Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Síða 49
illinn var ósvífinn við mig. Hans ásetningur var
að láta mig líta út fyrir að vera bitur, hefnigjörn
og reið kona. Og honum tókst það. Þessi einstak-
lingur sem tók þetta viðtal brást mér algjörlega,
hann brást sem fjölmiðlamaður og hann brást
þjóðinni. Enda var hann ráðinn sem PR-fulltrúi
FL Group fljótlega eftir þetta,“ segir Jónína og á
þarna við Kristján Kristjánsson.
„Ég vildi ekki hafa hann sem spyril upphaf-
lega af því að ég vissi um tengsl hans og þessi
tengsl standa í rauninni enn í vegi fyrir að rétt-
ar upplýsingar berist almenningi. Hann fór úr FL
Group í Landsbankann og úr bankanum í Stjórn-
arráðið. Ég bíð þess dags að við almenningur get-
um sótt til saka þá PR-fulltrúa sem gera út á að
verja spillinguna. Þetta er mjög alvarlegt.“
VERÐUR AÐ LÚTA PRINSIPPUM
GUNNARS
Að því sögðu snýr blaðamaður umræðunni að
gleðilegri málum, brúðkaupinu nýafstaðna. Jón-
ínu líst vel á það.
„Athöfnin fór fram síðastliðið sunnudags-
kvöld. Við hóuðum í krakkana okkar og giftum
okkur bara heima hjá Gunnari í Kópavogi,“ segir
hún og fær hamingjuglampann aftur í augun við
að rifja upp þessa eftirminnilegu stund í lífi sínu.
„María Ágústsdóttir, prestur í Hallgrímskirkju og
frænka Gunnars, gaf okkur saman. Hún er trúað-
ur prestur og yndisleg kona.“
Jónína er sem stendur í Þjóðkirkjunni en býst
ekki við að verða það mikið lengur. „Það hugsa
ég ekki. Mér finnst mjög gaman í Krossinum og
hef kynnst þar yndislegu fólki og mun náttúrlega
standa við hlið Gunnars í Krossinum.“
Varstu í hvítum kjól og með slör og allt sam-
an?
„Nei, nei, nei, ég var bara í gömlum kjól sem
ég átti inni í skáp,“ segir hún. Og hlær. „Ég er nátt-
úrlega sett í þá aðstöðu að ákveða hvort ég vilji
þennan mann með hans trúarskoðanir og kenn-
ingar eða ekki. Ég get ekki valið mér mann og
ætlast til þess að hann standi og sitji eins og ég tel
eðlilegt eða rétt heldur verð ég að lúta ákveðnum
prinsippum. Og hans prinsipp eru þau að fólk
búi ekki saman fyrir hjónaband.
Ég stóð því frammi fyrir þessari spurningu,
sem var alls ekki auðvelt, og hún hefur verið
að gerjast í mér frá því að Gunnar bað mig um
að giftast sér. Sjálf hefði ég verið til í að búa að-
eins með manninum áður til að sjá hvort hann
sé jafnyndislegur og ég upplifi hann. En það var
ekkert í boði.“
„GUNNAR ER MAGNAÐUR MAÐUR“
Hvernig var þá samlífinu háttað fram að brúð-
kaupi, fórst þú alltaf heim til þín á kvöldin að sofa
eða hann heim til sín?
„Við eigum það bara fyrir okkur hvernig við
höfðum það. Gunnar er alla vega mjög trúaður
maður, ég get sagt það. En þetta var ákvörðun
sem ég varð að taka og sé ekki eftir því.“
Jónína vill ekki segja frá hvernig Gunnar bað
hennar. „Við ætlum líka að eiga það fyrir okk-
ur. Það er svo rosalega magnað að láta biðja sín.
Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.
Gunnar er magnaður maður og hvernig hann
gerði það er ótrúlegt,“ segir hún en vonbiðillinn,
og nú eiginmaður, fór á skeljarnar í janúar.
Brúðkaupsferð er á dagskránni í júní – til
Dóminíska lýðveldisins þar sem sameiginlegur
vinur hjónakornanna á hús sem þau fá lánað. En
hugumstórt athafnafólk eins og Jónína og Gunn-
ar slær ekki slöku við þótt í slíka ferð sé farið. Ætl-
unin er að sitja við skriftir að minnsta kosti hluta
tímans.
„Sölvi Tryggvason [sjónvarpsmaður á Skjá
einum] kemur með því við ætlum að klára að
skrifa bókina,“ segir Jónína en eins og greint hef-
ur verið frá hyggjast þau Sölvi senda frá sér bók
um íslenska viðskiptaheiminn eins og Jónína
hefur upplifað hann síðustu ár. Ýmsar bombur
munu þar falla að sögn Jónínu en bókin er vænt-
anleg í verslanir næsta haust.
„Við þurfum að komast í ró og næði til að
vinna betur að bókinni, það er aldrei neitt næði
hér. Gunnar er líka að skrifa bók sem hann ætlar
að klára í þessari ferð.“
Í lok sumars eða í haust verður svo stór brúð-
kaupsveisla. „Þá giftum við okkur almennilega.
