Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1909, Blaðsíða 126
120
Á yfirliti þessu sjest, að allgolt samræmi er á milli beggja dálkanna og að
nokkurnveginn sama verður uppi á teningnum hvort heldur miðað er við mann-
fjölda eða tölu býlanna.
Þegar litið er á fjórðungana, kemur það í ljós, að sauðfjáreignin er tiltölu-
lega mest í Austfirðingafjórðungi (1372 kind á mann, 131 á hvert býli) og þar næst
í Sunnlendingafjórðungi; minni er hún í Norðlendingafjórðungi og minst í Vestfirð-
ingafjórðungi (rúmlega 8 kindur á mann og 84 á hvert býli). Samkvæmt þessu er
liltölulega meir en þriðjungi íleira Ije í Auslfirðingafjórðungi heídur en í Vestfirðinga-
fjórðungi. í Norðlendingafjórðungi og' einkum í Sunnlendingafjórðungi verður fjár-
talan tiltölulega bærri, þegar miðað er við mannfjölda lieldur en þegar miðað er við
býlatöluna, og stafar það af því, að færri manns koma á hvert sveitaheimili í þeim
fjórðungum heldur en i hinum.
Þegar litið er á sýslurnar hverja í sínu lagi verður mismunurinn á fjáreign-
inni í ýmsum hlutum landsins enn meiri. Þegar Veslmannaeyjasýslu er slept, þar
sem sauðfjárrækt er ekki að neinu ráði, kveður minst að henni í Gullbringu- og
Kjósarsýslu og ísafjarðarsýslu. Þegar miðað er við mannfjölda er ísafjarðarsýsla
lægst (5.1 kind á mann, en 5.4 í Gullbr.- og Ivjósarsýslu), en sje miðað við býla-
tölu verður Gullbr. og Kjósarsýsla töluvert iægri, því að þar koma ekki nema 48
kindur á býli, en 64 i ísafjarðarsýslu. Býlin eru þetta smærri og mannfærri í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu heldur en í ísafjarðarsýslu. Aftur á móti er langflest af sauð-
fjenaði í Austur-Skaftafellssýslu, því að þar koma fjórum sinnum fleiri kindur á
mann (21.8), og 3—4 sinnum fleiri á býli (182) heldur en í Gullbringu- og Ivjósar-
sýslu. Næst Austur-Skaftafellssýslu að sauð(járeign gengur Mýrasýsla, en munurinn
þó talsverður. Koma þar 15.8 kindur á mann, en 137 á býli. Lík er fjáreignin í
Norður-Þingeyjarsýslu og Norður-Múlasýslu. Minst er sauðfjáreignin í Austfirðinga-
fjórðungi i Suður-Múlasýslu. Þar koma ekki nema 10.2 kindur á mann og 112 á
býli, en svo liátl kemst engin sýsla í Vestfirðingafjórðungi nema Mýrasýsla. í Sunn-
lendingafjórðungi eru Vestur-Skaftafellssýsla og Árnessýsla fjárríkastar (um 15 kind-
ur á mann og um 120 á býli), en í Norðlendingafjóðungi er fjenaður mestur í Húna-
vatnssýslu (13.4 kindur á mann, 113 á býli) og minstur í Eyjafjarðarsýslu (7.5 kindur
á niann og 77 á býli).
Ef fjenaðurinn á öllu landinu, að undanskildum fjenaðinum í Reykjavík,
ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði, er borinn saman við mannfjöldann utan verslunar-
staða með 300 íbúum og þar yfir, koma 10.7 sauðkindur á mann. En beri menn
aftur á móti alla fjárlöluna saman við alla íbúatöluna á landinu, þá koma 7.8 kindur
á hvert mannsbarn. Sje unglömbum bætt við (fjártalið fært fram til vorsins) koma
11 kindur á hvert mannsbarn. Er það miklu íleira en í nokkru öðru landi í Norð-
urálfunni. Færeyjar komast næst íslandi, þar komu 1903 6 sauðkindur á livert
mannsbarn. Á Balkanskaganum (í Búlgaríu, Bosníu, Serbiu, Grikklandi og Rúmeníu)
er annars mest af sauðfjenaði að tiltölu við mannfjölda, en þar koma þó ekki nema
2 lcindur á mann, þar sem fjeð er liltölulega flest (í Búlgaríu). Fyrir utan Balkan-
skagann er mest af sauðfjenaði á írlandi, en sauðfjártalan nær þar samt ekki ibúa-
tölunni. Á Norðurlöndum er tala sauðfjenaðar miklu minni; þar koma á hverja
100 manns: