Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Síða 11
áður en hann hafði fengið tækifæri
til að bera spurningar sínar upp við
blaðakonuna. „Ég er hætt að tala við
ykkur og það er mjög langt síðan...
Þið getuð alveg sparað ykkur símtöl-
in, eruð þið ekki í svo miklum efna-
hagsörðugleikum. Þakka þér fyrir að
hringja,“ sagði Agnes áður en hún
skellti á. Agnes gaf því ekki færi á því
að erindi símtalsins yrði borið undir
hana að þessu sinni.
Óheppilegt
Birgir Guðmundsson, fjölmiðla-
fræðingur við Háskólann á Akur-
eyri, segist ekki þekkja sérstak-
lega til þessa máls Agnesar
og að hann geti því ekki
tjáð sig um það en að al-
mennt séð séu boðs-
ferðir til blaðamanna
óheppilegar. „Ég þekki
ekki til þessa máls en
hins vegar kemur það
mér á óvart ef Agn-
es Bragadóttir
er að þiggja
slíkar boðs-
ferðir. Mér
finnst það
vera mjög
óheppi-
legt al-
mennt
séð að blaðamenn séu að þiggja
svona ferðir því æ sér gjöf til gjalda
og þetta er sérstaklega óheppilegt
þegar viðkomandi blaðamenn
eru að fjalla um þá sem gefa
ferðina. Ég vil í því samhengi
benda á að það hefur verið
bannað á Morgunblaðinu
að þiggja slíkar boðsferðir
og það hafa verið í gildi regl-
ur á blaðinu sem takmarka
mjög þær persónulegu gjafir
sem blaðamenn geta þegið,“
segir Birgir en afar
líklegt verður að
teljast að boð um
einkaþotuflug-
ið hafi ekki komið
í gegnum ritstjórn
Morgunblaðsins
heldur hafi boðið byggst
á persónulegum
tengslum Agnesar
við Jón Ásgeir.
FRÉTTIR 26. mars 2010 FÖSTUDAGUR 11
AGNES Í ÞOTU JÓNS ÁSGEIRS
Mér finnst það vera mjög óheppilegt al-
mennt séð að blaðamenn
séu að þiggja svona ferðir
því æ sér gjöf til gjalda ...
Agnes Bragadóttir
neitar að tjá sig við DV.
Jón Ásgeir Jóhannesson
Bauð Agnesi tvisvar í flug.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi
á fimmtudag 23 ára laganema við
Háskóla Íslands í átta mánaða fang-
elsi og þar af fimm mánuði skilorðs-
bundna, fyrir hættulega líkamsár-
ás á skemmtistaðnum Apótekinu í
Reykjavík. Fórnarlambið hlaut mikla
áverka.
Árásin átti sér stað aðfaranótt 14.
febrúar árið 2009 á skemmtistaðnum
Apótekinu. Var fórnarlambið slegið
í höfuðið og sparkað ítrekað í höfuð
þess þar sem maðurinn lá í jörðinni.
Málsatvik voru þau að fórnarlamb-
ið kom inn á skemmtistaðinn ásamt
barnsmóður árásarmannsins. Ásak-
aði árásarmaðurinn fórnarlamb-
ið um að hafa sofið hjá barnsmóð-
ur sinni og réðst í kjölfarið á hann.
Í skýrslutöku hjá lögreglunni sagði
barnsmóðirin að hann hefði ítrekað
ráðist að sér og hefði haft í hótunum
við sig ef hún myndi skýra frá máls-
atvikum.
Fórnarlambið hlaut brot í nef-
rót sem lá gegnum botninn á vinstri
augnróft, brot á hægra kinnbeini,
brot á kinnbeinsboga vinstra megin,
bólgu á kinnbeini og nefi og sár yfir
nefbeini. Auk þess brotnuðu tennur
mannsins og sprungu. Auk þess að
vera dæmdur í 8 mánaða fangelsi var
árásarmanninum gert að greiða fórn-
arlambinu rúmlega ellefu hundruð
þúsund krónur í skaðabætur.
23 ára laganemi dæmdur í átta mánaða fangelsi:
Lúbarinn á Apótekinu
Fólskuleg árás Laganemi var dæmur
fyrir fólskulega árás. Fórnarlambið
kinnbeins- og nefbrotnaði við högg og
spörk árásarmannsins.
OXYTARM
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
DETOX
30days&
Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is.
Losnið við hættulega kviðfitu og
komið maganum í lag með því að
nota náttúrulyfin Oxytarm og
30 days saman -120 töflu skammtur -
40
ára
Vörur á verði fyrir þig
Íslenskar myndir á góðu verði
Kringlunni - Sími: 568 9955
FRÁBÆ
RAR
FERMI
NGAR
GJAFIR
Rúmföt - mikið úrval -100% bómull
Tilboðsverð frá kr. 3.990.-
www.tk.is
www.ungbarnasundsnorra.is
Ár 2010
20 ára
Ísland