Við erum bæði félagslynd og eigum fullt af vin-
um, stóran ættbálk, og viljum bara bjóða þessu
fólki sem við elskum í stóra og almennilega
veislu.“
„ERUM MJÖG STERK SAMAN“
Ekki verður hjá því komist að spyrja Jónínu hvort
hún sé mjög trúuð kona í ljósi starfa þess manns
sem hún hefur nú valið sér til að eyða ævinni
með.
„Já, ég hef verið mjög trúuð frá því ég var barn.
Án trúarinnar á hið góða er ég ekki viss um að ég
væri á lífi í dag,“ segir hún en eins og áður segir er
Jónína í dag skráð í Þjóðkirkjuna. Á því er þó að
verða breyting.
„Ég fer auðvitað með mínum manni þangað
sem hann er að predika. Ég hef séð hann predika
í Krossinum og sömuleiðis úti í Póllandi þegar
hann hélt samkomur fyrir mig þar og ég held að
ekki sé til betri predikari á Íslandi. Hann er ótrú-
lega magnaður predikari og fyllir fólk heilögum
anda sem er það sem trúað fólk leitar í. Fólk er oft
í góðum málum líkamlega og sálarlega en vantar
þriðja þáttinn sem er andinn. Ég tel að án andans
nái maður aldrei að upplifa líf sitt sem fullkomn-
að því að það vantar alltaf eitthvað. Andlaust
samfélag er það samfélag sem við erum búin að
þróa hér á landi síðustu ár.
Við stöndum núna á tímamótum sem eru
þess eðlis að Gunnar og ég þurfum að standa
saman að því sem við trúum á og vinna í and-
anum. Þarna náum við tengingu og erum mjög
sterk saman og ég hlakka rosalega til að vinna
með Gunnari í þessu.“
KROSSINN HEFUR BREYST
Gunnar er þekktur fyrir að standa fastur á hverju
því sem segir í Biblíunni. Ert þú jafn bókstafstrú-
ar og hann?
„Að mínu mati þekkir enginn Íslending-
ur Biblíuna betur en Gunnar. Það sem hann
kannski hefur gert og sagt í fjölmiðlum hefur ver-
ið misskilið því að þótt þú segir einn hlut þýðir
það ekki að hinn hluturinn sé rangur. En þú veist
að það er svo erfitt að tala um trúarbrögð í fjöl-
miðlum. Fjölmiðlar velja bara að segja frá setn-
ingunni: „Kona, far þú heim og ver undirgefin
manni þínum,“ en það stendur líka í Biblíunni að
maðurinn eigi að vera undirgefinn konunni.
Eins varðandi þær áherslur sem hafa verið í
Krossinum. Ég er ekki sammála öllum áhersl-
um sem þar hafa verið, en það hafa orðið breyt-
ingar. Ég hefði til dæmis aldrei getað farið inn í
Krossinn sem var með þær gömlu hugmyndir að
konur ættu að vera í síðum pilsum með sítt hár.
Ég hefði aldrei nokkurn tímann tekið þátt í því
vegna þess að það hefði brotið gegn öllum mín-
um prinsippum um konuna sem manneskju.“
KÆRLEIKAR MILLI GUNNARS
OG FRIÐRIKS ÓMARS
Gunnar er umdeildur maður, ekki síst fyrir orð
sem hann hefur látið falla um samkynhneigð og
samkynhneigða einstaklinga í gegnum tíðina.
Blaðamaður spyr Jónínu hvernig skoðanir þeirra
fari saman í þeim efnum, til dæmis varðandi vilja
samkynhneigðra til að ganga í hjónaband frammi
fyrir Guði.
„Margt sem Gunnar hefur sagt í þá veru hef-
ur verið rangtúlkað og honum hreinlega eign-
uð orð sem hann hefur aldrei sagt. Að segja að
Gunnar telji samkynhneigða ekki vera á Guðs
vegum er til dæmis algjör afskræming. Gunnari
finnst að hommar og lesbíur eigi ekki að fá að
ganga í hjónaband. Hann telur að hjónaband sé
á milli karls og konu, sem er alveg rétt, og ég er
sammála honum í því. En hann hatar ekki sam-
kynhneigða. Það búa til dæmis tveir hommar
hjá mér núna og það eru miklir kærleikar á milli
þeirra og Gunnars,“ segir Jónína. Sambýlismenn-
irnir tveir sem hún vísar til eru söngvarinn vin-
sæli Friðrik Ómar Hjörleifsson og kærasti hans,
Ármann Skæringsson.
„Þeir fá að búa
hjá mér á meðan
þeir eru að leita sér
VIÐTAL 6. mars 2010 FÖSTUDAGUR 49
„Við leysum úr
læðingi afl“
Það er rosalega fín lína á milli þess að
vera í andanum, fullur
af trú, og þess að fara
yfir í „síkósu“ – að verða
hálfbilaður. Þetta er lína
sem ég ætla að virða.
ERFIÐIR MÁNUÐIR Jónína segir það hafa
verið erfitt fyrst um sinn að halda sambandi
sínu við Gunnar leynilegu. Hún reyndi að
stöðva framgöngu þess, en án árangurs.
MYND RAKEL ÓSK