Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Blaðsíða 10
fimmtudagur 6. nóvember 200810 Neytendur Dísilolía el d sn ey t i Gullinbrú verð á lítra 154,7 kr. verð á lítra 176,4 kr. Skeifunni verð á lítra 153,2 kr. verð á lítra 174,9 kr. Skógarhlíð verð á lítra 154,5 kr. verð á lítra 176,6 kr. bensín við Kænuna verð á lítra 149,1 kr. verð á lítra 170,8 kr. Bæjarlind verð á lítra 149,2 kr. verð á lítra 170,9 kr. Fellsmúla verð á lítra 153,2 kr. verð á lítra 174,9 kr. Skógarseli verð á lítra 153,2 kr. verð á lítra 174,9 kr. umsjón: baldur guðmundsson, baldur@dv.is / neytendur@dv.is Sigurður Ingvar Steinþórsson, verkefnastjóri Olíudreifingar hf., segir að það geti verið mjög dýrt að dæla röngu eldsneyti á bíla. Kostnaðurinn geti hlaupið á tugum þúsunda. Kostnaðurinn við útkallið sé 14.400 krónur en þeir sem fylla bíla sína af röngu eldsneyti þurfa þá í raun að borga fyrir bensín á tvo tanka, ætli þeir að fylla bílinn á nýjan leik eftir að dælubíllinn hefur lokið sér af. Sigurður segir að svona til- fellum hafi fækkað í kreppunni. Dýrt að Dæla vitlaust Fjárvit ehf. vill auka fjármálalæsi yngra fólks. Fyrsta heimsókn er ókeypis: Bjóða ráðGjöF í Fjármálum „Yfirlýst stefna okkar er að auka fjármálalæsi yngri einstaklinga á Íslandi,“ segir Örvar Jens Arnars- son, viðskiptafræðingur og einn stofnenda Fjárvits ehf. Fyrirtækið var stofnað nú í haust en stofnend- ur þess bjóða einstaklingum upp á ráðgjafarþjónustu í fjármálum. Þeir hófu undirbúninginn undir lok sumarsins, áður en fjármála- kreppan skall á með fullum þunga. „Með tilkomu þessara miklu breyt- inga sem urðu á samfélaginu nú í haust fundum við að þörfin var enn brýnni en áður. Við höfum verið í sambandi við fjölmarga opinbera aðila og fjármálastofnanir sem hafa tekið okkur opnum örmum,“ segir Örvar. Markhópur Fjárvits er ungt fólk en Örvari finnst fræðslu um fjár- mál í grunn- og menntaskólum verulega ábótavant. „Eina fræðslan sem ungt fólk fær er helst á vegum bankanna sjálfra,“ segir hann og bætir við að hann hafi sjálfur rek- ið sig á hindranir í fjármálum þeg- ar hann var yngri. Honum hafi ein- faldlega verið rétt kreditkort og fyrr en varði hafi öll sumarhýran farið í að greiða af kortinu. Fyrsta viðtalið hjá Fjárviti er ókeypis. „Í fyrstu heimsókn för- um við yfir fjármál viðkomandi og fáum að kynnast því hverju við- skiptavinurinn ætlast til af okkur. Við setjum fjármálin upp og fáum umboð til þess að afla allra gagn hjá lánastofnunum. Eftir það hittumst við aftur og leggjum til ákveðnar sparnaðarleiðir. Það er sú þjónusta sem við rukkum fyrir 8.900 krónur,“ segir Örvar en bendir á að fólk geti metið það eftir fyrsta fund hvort það vilji kaupa þjónustuna. Hann segir að þeir hafi fengið mjög góðar viðtökur. „Mörgum höf- um við hjálpað mjög mikið, sam- ið við bankana og aðra mögulega kröfuhafa. Við erum í góðu sam- bandi við Íbúðalánasjóð, bankana og önnur fjármálafyrirtæki,“ segir hann að lokum en Fjárvit er til húsa í Skeifunni 7. baldur@dv.is Tryggið ykkur sæti Veitingahúsin eru nú í óða önn að taka niður pantanir vegna jólahlaðborða. Hafið í huga að plássin eru fljót að fyllast og nauðsynlegt að tryggja sér sæti í tíma. Rétt eins og smákökubakst- urinn er jólahlaðborð ómissandi liður í aðdraganda jólanna. Gerið verðsamanburð, leitið tilboða ef þið eruð mörg og skoðið hvað er í boði. Ekki stökkva á fyrsta kost. Við mælum með ... ... heimabakstri. Það er fátt nota- legra í aðdraganda jólanna en að hittast heima hjá einhverjum í vinahópnum og baka saman. Hver getur lagt til eina eða tvær uppskriftir og komið með hrá- efni í stóra uppskrift. Setjið ljúfa tónlist á fóninn og hafið heitt á könnunni. Úr verður eftirminni- leg kvöldstund auk þess sem þú ferð heim með fjölmargar fram- andi og bragðgóðar smáköku- sortir. „Alla jafna fáum við á bilinu 8 til 10 útköll á viku þar sem fólk hefur dælt röngu eldsneyti á bílana sína. Í 99 af 100 skiptum hefur það sett bensín á bíl sem er með dísilvél. Stútarnir á dísilbíla eru sverari en á bensíninu og það er því nánast ómögulegt að setja dísilolíu á bensínbíl,“ segir Sig- urður Ingvar Steinþórsson, verkefna- stjóri Olíudreifingar hf. Fyrirtækið, sem er í eigu Olíu- félags Íslands og N1, hefur á sínum snærum dælubíl og áhöfn sem sér- hæfir