Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2008, Qupperneq 29
fimmtudagur 6. nóvember 2008 29Fréttir
Verðandi forseti Bandaríkjanna, Bar-
ack Obama, getur vænst harkalegrar
stefnu frá rússneskum starfsbróður
sínum, Dmitry Medvedev.
Í sínu fyrsta ávarpi til rússnesku
þjóðarinnar, síðan hann tók við for-
setaembættinu af Vladimír Pútín, hót-
aði Medvedev að sett yrði upp Iskand-
er-eldflaugakerfi í Kalíningrad, sem
liggur við Eystrasaltið, á milli tveggja
Natóþjóða, Litháens og Póllands.
Hlutverk flugskeytanna væri að mynda
mótvægi við það eldflaugavarnakerfi
sem Bandaríkjamenn hyggjast setja
upp í Póllandi og Tékklandi.
Að sögn Medvedevs yrði eldflauga-
varnarveggur Bandaríkjanna í Pól-
landi og Tékklandi bein ógn við ör-
yggi Rússlands og hefur hann meðal
annars fallið frá hugmyndum um að
leggja niður herdeildir á skotpallaher-
stöðvum. Rússar virðast gefa lítið fyr-
ir útskýringar Bandaríkamanna um að
fyrirhuguð eldflaugakerfi í Póllandi og
Tékklandi séu hugsuð sem vörn gegn
„óútreiknanlegum“ þjóðum á borð við
Íran og Norður-Kóreu.
Í ávarpi sínu í gær gagnrýndi Med-
vedev Bandaríkin einnig fyrir að hafa
átt afgerandi þátt í því stutta stríði sem
geisaði á milli Rússa og Georgíumanna
í ágústmánuði, og segir ábyrgðina
liggja hjá „sjálfsbirgingslegri“ banda-
rískri ríkisstjórn. Medvedev sagði að
Rússar myndu aldrei gefa eftir á Kák-
asussvæðinu. Dmitry Medvedev sagði
einnig að Bandaríkin bæru ábyrgð
á efnahagskreppunni, en að Rússar
myndu standast þá raun.
Margir telja að hlutverk Medved-
evs sé aðeins að vera staðgengill fyr-
ir Pútín, þar til Pútín getur sest aftur í
forsetastól. Medvedev hefur tjáð rúss-
neskum þingmönnum að hann vilji
lengja kjörtímabil forseta landsins úr
fjórum árum í sex ár.
Ljóst er að verðandi forseti Bandaríkjanna tekur ekki við góðu búi:
rússlandsforseti hótar bandaríkjunum
„Ef enn fyrirfinnst einhver, sem efast
um að Bandaríkin séu staður þar sem
allt er mögulegt, sem enn veltir fyrir
sér hvort draumur stofnenda okkar
sé enn á lífi, sem enn ber brigður á
styrk lýðræðis okkar, þá er kvöldið í
kvöld svarið.
Það er svar ungra og aldinna, ríkra
og fátækra, demókrata og repúblik-
ana, þeldökkra, hvítra, spænskætt-
aðra, asískra, frumbyggja, samkyn-
hneigðra, gagnkynhneigðra, fatlaðra
og ófatlaðra, Bandaríkjamanna sem
hafa sent umheiminum þau skilaboð
að við höfum aldrei verið eingöngu
samsafn einstaklinga eða safn rauðra
og blárra ríkja.
Við erum, og munum ávallt vera,
Bandaríki Norður-Ameríku.
McCain öldungadeildarþingmað-
ur barðist lengi og vel í þessum slag.
Og hann hefur barist lengur og bet-
ur fyrir þjóðina sem hann elskar.
Fórn hans fyrir Bandaríkin er meiri
en flest okkar geta ímyndað sér. Sak-
ir þjónustu þessa hugrakka og ósér-
hlífna leiðtoga erum við betur sett.
Ég óska honum til hamingju; ég óska
Palin ríkisstjóra til hamingju vegna
þess sem þau hafa áorkað. Og ég
hlakka til að starfa með þeim á kom-
andi mánuðum að því að endurnýja
fyrirheit þessarar þjóðar.
Barátta okkar hófst ekki í sölum
Washingtonborgar. Hún hófst í bak-
görðum Des Moines og stofum í Con-
cord og á veröndum í Charleston.
Hún byggðist á vinnandi körlum
og konum sem gáfu af takmörkuðu
sparifé sínu til málstaðarins, 5 og 10
og 20 [dollara].
Hún fékk styrk frá ungu fólki sem
hafnaði goðsögninni um áhugaleysi
kynslóðar sinnar, og yfirgaf heimili
sitt og fjölskyldu vegna verkefna sem
buðu upp á lág laun og lítinn svefn.
Hún fékk styrk frá ekki svo ungu
fólki sem bauð birginn brunagaddi og
brennandi hita, við að banka á hurð-
ir hjá ókunnugu fólki, og frá milljón-
um Bandaríkjamanna sem buðu sig
fram og skipulögðu og færðu sönnur
á að eftir tvær aldir var enn að finna
ríkisstjórn fólksins, skipaða af fólki
og fyrir fólkið.
