Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Qupperneq 27
inn kjarnann í leikhópnum. Gísli Örn Garðarsson leikur Júníor en Rubert er leikinn af þýska leikaranum Daniel Brühl sem margir kannast við úr nýj- ustu mynd Quentins Tarantino, Ing- lourious Basterds. Hans aðkomu að myndinni má rekja til þess að Nína Dögg Filippusdóttir, sem einnig leik- ur í Kóngavegi, kynntist Brühl á kvik- myndahátíðinni í Berlín fyrir nokkr- um árum þar sem þau voru saman í prógrammi sem nefnist Shooting Star. Síðan þá hefur alltaf verið stefnan hjá þeim að vinna saman að einhverju verkefni. Valdís fer fögrum orðum um alla þá sem komu að gerð myndarinn- ar og segir aðspurð ekkert hafa verið öðruvísi að vinna með Brühl en öðr- um. „Það var nákvæmlega eins og með hinum leikurunum. Þetta er allt ljúfasta fólk og yndislegt að vinna með þeim, öllum saman.“ Árið 2006 urðu ákveðin tímamót á ferli Valdísar innan kvikmyndaheims- ins en fram að því hafði hún fyrst og fremst starfað sem klippari. Hún var komin með nóg af þeirri vinnu en af- rekaskrá Valdísar á því sviði var glæst – þar er meðal annars að finna mynd- irnar Festen, Mifunes sidste sang, Finding Forrester og Eternal Sun shine of the Spotless Mind en fyrir þá síðast- nefndu fékk Valdís BAFTA-verðlaunin. „Ég var búin að fá nóg. Mér fannst ég vera að nota tímann minn illa í von- lausar myndir og það var ekkert gam- an lengur. Það verður hins vegar alltaf að vera gaman í vinnunni og ég ákvað því að hætta. En þar sem ég kann lít- ið annað en kvikmyndagerð, og af því að ég átti hugmyndina að Sveitabrúð- kaupi í tölvunni, lagði ég af stað með að athuga hvort ekki væri hægt að gera eitthvað úr henni. Og það gekk upp. Í rauninni fór ég af stað með Sveita- brúðkaup bæði af því að ég kann ekk- ert annað, og vegna þess að mig lang- aði að vera úti, innan um skemmtilegt fólk, að gera eitthvað nýtt sem ég hafði ekki prófað áður. Það er ekkert eins leiðinlegt og sjálfseyðandi og að staðna.“ Sveitabrúðkaup var frumsýnd sumarið 2008 og hlaut almennt mjög góðar viðtökur bæði gagnrýnenda og áhorfenda. Og nú, um einu og hálfu ári seinna, frumsýnir Valdís sína aðra mynd. „Ég er vinnualki,“ segir hún þeg- ar blaðamaður spyr hvort þetta kallist ekki góð afköst á kvikmyndasviðinu. „Ég kann ekki að gera ekki neitt. Sem er náttúrlega galli í persónugerðinni.“ Í ljósi þess hversu vel Valdísi hefur líkað að vinna með Vesturportshópn- um má líklega ætla að framhald verði á samstarfinu, eða hvað? „Við skulum vona það og við skulum vona að það sé ekki endan- lega búið að ganga frá íslenskri kvik- myndagerð þannig að ekki verði hægt að vinna neitt á næstunni. En lífið er allavega fullt af hugmyndum.“ Hvað kvikmyndahátíðarrúnt með Kóngaveginn varðar er ekki búið að negla neitt niður með það. „Við erum að frumsýna á morgun [föstudag] og því er maður ekki að farinn að velta því fyrir sér strax. Allt hefur sinn tíma.“ kristjanh@dv.is ... The Lovely Bones Draumkennt yfirbragð í ágætri mynd. ... leikritinu Gauragangi Guðjón Davíð Karlsson á stjörnuleik í fínu verki. ... bókinni Það sem ég sá og hvernig ég laug Einlæg, hreinskilin, áhugaverð, spennandi og hugljúf. ... Legion Satanískt vond mynd. FÓKUS 26. mars 2010 FÖSTUDAGUR 27 FÖSTUDAGUR n Friðrik Ómar er Presley Tónleikar Friðriks Ómars Hjörleifssonar þar sem hann syngur öll bestu lög Elvis hafa heldur betur slegið í gegn. Þeir halda áfram á föstudagskvöldið í Salnum í Kópavogi en fleiri tónleikar eru yfir helgina. Á föstudaginn hefjast herleg- heitin klukkan 20.00 en hægt er að finna upplýsingar um miða á midi.is. n Trommur og bassi á Jacobsen Það verður alvöru DrumNbase-session á klúbbnum Jacobsen á föstudagskvöldið. Þar getur fólk heldur betur hrist á sér rassinn undir dyggri leiðsöng plötusnúð- anna Sindra BM, Árna Skengs og Sigga B. Partí allt kvöldið. n Austur-Vestur á Spot Austrið og vestrið mætast á brjáluðu balli á Spot, Kópavogi, föstudaginn 26. mars. Hljómsveitirnar Mono og Matti & Draugabanarnir slá saman í