sig í því að dæla „röngu“ elds- neyti af bílum. Slík þjónusta kostar berstrípuð 14.400 krónur. Endurvinna olíuna Sigurður segir að fyrirtækið hafi lítið sem ekkert upp úr þessari þjón- ustu. Þó áhöfnin sé þrautþjálfuð og fljót að dæla af bílunum, sé þar með ekki öll sagan sögð. Eftir það þurfi þeir að fara með olíuna í endur- vinnslu þar sem hún er endurunn- in að hluta. Það sem eftir stendur er sent til frekari vinnslu út fyrir land- steinana. Sigurður varar fólk við að reyna sjálft að dæla af bílum sínum, þetta sé ekki eins auðvelt og það kann að virðast þegar menn með mikla reynslu og góðan útbúnað dæli af bílunum. Dýrt að dæla vitlaust Sigurður bendir einnig á að kostnaður þeirra sem dæla röngu eldsneyti á bíla sína geti verið mun meiri en sem nemur þeir upphæð sem Olíudreifing tekur fyrir viðvikið. „Stundum er búið að fylla 50 eða 70 lítra dísiltank með bensíni. Það kost- ar auðvitað töluvert. Að dælingu lok- inni þarf viðskiptavinurinn auðvitað að fylla tankinn á nýjan leik og borga fyrir báðar áfyllingar. Það getur þess vegna verið há upphæðin sem fólk borgar fyrir mistökin, hún get- ur hlaupið á tugum þúsunda,“ seg- ir hann og brýnir fyrir fólki að hafa hugann við það sem það er að gera. „Í níu af hverjum tíu tilvikum er fólk að tala í símann þegar þetta gerist,“ segir hann. Minna stress en áður Að mati Sigurðar hefur tilfellum sem þessum fækkað nokkuð upp á síðkastið. Hann segir að fólk sé ekki að flýta sér jafn mikið og áður. „Ég er auðvitað mikið á flakki inni á bens- ínstöðvunum og ég hef tekið eftir breytingu. Ég gekk inn eina verslun- ina um daginn og veitti því athygli að enginn af þeim fimm kúnnum sem voru að versla var að tala í sím- ann,“ segir hann og bendir á að það hafi verið fátítt fyrir fáeinum mánuð- um. Fólk sé nú meðvitaðra og meira vakandi fyrir því sem það er að gera hverju sinni. Sigurður segir að þrátt fyrir að ekki sé hægt að koma stútnum af olíudælu ofan í gatið á bensíntanki hafi þó komið fyrir að fólk hafi dælt dísilolíu á bensínbíl. „Fyrir hálfu öðru ári heyrði ég af konu sem fór inn á stöð og fékk lánaða trekt til að bjarga sér,“ segir hann léttur í bragði en bætir við að slíkt heyri auðvitað til undantekninga. Vélin gæti skemmst Sumir hafa þann leiða sið að láta bíla sína ganga þegar þeir dæla elds- neyti á bílinn. Sigurður segir að ef bílar séu gangsettir með rangt elds- neyti innanborðs geti það verið afar kostnaðarsamt. Stundum þurfi að hreinsa síur og dælur sem getur ver- ið dýrt. „Á sumum nýjum bílum eru skilaboð frá framleiðendum þar sem fullyrt er að vélin geti jafnvel eyði- lagst ef dælt er vitlaust. Nýrri bílar eru vissulega viðkvæmari fyrir röngu eldsneyti en ég man ekki eftir því að vél hafi skemmst þau 12 ár sem við höfum gert þetta,“ segir hann og bætir við: „Einhverjir hafa haldið því fram og olíufélögin hafa í fáein skipti borgað eitthvað smáræði til að koma í veg fyrir meira umstang.“ Sigurður segir að ástæðan fyrir þessum fjölda tilfella sé sú að áður hafi nánast eingöngu stórir bílar og vinnuvélar verið með dísilvélar en nú séu dísilvélar orðnar mjög algengar í fólksbílum. Í dag sé engin sjáanlegur munur á dísil- og bensínbílum. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Dælubíllinn sem notaður er til að dæla eldsneyti upp úr tönkum Á myndinni er Þorvaldur eiríksson en hann er einn þeirra sem sinnir útköllum. Fjárvit ehf. stofnendur og starfsmenn fyrirtækisins. n lastið fær skyndibita- staðurinn Quiznos í olís í norðlingaholti fyrir subbulegan stað og afar ógirnilegan mat. Kona pantaði sér hunangssinneps kjúklingasalat. Þegar salatið kom á borðið var það á hvítum diski og svo ógirnilegt að konunni ofbauð. skammturinn var lítill og sósu var sullað yfir allt saman. allt í kring voru sóðaleg óþrifin borð. sama kona lofaði Quiznos-staðinn í Holtagörðum fyrir vel útilátið og girnilegt kjúklingasalat. Þrátt fyrir að vera take-away staður var salatið vel gert og skammtur- inn drjúgur. Kjúklingur, ferskir sveppir og ostur var grillaður og settur ofan á kál og tómata. sósa fylgdi svo með í boxi. máltíð sem var ljúffeng, leit vel út og var peninganna virði. „Í níu af hverj- um tíu tilvik- um er fólk að tala í símann þegar þetta gerist.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.