Bridge - 12.09.1957, Blaðsíða 3

Bridge - 12.09.1957, Blaðsíða 3
¥ BRIDGE A ♦ * 1. tbl. 12. september 1957 1. árg. Ávarp forseta Bridgesambands íslands Með óblandinni ánœgju fagna ég útkomu tímaritsins BRIDGE, sem nú er að hefja göngu sína. Allar okkar nágrannaþjóðir, og aðrir sem við höfum saman við að sœlda i bridge-málefnum, hafa hvert sitt tima- rit, en þessi tímarit gera meira en að fœra fréttir og frásagnir frá sinu eigin landi, þau flytja fréttir og bera nýjungar frá öðrum löndum eða heimsálfum, allt það, sem verða kann til framdráttar bridgeíþróttinni, og sem hverjum áhugasömum bridgemanni er nauðsynlegt að kynna sér. Þetta verður einnig hlutverk BRIDGE. Þetta tímarit fer af stað fyrir atorku og dugnað nokk- urra einstaklinga, en ég vona, og veit, að þeir einstaklingar sem að því standa, œtla sér að gera ritið þannig úr garði, að þaö verði hverjum manni nauðsynlegt. BRIDGE mun eiga erindi til allra, kvenna sem karla, ungra sem aldna, þvi bridgeiþróttin er iþrótt fjöldans, og trú mín er sú, að með útkomu þessa rits séu mörkuð tímamót í sögu bridgeiþróttarinnar hér á landi, þannig að tugir, eða jafnvel hundruð manna, bœtist i hóp þann sem fyrir er, og stunda þessa göfugu iþrótt. Allir vilja fylgjast með þvi sem gerist í umheiminum og ég er þess fullviss, að ritið bregst ekki vonum bridgeunn- enda hér, enda mun útgefendum Ijóst, að efniszal af alúð og kostgœfni mun afla þvi vinsœldanna. Ég óska að færa útgefendunum hamingjuóskir í til- efni þessa stóra skrefs, sem nú er stigið, og alúðarþakkir fyrir þann dugnað og framtakssemi sem þeir hafa hér sýnt. Megi farsœld fylgja BRIDGE. OLAFUR ÞORSTEINSSON.

x

Bridge

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bridge
https://timarit.is/publication/1131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.