Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1909, Blaðsíða 128
122
arsýslu um nálega */10 (9.7°/o), hvorttveggja á tveggja ára tímabilinu frá 1904—05
til 1906—07.
Samanburð á tölu sauðfjenaðarins á landinu á ýmsum tímum samkvæmt
búnaðarskýa'slunum er að íinna á bls. 66 bjer að framan. En þess ber að gæta, að
þar er fjeð talið í fardögum og unglömbin tekin með, þannig að þau eru taliu jafn-
mörg lambánum. Nú var tala Iambánna i fardögum 1907 samkvæmt búnaðarskýrsl-
unuln 252201 og ætti þá fjártalan í fardögum 1907 alls að liafa verið 889917 kind-
ur. Það sem fjártalan er lægri en þetta í búnaðarskýrslunum stafar, af því, að öll
kurl hafa ekki koinið þar til grafar.
III. Undandrátturinn í búnaðarskýrslununi.
Fjárskoðanaskýrslunum er lijer hagað svo, að í fremsta dálkinum er tala
fjár þess, er skoðað var, en í síðara dálkinum tala fjár þess, sem lalið var fram í
búnaðarskýrslunum næsla vor á eftir (1907). Er sú tala alstaðar miklu lægri og
er ekki liugsanlegt, að fjenu hafi fækkað svo mildð þann stutta tíma, sem liðið hef-
ur frá fjárskoðuninni um veturinn, til framtalsins um vorið. Orsökiu til þess, að
skýrslum þessum ber svo mikið á milli, blýtur því að liggja í því, að framtalið til
búnaðarskýrslnanna sje of lágt, því að eins og áður er sagt, mun fjártalan sam-
kvæmt fjárskoðunarskýrslunum naumast geta farið nema örlítið frá rjettu lagi.
Samkvæmt fjárskoðunarskýrslunum var fjártalan um ára-
mótin 1906—07 .................................................. 637716 kindur,
en samkvæmt búnaðarskýrslunum vorið eftir..................... 526185 —
Mismunur... 111531 kindur,
sem undan befur fallið i búnaðarskýrslunum á öllu landinu, en það verður 17.5%
af fjártölunni eða 5.—6. hver kind. Þetta er samt nokkru minna heldur en
þegar baðað var 1903—05, því að þá fjellu undan í búnaðarskýrslunum 18.9% eða
nærri 5. hver kind. Framtalið virðist því liafa batnað lítið eitt, þó að það sje all
annað en gott enn sem komið er.
Þó að hægt sje að sýna fram á, live mikill undandrátturinn sje i búnaðar-
skýrslunum, þá er samt ekki þar með beinlínis sýnt, hve mikil brögð sjeu að tíund-
arsvikum, því að í búnaðarskýrslunum á að telja alt fje, sem til er, hvort sem greiða
skal af því tíund eða ekki. Auk þess fjár, sem talið er í tíundarskýrslunum, á
að telja i búnaðarskýrslunum með fje húsbændanna fje lijúa og búlausra manna,
sem ekki nemur liálfu liundraði á landsvísu. Það kann nú að vera, að einmitt
þessu ije sje sjerstaklega bætt við að falla burtu úr búnaðarskýrslunum. En þó að
gerl sje ráð fyrir því, þá er það fje varla svo margt, að það sem undan fellur af
því geti numið nema nokkrum hluta af öllu því ije, sem undan fellur úr búnaðar-
skýrslunum. Tala vinnuhjúa við landbúnaðarstörf var 1901 liátl á átjánda þúsund.
Sje gert ráð fyrir, að vinnuhjú og búlausir menn, er kindur eiga, sem ekki ná tí-
und, sjeu 18 þúsund, og að hver þeirra eigi að jafnaði 4 kindur, sem mun fullvel í
lagt, þá yrði allur fjenaður slíkra manna 72 þúsund kindur, en það er ekki nema
% af tölu fjár þess, sem undan fellur úr búnaðarskýrslunum. Þó að allur þessi
fjenaður væri dreginn frá fjárlölunni væri hún samt 30—40 þús. hærri lieldur en
hún er talin i búnaðarskýrslunum. En auðvitað er það ósennilegt, að allur þessi
fjenaður falli burtu úr búnaðarskýrslununi. Það er ólíklegt, að meir en helmingur
af því falli í burtu, og mundi það þá ekki nema meiru en Vs hlula af öllu því, sem
úr búnaðaiskýrslunum fjelli, er stafaði af þeim ástæðum. Það er því varla efamál,