Sigurinn er ykkar.
Og mér er vel kunnugt að tilgang-
urinn var ekki eingöngu að vinna
kosningarnar. Og ég veit að þið gerð-
uð þetta ekki fyrir mig.
Þið gerðuð þetta því þið skiljið
umfang þess verkefnis sem framund-
an er. Því þrátt fyrir að við fögnum í
kvöld vitum við að áskoranir morg-
undagsins er þær stærstu á okkar
tímum – tvö stríð, pláneta í háska,
versta efnahagskreppa aldarinnar.
Framundan er löng leið. Það er á
brattann að sækja. Við náum kannski
ekki á áfangastað á einu ári, jafnvel
ekki einu kjörtímabili. En, Banda-
ríkjamenn, ég hef aldrei verið eins
bjartsýnn og í kvöld á að við kom-
umst þangað.
Ég lofa ykkur, við sem þjóð kom-
umst þangað.
Það verða hindranir og mistök.
Margir munu ekki vera samþykkir
öllum ákvörðunum sem ég tek sem
forseti. Og við vitum að ríkisstjórn-
in getur ekki leyst öll vandamál. En
ég verð ávallt ærlegur gagnvart ykk-
ur hvað varðar þær áskoranir sem við
stöndum frammi fyrir. Ég mun hlusta
á ykkur, sérstaklega þegar okkur
greinir á. Og, umfram allt, mun ég
biðja ykkur að sameinast í því verki
að endurbyggja þjóðina, á þann eina
máta sem það hefur verið gert í 221
ár – með einum klossa í einu, einum
múrsteini í einu, handlönguðum af
sigggrónum höndum.
Í þessu landi stöndum við eða
föllum sem þjóð, sem einn. Föllum
ekki í þá freistni að hverfa til gamalla
flokkadrátta og smámunasemi og
vanþroska sem litað hafa stjórnmál
okkar í langan tíma.
Gleymum ekki að það var maður
úr þessu fylki sem fyrstur manna bar
fána Repúblikanaflokksins í Hvíta
húsið, flokks sem byggður er á gild-
um sjálfstrausts og frelsi einstakl-
ingsins og einingu þjóðarinnar.
Öll deilum við þessum gildum.
Og þrátt fyrir að Demókrataflokkur-
inn hafi unnið frækinn sigur í kvöld,
þá gerum við það með auðmýkt og
ákveðni í að brúa það bil sem haml-
að hefur árangri okkar.
Eins og Lincoln sagði við þjóð sem
var mun sundraðri en við, við erum
ekki óvinir heldur vinir. Þó þær séu
teygðar vegna ástríðna mega taugar
kærleiksþels okkar ekki rofna.“
„Sigurinn er ykkar“
Í gærkvöldi lýsti Barack Obama því yfir að „breytingar væru komnar til Bandaríkjanna“, þegar ljóst var hver
yrðu úrslit óvenjulegustu kosninga Bandaríkjanna og að hann yrði fyrsti þeldökki forseti þjóðarinnar.
Um tvö hundruð þúsund manns höfðu
safnast saman í, og við, Grant-garðinn
í Chicago, heimaborg Baracks Obama,
og allt ætlaði um koll að keyra í fagn-
aðarlátunum þegar ljóst var að hann
fengi það verkefni að binda endi á
tímabil Bush í Hvíta húsinu.
Á miðnætti á staðartíma steig hinn
fjörutíu og sjö ára öldungadeildar-
þingmaður frá Illinois, sonur ken-
ísks föður og móður frá Kansas, á svið
ásamt eiginkonu sinni, Michelle, og
dætrum þeirra, Maliu og Söshu, und-
ir taktföstu klappi og lofaði heiminum
að „dögun nýrrar bandarískrar forystu
væri runnin upp“.
Kynþáttamúrarnir féllu Stuðnings-
menn Obama brustu í grát þegar þeir
heyrðu fyrstu spár um að þeldökkur
maður væri fast að því búinn að tryggja
sér forsetastólinn.
Fögnuður í Frakklandi Það
var víðar en í bandaríkjunum
sem sigri Obama var fagnað.
tilfinningarnar leyna sér ekki
hjá þessari konu í París.
Sorgartár á hvarmi Þau voru ekki öll
gleðitár, tárin sem vættu hvarma þegar
úrslit kosninganna lágu ljós fyrir. Hér
tárast stuðningskona Johns mcCain
þegar hann viðurkennir ósigur sinn.
Tilfinningaþrunginn léttir
eftir tuttugu og eins mánaðar óvissu
eru málalyktir ljósar og sumir varpa
öndinni léttar en aðrir ekki.
John McCain játar sig sigraðan
Það er mat margra að ræða mcCains,
þegar hann viðurkenndi ósigur sinn
og óskaði barack Obama til
hamingju, hafi verið ein sú besta
sem hann hefur flutt á meðan
kosningaslagurinn stóð yfir.
Í Washington DC barack Obama
hefur brotið blað í sögu bandaríkj-
anna. Hér fagna stuðningsmenn
hans í Washington úrslitum sem
víða um heim voru álitin óhugsandi.