Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1909, Blaðsíða 110
104
Frakkar, Englendingar og Þjóðverjar þurflu að fá síma til íslands vegna allra fiski-
skipanna, sein þeir áttu hjer við land. íslendingar þurftu sjálfir að komast i sam-
hand við umheiminn. Málið komst svo langl að alþingi veitti 35000 kr. til Sæsíma
i 20 ár, og ríkissjóður 54000 kr. Fjárveitingin stóð um tíma, en svo var lienni
breytt í þá stefnu, að alþingi 1903 vildi veita sömu upphæðina, eða það af henni,
sem þyrfli lil þráðlausra hraðskeytasambands milli íslands og útlanda, og milli
Reykjavíkur og hinna kaupstaðanna 3ja á landinu. Marconi aðferðin hafði náð tölu-
verðum þroska þegar 1903. Snemma á árinu 1905 samdi landstjórnin um Sæsíma
til fslands við »hið mikla norræna ritsímafjelag«.
Marconískeytin.
1905 var uppgötvun Marconís, að senda hraðskeyti gegnum loftið, komin
svo langt, að hraðskeytastöðvar hans gálu sent liraðskeyti frá Englandi og vestur á
mitt Atlandshaf. Þess kunni að vera langt að bíða að loftskeytin næðu alla leið
yfir hafið, en þeir gátu sent skeyti alla leið norður til íslands. Marconítjelagið hugs-
aði sjer því án efa, að fara sömu leiðina og Shaffner ofursti ætlaði að fara meðan
það var ófæra að leggja Sæsíma milli Ameríku og Englands undir hið ógnum breiða
haf, og liugsaði sjer að hafa ísland fyrir millistöðvar milli Englands og Vesturheims.
Fjelagiö setti hjer upp stöð til að taka á móti Marconískeytum, frá aðalstöðinni í
Poldhu í Cornvall á Englandi. Fjarlægðin var 1850 rastir vegar, eða sem næst 240
mílum. Fyrstu Marconiskeytin komu 26. júní 1905 kl. KW síðdegis, þau voru
prentuð og þeim slegið upp daginn eftir á götunum í bænum. Fyrstu Marconí-
skeytin hljóðuðu svo á íslensku:
»Breskt gufuskip Ancona rakst á danskt skólaskip nálægt Kaupmannahöfn
og sökti því. Tuttugu og tveir drengir druknuðu.
Breska herskipið Carnarvon rakst á Þýska herskipið Coblenz út af Spáni.
Carnarvon tók skipshöfnina af Coblenz, sem leki hafði komist að, til Serrol.
Mr. Hay (utanríkisráðgjafi Bandarikja) sýktist snögglega í Newborg, New
Hampshaire, af nýrnaveiki; kent um kvefi, sem hann hafði fengið á leiðinni til sum-
arbústaðar síns. Læknar drógu úr þrautunum og menn gera sjer von um bráðan
bata«.
Skevtin voru markverður atburður í sögu landsins.
Sæ- og Landsiminn.
Nú kom málið inn á þingið, og skoðanirnar voru skiptar milli loftskeyta og
símskeyta. Stjórnin og meiri hlutinn hallaðist að símskeytunum, og þær ástæður
sem mestu rjeðu, hafa að líkindum verið, að þá fjekkst talsimi innanlands um leið
eftir allri símalínunni. Sæsíminn var lagður frá Skotlandseyjum lil Seyðisfjarðar,
verkinu var lokið í ágúst 1906, og fyrstu símskeytin voru send eftir símanum
milli Seyðisfjarðar og Kaupmannahafnar 25. ágúst 1906, og er þannig á íslensku:
»25. ágúst 1906.
Hans Hátign konungurinn
Charlottenlund.
Af því ráðherra Islands hefur hindrast frá því að geta verið hjer til slaðar