heljarinnar gleðiveislu með samfelldu margra klukkustunda balli. LAUGARDAGUR n Fjölskyldupakki í Höllinni Fjölskylduskemmtun Latabæjar verður á laugardaginn en þá verður Laugar- dalshöllin full af gleði. Allir sem kaupa miða fá ókeypis í Laugardalslaugina og Skautahöllina alla helgina og fá auk þess 2 fyrir 1 í Húsdýragarðinn. Hátíðin hefst klukkan 15.00 og má finna upplýsingar á midi.is. 3.900 kr kostar inn. n Kristján á ferðinni Kristján Jóhannsson heldur nú út á land með frábæra tónleika sína. Hann syngur meðal annars í Keflavík, Akureyri og á Ísafirði. Á laugardaginn verður stórsöngvarinn í Keflavík, nánar tiltekið í Hljómahöllinni. 5.700 krónur kostar inn en tónleikarnir hefjast klukkan 17.00. n Söngleikjalög með Margréti Margrét Eir verður með tónleika í Hafnar- fjarðarleikhúsinu á laugardaginn klukkan 20.00. Það kostar 2.000 krónur inn en hún mun syngja lög úr söngleikjum á boð við Les Misarables, Ragtime, The Life og Jesus Christ Superstar. n Dikta á NASA Vinsælasta hljómsveit landsins, Dikta, verður með tónleika á NASA um helgina en þessir Garðbæingar hafa tröllriðið öllu undanfarið og verða vinsælli með hverri mínútunni. Tónleikarnir hefjast klukkan 23:00 og ekki kostar nema 1.500 krónur inn. Ekki láta þessa mögnuðu sveit fram hjá þér fara. Hvað er að GERAST? ... The Blind Side Mynd sem lætur þér líða vel. ... tölvuleiknum God of War 3 Vel gert, vel unnið. Bravó! „Þetta er bara fyrst og fremst partí- plata. Feit bít og feitir textar,“ seg- ir rapparinn Diddi Fel sem var að senda frá sér plötuna Hesthús- ið. Diddi er meðlimur í hinni goð- sagnakenndu íslensku rappsveit For- gotten Lores en Hesthúsið er hans fyrsta sólóplata. „Upprunalega var hugmyndin að gera hálfgert spúff af Doggystyle með Snoop Dogg. Nema í stað hunda voru það hestar,“ segir Diddi um plötuna en hún heitir eft- ir stúdíóinu sem hún er tekin upp í. Það er ár síðan Diddi kláraði plöt- una en það tók sinn tíma að koma henni út. „Maður er að gera þetta allt einn þannig að þetta tók sinn tíma. Að mastera og mixa alla plöt- una, redda plötuumslaginu og gera í raun bara allt sem þarf að gera.“ Diddi hefur þegar sent frá sér mynd- band við lagið Sjúkur sem er að finna á plötunni. Myndbandið hefur vak- ið mikla lukku á myndbandavefnum youtube.com en þar bregður meðal annars fyrir grínistanum Steinda Jr. Diddi hefur verið lengi í íslensku rappsenunni en ferillinn byrjaði 1998 með Árbæjarsveitinni Bounce Brothers sem rappaði þá á ensku. Árið 2001 var svo hljómsveitin For- gotten Lores stofnuð. Á Hesthús- inu er að finna marga af færustu röppurum og taktsmiðum landsins. Til dæmis Class B, Emmsjé Gauti, G.Maris, 7berg, Dóri DNA, Stjáni Mi- skilinn og IntroBeats. Aðspurður að lokum hvort Diddi sé stóðhesturinn í hesthúsinu svar- ar hann. „Það er rétt, graðfolinn í hesthúsinu og þið getið séð mig á Prikinu á laugardaginn.“ asgeir@dv.is Diddi Fel sendir frá sér nýja plötu sem hann segir nauðsyn í öll samkvæmi: Partíið er í hesthúsinu Diddi Fel Er sjúkur maður, sjúklega freðinn og sjúklega graður eins og segir í texta hans. KVIKMYNDIN KÓNGAVEGUR n Leikstjóri: Valdís Óskarsdóttir n Framleiðendur: Árni Filipp- usson, Davíð Óskar Ólafsson og Hreinn Beck n Leikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Daniel Brühl, Gísli Örn Garðarsson, Hanna María Karlsdótt- ir, Ingvar E. Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld, Margrét Vilhjálmsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egilsson, Rúnar Freyr Gíslason, Sigurður Sigurjóns- son og Þröstur Leó Gunnarsson. HJÓLHÝSASPIL Kóngavegur er stjörnum prýdd. Lengst til vinstri er þýski leikarinn Daniel Bruhl sem lék í Tarantino- myndinni Inglourious Basterds. ALDREI MEÐ FYRIR FRAM HUGMYNDIR Á TÖKUSTAÐ Ekki er langt síðan Valdís hóf sinn leikstjórn- arferil en hún hefur þegar skilað af sér tveimur myndum. NIÐURLÚTUR Hinn farsæli leikari Ingvar E. Sigurðsson er hluti af glæstum leikhópi Kóngavegs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.