Bridge - 12.09.1957, Blaðsíða 4

Bridge - 12.09.1957, Blaðsíða 4
4 BRIDGE SLEMMUR og PÖSS Sennilega verður þú hissa lesandi góður, er þér berst þetta fyrsta hefti af BRIDGE — íslenzku bridgeblaði — í hendur. Og á- stæða er til þess, því vissulega er djarflega teflt að reyna út- gáfu á fagblaði hér í fámenn- inu á íslandi. En það er margt, sem mælir með því, að útgáfa á íslenzku bridgeblaði sé reynd — og þau rök, sem að því má færa, hafa orðið til þess, að við Agnar Jörgensson höfum ráðist í þessa útgáfu og við vonum að blaðið geti bætt úr brýnni þörf, og orðið lyftistöng fyrir bridgeíþróttina hér á landi. Hvort þetta tekst er auðvitað undir því komið, að bridge- fólk taki blaðinu með velvild og skilningi, sendi því efni, kaupi það og útbreiði. Oft hefir verið um það rætt með- al bridgefólks hér, að skortur á lesefni á íslenzku standi í vegi þess, að eðlileg þróun sé í bridgeíþróttinni hér á landi. Nokkuð hefir þó úr rætzt að undanförnu, þar sem fyrsta bridgebókin, skrifuð af fslend- ingi, kom út í vor og vonandi er það aðeins byrjunin á mik- illi útgáfu íslenzkra bridge- bóka. Og við útgefendur þessa blaðs vonum, að það verði einn ig skref í rétta átt — en blað- inu verður fyrst og fremst ætl- að það hlutverk að vera mál- gagn bridgemanna og kvenna, hvar sem er á landinu, skrif- að fyrir bridgefólk, um það og frá því. Fyrirhugað er að blaðið komi út átta sinnum á ári, 36 síður hverju sinni. Fyrsta heftið kem ur nú út í miðjum september, næsta hefti um miðjan októ- ber, og tvö önnur hefti fyrir áramót, á sama tíma í nóvemb- er og desember. Síðan verður hlé á útgáfunni þar til fimmta heftið kemur út fyrst í febrú- ar 1958, síðan koma þrjú hefti fyrst í marz, apríl og maí. Af þessu sést að útgáfu blaðsins verður hagað eftir keppnis- tímabilinu. Takist okkur að koma blaðinu á traustan grund- völl munum við hefja útgáfu annars árgangs þess haustið 1958. En til þess þarf marga á- skrifendur, en við erum bjart- sýnir á, að bridgefólk taki þessari viðleitni okkar af skiln- ingi og gerist áskrifendur að blaðinu. Um útgáfu blaðsins er að öðru leyti það að segja, að nokkur verkaskipting er milli okkar útgefendanna, og við vonum, að nöfn okkar megi vera nokkur trygging þess, að blaðið komi reglulega út — eða eins og að

x

Bridge

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bridge
https://timarit.is/publication/1131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.