Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1909, Blaðsíða 127
121
í Noregi (1900) ........................ .. ... 45.0 kindur
- Danmörku (1903) .................................... 34.8 —
- Svíþjóð (1906) ..................................... 19.7 —
Aftur á móti er tiltölulega miklu meira af sauðfjenaði í ýmsum löndum utan Evrópu,
einkum i Ástralíu; þar koma um 12 kindur a hvert mannsbarn. Yfirleitt er sauð-
fjárræktin mest stunduð, þar sem strjálbygt er og nóg landrými, eins og t. d. þar
sem bygð er ný eða ræktun landsins skamt á veg komin.
Samkvæmt böðunarskýrslunum frá 1903—05, er sýna nokkurnveginn meðal-
talið af fjáreigninni báða veturna 1903—04 og 1904—05 var íjártalan 658134 kindur,
en um áramótin 1906—1907 var hún samkvæmt fjárskoðunarskýrsl-
unum................................................................. 637716 —
Mismunur... 20418 kindur,
sem fjenu hefur fækkað um á 2—3 árum. Nemur sú fækkun 3.1% af allri fjáreigninni.
Annars er samanburður á fjártölunni í heild sinni eftir böðunarskýrslunum
og fjárskoðanaskýrslunum elcki vel ábyggilegur, því að böðunarskýrslurnar sýna eklci
fjártöluna á neinum vissum tíma, heldur meðaltal af fjártölu tveggja ára og það
jafnvel mjög óáreiðanlegt meðaltal, því að það er ekki myndað af tveim fjártölum,
sínu á bvoru árinu, beldur með því að leggja saman fjártalið í nokkrum hluta lands-
ins fyrra árið við fjártalið í öðrum hluturn landsins síðara árið.
Áreiðanlegri verður samanburðurinn, ef litið er á liina einstöku landshluta,
því að viðastlivar í Norðlendinga- og Austfirðingafjórðungi fór böðunin fram um
sama leyti veturinn 1903—04, en í hinum fjórðungunum veturinn eftir. Tímalengd-
in milli fjártalsins í böðunarskýrslunum og fjárskoðunarskýrslunum verður þá 2 ár
í Sunnlendinga- og Vestfirðingafjórðungi, en 3 ár í Norðlendinga- og Austfirðinga-
fjórðungi. Á þessum tíma fækkaði sauðQe:
í SunnlendingaQórðungi um ......................... 16538 kindur eða 7.9 °/°
- Norðlendingafjórðungi um.......................... 6504 — — 3.7 —
- Austfirðingafjórðungi um........................... 157 — — 0.03—
en fjölgaði
í Vestfirðingafjórðungi um.......................... 2125 — — 1.6 —
Á þessu sjest, að í Austfirðingafjórðungi hefur fjártalan slaðið í stað en i Vestfirð-
ingafjórðungi hefur fjenu fjölgað dálítið á þessum árum. Aftur hefur orðið lítilshállar
fækkun í Norðlendingafjórðungi (3.7% á 3 árum), en mest liefur fækkunin orðið í
Sunnlendingafjórðungi, 7.9% á 2 árum eða meir en þrefalt meiri á ári lieldur en í
Norðlendingafjórðungi.
þegar litið er á sýslurnar úlaf fyrir sig, sjest það, að fjenu hefur fjölgað lít-
ið eitt í 8 sýslum. Mest hefur fjölgunin verið í Austur-SkaftafellssjTslu, þar sem fjenu
hefur fjölgað um 4159 kindur eða rúmlega um fimtung (20.8%) á þriggja ára tíma-
bilinu frá þvi um veturinn 1903—04 þangað til um veturinn 1906—07, og í Mýrasýslu,
þar sem fjenu hefur fjölgað um 2772 kindur eða rúmlega Vio(11.2%) á tveggja ára tíma-
bilinu frá 1904—05 til 1906—07. í Vestur-SkaftaHlssýslu, Snæfellsness- ogHnappadals-
sýslu, ísafjarðarsýslu, Strandasýslu, Suður-Þingeyjarsýslu og Norður-þingeyjarsýslu
liefur fjenu líka fjölgað dálítið, en í öllum öðrum sýslum landsins hefur því fækkað, mest
i Rangárvallasýslu, um 8839 kindur eða rúmlega Vs (14.3°/o) og í Gullbringu- og Kjós-
LHS. 1908. 16