Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 26. mars 2010 FRÉTTIR
Þorsteinn BA, sem útgerðarfyr-
irtækið Perlufiskur á Patreksfirði
leigir, verður sviptur veiðiréttind-
um í 12 vikur á mánudaginn fyr-
ir löndun níu tonna, mestmegn-
is steinbíts, framhjá vigt. Selma
Dröfn BA, sem Perlufiskur gerir
sjálft út, var í janúar svipt veiðileyfi
fyrir löndun framhjá vigt, rúmu
einu tonni af blönduðum afla,
mest steinbít. Bæði brotin áttu sér
stað síðastliðið sumar. Síðastlið-
in tvö ár hefur Perlufiskur fengið
úthlutað byggðakvóta til vinnslu í
frystihúsinu á Bíldudal.
Bæði framkvæmdavald
og dómsvald
Albert Már Eggertsson, eigandi
Perlufisks ehf., vildi ekki ræða
þetta mál þegar DV náði af honum
tali, en benti á Harald Haraldsson,
skipstjóra á Selmu Dröfn. Harald-
ur neitar því að landað hafi verið
framhjá vigt í hvorugu tilfellinu.
„Það vill nú þannig til að Fiskistofa
reynist bæði vera framkvæmda-
valdið og dómsvaldið. Það er búið
að kæra þennan úrskurð Selmu
Drafnar til sjávarútvegsráðuneyt-
isins og ráðuneytið er ekki enn
búið að svara þrátt fyrir að þeir eigi
að svara innan þriggja vikna – það
er kominn einn og hálfur mánuð-
ur síðan bréfið var sent.“
Haraldur segir að búið sé að
kæra veiðileyfissviptinguna á Þor-
steini BA til Fiskistofu. „Ef Fiski-
stofa tekur ekki þau rök gild sem
gefa skýringar á hlutunum verð-
ur þetta kært til sjávarútvegsráðu-
neytisins. Þá fer það bara eftir
svari ráðuneytisins í hvaða farveg
þetta fer.“
Vilja 148 tonn
Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur
óskað eftir því við sjávarútvegsráð-
herra að 148 tonna byggðakvóta
verði ráðstafað til vinnslu hjá
Perlufiski ehf. á Bíldudal. Ragnar
Jörundsson, bæjarstjóri Vestur-
byggðar, hafði ekki heyrt af löndun
báta Perlufisks framhjá vigt. „Mér
finnst full ástæða til þess að end-
urskoða þessa úthlutun ef þetta
er raunin. Eins og ég segi kem ég
alveg af fjöllum með þetta,“ sagði
Ragnar en hann er í fríi á Kanarí-
eyjum.
Úlfar B. Thoroddsen, for-
seti bæjarstjórnar Vesturbyggð-
ar, sagðist ekkert vita um málið.
„Bæði mun ég fá upplýsingar frá
Fiskistofu um hvað málið snýst og
hins vegar leggja það fyrir þá sem
hafa fengið aflaheimildirnar. Hins
vegar er málið það að Perlufiskur
er sá aðili sem er með fiskvinnsl-
una á Bíldudal og því verður ekk-
ert snúið við og sett í hendurnar á
einhverjum öðrum. Sé þetta svona
eins og þú ert að lýsa því er það
bara klemma sem við verðum ein-
hvern veginn að leysa.“
Skapar mikla vinnu
Aðspurður hvort það komi
til greina að svipta fyrirtækið
byggðakvótanum segir hann nýj-
an flöt kominn upp. „Það þýðir
að ef þeir hætta erum við að fella
niður atvinnu á Bíldudal. Ég get
ekki svarað þessu fyrr en ég er bú-
inn að skoða málið og horfa á all-
ar hliðar þess og sjá hvaða mögu-
leika við eigum í stöðunni. En því
miður, ef þetta er rétt sem þú ert
að segja mér, er það afar slæmt,“
segir Úlfar.
