Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1909, Blaðsíða 143
137
Fyrir árið 1902 voru síðast prentaðar skýrslur um fjárhag sparisjóða lijer á
landi, sbr. iandshagsskýrslur 1903, bls. 224—238, en síðan hefur safnast eigi all-lítið fje
í sparisjóðina. í öllum sjóðunum til samans (að meðtaldri sparisjóðsdeild Lands-
bankans og útbús hans á Akureyri og Söfnunarsjóðnum) voru innlög í árslok 1902
rúmlega 2500 þúsund krónur eða tvær og liálf miljón, en í árslok 1907 eru innlög-
in orðin 4300 þúsund krónur rúmar, og hafa innlögin þannig aukist á þessum 5
árum (1903—1907) um rúmar 1800 þúsund krónur eða næstum þrjá fjórðu (72°/o).
Aukning þessi stafar af því að hver einstakur sjóður hefur vaxið meira eða minna
á límabili þessu, en eigi all-lítinn þátt í hækkuninni á innlögunum eiga þó útbú
Landsbankans og íslandsbanka, því þótt þau hafi tekið upp í sig sparisjóðina, sem
fyrir voru á Akureyri, ísafirði og Seyðisfirði, er þau voru selt á stofn, þá hefur að-
sóknin að þeim verið stórum mun meiri, en að sjóðum þeim, er þau liafa tekið við,
og stafar það eðlilega af því að bankarnir tengja menn fastar við sig í viðskiptum
en sparisjóðirnir, með því að bankarnir hafa bæði meira fjármagn en þeir og við-
skiptin við þá eru margvíslegri. Af sparisjóðunum á fyrnefndum 3 stöðum liefur
Landsbankaútbúið á ísafirði tekið við sparisjóðnum þar. Útbú íslandsbanka á
Akureyri hefur tekið við eignum sparisjóðsins á Akureyri og sparisjóðs Norðuramt-
sins á Akureyri og útbú sama banka á Seyðisfirði tekið við eignum sparisjóðsins á
Seyðisfirði. Einn sparisjóður, sparisjóðurinn á Vopnaíirði, hefur á tímabilinu verið
lagður alveg niður, og tveir sparisjóðir, sparisjóður Skaptafellssýslu í Vík og spari-
sjóður Keldhverfinga hafa bælst við.
LHS. 1808.
18