá hef ég aðstoðað skilanefndina við að upplýsa mál og koma með hug- myndir um varðveislu verðmæta og slíkt,“ segir Halldór. Hann segist undanfarið hafa rifjað upp farinn veg og punktað hjá sér svo hann geti gert sér grein fyrir því hvað á undan er gengið. Hann þvertekur þó fyrir að vera byrjaður að skrifa ævisöguna en segir það vel geta gerst einhvern tímann, þetta séu viðburðaríkir tímar. Jón bJArKi mAgnúSSon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is „Ég hef aldrei tekið lán til hlutabréfa- kaupa, ég hafði ein- faldlega safnað þessu saman með því að nýta mér kauprétti og átti það skuldlaust.“ Tapaði öllum bréfunum Halldór J. Kristjánsson, annar fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, tapaði öllu því fé sem hann hafði lagt í hlutabréf í Landsbankanum. Hann hefur fulla samúð með þeim sem sitja uppi með skuldir á móti eignum sem hafa verðfallið. Högg fyrir marga fjöldi fólks tapaði miklu á hruni Landsbankans. Starfsmenn fengu aftur á móti ekki lán til að fjárfesta í eigin banka, líkt og í Kaupþingi. Hreiðar már Sigurðsson Ákvað að losa sjálfan sig og aðra starfsmenn undan skuldum vegna hlutabréfakaupa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.