Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1909, Blaðsíða 18
12
Svo sýnist sem dregið hafi úr sjálfsmorðunum 1901—05, en þau hafa þó farið í
vöxt 1906 og 1907 aftur.
1881—80 fyrirfór sjer 1 af hverjum 13800 menneskjum
1891—00 — — 1 — — 11300 —
1901—05 — — 1 — — 15900 —
1906 — — 1 — — 7500 —
1907 ... — — 1 — — 6900 —
4. Slysfarir hafa verið með minna móti á árinu, þó hafa nokkuð fleiri
orðið fyrir vofeiflegum dauða, en átti sjer stað 1901—05. Slysfara meðallalið þau
ár var 73.0, en allar slysfarir 1907 námu 77. Hefðu sjálfsmorðin verið aðeins 5,
eins og þau voru að meðaltali 5 ára tímabilið hefðu allar slysfarir 1907 aðeins
verið 70. Drukknanir 1907 voru 63 á árinu, en voru að meðaltali 1881—90 76,
1891—00 67, 1901—05 57. Með slysfarir er að öðru leyti vísað til Lhsk. 1907 bls.
132—133. 1907 dóu 4 menn á hverjum sólarhring, eða 1 maður á hverjum 6
klukkutimum.
í Reykjavik dóu 1907 alls 229 manns, þegar andvana fæddir eru dregnir
frá (5 alls) voru það 224. Það er einn maður af hverjum 46.1 manns, eða 21.7 af
þúsundi. Reykjavík hefur ekki verið tekin sjer nema þetta eina ár, og það er naum-
ast takandi mark á einu ári. En sje líkindaæfin 13 árum lægri í bænum, en á öllu
landinu, þá er það ekkerl sjerlegt vitni um heilnæmi bæjarins. í Reykjavík er all
stórt sjúkrahús, og þangað sækja sjúklingar víðsvegar frá landinu, og þar bera
margir beinin. Á holdsveikra spítalanum læknast enginn sjúklingur, sem þangað
kemur, og þeir koma alstaðar að. Þar gengu einnig slæmir mislingar síðasta hluta
ársins 1907, sem snjerust upp í allskonar sjúkdóma aðra, og ollu töluverðu mann-
falli. Þessir mislingar gengu ekki nema á stöku stöðum annarsstaðar. Sjúkrahúsin,
og sjerstaklega mislingarnir 1907 gjöra manndauðann i bænum óvenjulega mikinn.
Hjer á eftir koma skýrslur um gifta, fædda og dána á öllu landinu, og
þrjár skýrslur um gifta, fædda og dána úr Reykjavík 1907.