Að sögn Úlfars var gerð-
ur samningur við Perlufisk fyr-
ir þremur árum um vinnslu á
byggðakvóta á Bíldudal sem hann
segir að hafi gengið vel. „Bílddæl-
ingar eru ánægðir og þetta fyrir-
tæki hefur skapað nóga vinnu og
jafnvel meiri vinnu en leit út fyrir
í upphafi. Það voru því allir mjög
ánægðir að hafa fengið þessa dug-
andi stráka í þetta. Bestu mönn-
um getur nú orðið á og fái menn
sinn dóm hljóta menn að eiga aft-
urkvæmt. Þótt ég yrði tekinn full-
ur undir stýri og dæmdur fengi ég
ökuleyfið aftur eftir eitt ár.“
Á sama tíma og bæjarstjórn Vesturbyggðar vill að sjávarútvegsfyrirtækið Perlufiskur fái byggðakvóta
upp á 148 tonn er bátur sem fyrirtækið leigir að missa veiðileyfið vegna ólöglegrar framhjálöndunar.
Annar bátur sem fyrirtækið gerir út missti veiðileyfið í þrjár vikur í janúar vegna ólöglegrar framhjá-
löndunar. Hvorki bæjarstjóri né forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar vissu af veiðileyfissviptingunum.
FÁI BYGGÐAKVÓTA
ÞRÁTT FYRIR SVINDL
JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON
blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is
Bæjarstjórinn Vissi ekki um veiðileyf-
issviptinguna. Vill endurskoða úthutun
byggðakvótans.
Bíldudalur Perlufiskur ehf.
rekur fiskvinnslu á staðnum.
Mér finnst full ástæða til þess að endurskoða þessa
úthlutun ef þetta er raunin.
Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanni
Samfylkingar og varaformanni sjáv-
arútvegsnefndar Alþingis, líst illa á að
oddviti Tálknafjarðarhrepps, Eyrún I.
Sigfúsdóttir, leigi út byggðakvóta með
báti sínum. Hún telur það fullkom-
lega óeðlilegt og segir þetta enn eina
brotalömina í kvótakerfinu íslenska.
Eyrún, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, hefur síðustu ár leigt út bát
sinn og kvóta, þar á meðal byggða-
kvóta sem báturinn Sæli UU-333
hefur fengið úthlutað. Hún segir út-
leiguna tilkomna af illri nauðsyn og
leggur áherslu á að kvótinn helst með
þessu innan byggðarlagsins. Þá hafn-
ar hún því að hún sé að hagnast á út-
leigunni því með henni nái hún að-
eins að mæta afborgunum.
Ólínu finnst skrítið að byggðakvóta
sé úthlutað til útgerðarmanna, sem
augljóslega ætli ekki að veiða hann
sjálfir. Hún telur að auka þurfi eftir-
lit með úthlutun og veiðum byggða-
kvóta. „Að byggðakvóta sé úthlutað til
útgerðarmanna, sem augljóslega ætla
ekki að veiða hann heldur hagnast á
því að leigja hann út, er mjög óeðli-
legt. Ég furða mig á því hvers vegna
svo sé og velti fyrir mér eftirlitinu með
þessu. Þetta er fullkomlega óeðlilegt,“
segir Ólína.
„Þetta er ein af þeim brotalömum
í kvótakerfinu sem byggist á því að út-
gerðarmenn maka krókinn á því að
leigja öðrum útgerðarmönnum. Þetta
er leiguliðakerfi
Það gerir það kannski skárra að í
þessu tilviki er kvótanum haldið inn-
an byggðarlagsins en mér finnst hún
eigi ekki að fá úthlutað ef hún veiðir
ekki sjálf.“ trausti@dv.is
Ólína Þorvarðardóttir er óánægð með að útgerðarmenn ákveði að leigja út byggðakvóta:
„Þetta er fullkomlega óeðlilegt“
Maka krókinn Ólína segir
kvótakerfið vera leiguliðakerfi
þar sem útgerðarmenn hagnast
á því að leigja út kvóta.