Bridge - 12.09.1957, Page 19

Bridge - 12.09.1957, Page 19
BllIDGE 19 8. Guðm. Þorsteinss., Bridgefélag Akureyrar, 27 EBL-stig. 9. Dagbjört Bjarnad., Bridgefél- kvenna, Rvk, 25 EBL-stig. 10. Vigdís Guðjónsdóttir, Bridgefé lag kvenna, Rvk 20 EBL-stig. Auk sveita frá stöðum, sem að framan eru taldir, tóku einnig þátt í mótinu sveitir frá Borgarnesi og Selfossi. Því miður voru spil frá mótinu ekki skrifuð niður, og er því lítið hægt að birta frá því. Spil nr. 46 eða síðasta spilið í keppninni hafði mikið að segja fyrir sveit Ólafs Þorsteinssonar, því fyrir það hlaut sveitin sex stig, sem er nákvæm- lega sá munur, sem hún hafði á næstu sveit. Spilið var þannig. Allir utan hættu. A Á 5 V 4 ♦ K D G 10 5 ?■ 2 * KD5 A KG 1097 2 V K G 10 7 3 ♦ 87 * ♦ D 8 6 3 V D 8 6 ♦ Á 4 t$> G 8 4 2 * 4 V Á 9 5 2 * 96 * Á 10 9 7 6 3 Þar sem Símon Símonarson og Þorgeir Sigurðsson úr sveit Ólafs sátu í Suður og Norður gengu sagnir þannig. Suður Vestur Norður Austur pass 1 ♦ dobl 2 ♦ 3 * 3A 5« dobl redobl 5 A pass pass 64» pass pass dobl pass pass pass Norður spilaði út spaða, sem var tekinn á Á í blindum. Sagnhafi þarf nú að spila mjög nákvæmt til þess að vinna spilið. Tígul Á verð- ur að náðst út áður en trompin eru hreyfð til þess að þau verði innkoma í blindan eftir, að tígull- inn er orðinn góður. Að vísu er þetta nokkuð hættulegt, en örugt má telja, að Austur eigi öil tromp in, sem úti eru. Símon spilaði spil ið þannig. Eftir að hafa tekið á spaða Á, spilaði hann tígul K, sení Austur tók. Hann spilaði aft- ur spaða, sem Suður trompaði og spilaði síðan blindum inn á há- tromp. Nú virkaði tígullinn sem tromp, og þegar Austur tromp- aði yfirtrompaði Suður, spilaði laufa Á og blindi inn á laufa D, og sagnhafi átti það sem eftir var. Á hinu borðinu spilaði Norður fimm tígla, sem unnust. Þar gengu sagnir þannig, að Vestur opnaði einnig á einum spaða, Norð ur sagði þrjá tígla, og Austur þrjá spaða. Suður sagði frá laufi sínu, en Norður stökk þá beint í fimm tígla, sem voru passaðir hringinn, en möguleiki á slemmu hvarflaði ekki að honum. í sveit Ólafs spiluðu eins og fram hefir komið Símon og Þor geir, Ólafur og Hallur Símonar- son. í sveit með Kristj'áni voru Rósa kona hans, Lárus Karlsson og Sigurhjörtur Pétursson, en með Eggerti spiluðu Magnea kona hans, Guðmundur Ó. Guðmunds- son og Jóhann Jóhannsson. -hsím.

x

Bridge

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bridge
https://timarit.is/publication/1131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.