Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1909, Blaðsíða 109
103
Fimti talsiminn var settur á fót í Reykjavík 1905. Forgöngumenn fyrirtæk-
isins voru allmargir, og mætti helst nefna Knud Zinisen, Klemenz Jónsson landrit-
ara og Jón Ólafsson ritstjóra. Hlutnljelag lagði til fjeð. Bæjartalsíminn byrjaði að
starfa fyrstu dagana í mars 1905. Þótt árgjaldið af símanum til landssjóðs væri
árið 1908 kr. 1577,00 hefur bæjartalsiminn ávalt gefið hluthöfum 10 af hundraði.
Leyfi fjelagsins er útrunnið 31. desember 1912, og þá eru líkindi til þess, að Lands-
síminn taki bæjartalsímann til sín, fyrir einhverja þá upphæð, sem hluthafar og
landsstjórn geta komið sjer saman um. Áður en bæjartalsíminn kom, höfðu stifts-
yfirvöldin talsima á milli skrifstofanna sinna.
Sjötti talsiminn var settur upp á milli Geirseyrar og Nauteyrar, eða á Pat-
reksfirði haustið 1906. Hann var eign 6 manna, en var þó ekki hlutafjelag. Tal-
siminn var notaður fram á haustið 1908, en er nú rifinn niður.
Fleiri talsímar munu ekki hafa verið settir upp á landinu áður Landsíminn
kom. Talpípur hafa verið settar upp milli húsa, og innan húsa liingað og þangað,
en þær eiga ekkert skylt við ritsíma, eða sfma yfir höfuð.
Tildrögin til Sæsimans.
Upphaf þess máls er það, að Ofursti Tal. P. Shafl'ner í Bandaríkjunum vildi
koma á símasambandi milli Vesturheims og Norðurálfu laust eftir 1850. Vegurinn
þvert yfir Atlandshaf þótti ófær einkum af þeirri ástæóu, að ekkert skip væri svo
stórt eða yrði smiðað svo stórt, að það tæki allan þráðinn, sem er eins gildur og
kaðall, þegar liann liggur neðan sjáfar. Shafi'ner Ofursti ljekk þess vcgna konung-
legt einkalej'fi til þess, 16. ágúst 1854, að leggja símaþráð frá Norður-Ameriku yfir
Grænland, ísland og Færeyjar til Noregs og Svíþjóðar, og þaðan til Kaupmanna-
hafnar, eða einliversstaðar nálægt Höfn. Síminn átti að vera lagður innan 10 ára,
og Shaffner gat afhent einkalevfið öðrum, en varð siðar að setja 200,000 kr. veð
fyrir því að málið kæmist i framkvæmt. 1860 var Shafiner kominn úr málinu, og
hafði afsalað sjer því tveim mönnum í Lundúnum, Croskey og Magnus, eða
tjelagi sem þeir stóðu fyrir. Sumarið 1860 gjörðu þeir fjelagar út 2 gufuskip
»Bulldog« og »Tox« frá Bretlandi til þess að rannsaka sjáfarbotninn þar sem sim-
ann átti að leggja, milli Skotlands og Færeyja, Færeyja og íslands, og íslands og
Grænlands. Fvrir 16. ágúst 1864 var engin framkvæmd orðin á því, að leggja
þráðinn þessa leið. Stjórnin tók undir sjálfri sjer 200,000 kr. sem ofurstinn hafði
sett að veði. »Austri hinn mikli«, stærsta skip heimsins fram á þá daga, lagði Sæ-
símann milli Englands og Vesturheims, og Sæsiminn milli Vesturheims og Norður-
álfu yfir Grænland, ísland og Færeyjar var algjörlega horfinn úr sögunni. Áfanga-
staðina þurfti ekki lengur, og íslendingar gátu farið að telja harmatölur sinar um
það að sími milli íslands og annara landa kæmi aldrei nokkru sinni.
En menningin leytar norður hingað, og kemur norður liingað, hvað sem
vonleysi og víli okkar sjálfra liður. Um allar stofnanir, sem menn liafa viljað koina
upp, var æfinlega sagt hjer áður, þetta kemur aldrei, það getur ekki borgað sig hjer,
við erum svo fátækir og fáir o. s. frv. En allt keinur það samt. — Veðurfræðis-
stofnanirnar í löndunum næst okkur þurftu að geta vitað samstundis hvaðan vind-
ar bljesu norður á íslandi og vindhraðan. Landið tók fjölda af stormum, sein
Amerikumenn spáðu að ættu að koma þar eða þar niður, og snjeri þeim úr áttinni.
Landið var breytingar miðdepill fyrir stormana og vilti um veg þeirra. Veðurstofn-
anirnar þurftu að fá sima til íslands til þess að fá yfirlit vfir hita- og loftstrauma.