Bridge - 12.09.1957, Blaðsíða 22

Bridge - 12.09.1957, Blaðsíða 22
22 BKIDGE Jón Jónsson í keppni Jón Jónsson er ágætur náungi, sem hefir mjög gaman af br'dge. Við sjáum hann alltaf á öllum meiriháttar mótum — og hvar, sem eitthvað skeður í bridgeheim- inum. En því miður er þekking hans á hinu frábæra spili ekki í réttu hlutfa'lli við áhuga hans. Hann hef- ir lesið talsvert af bridgebókum — rétt er nú það — en ekki virðist hann hafa lært mikið af þeim, að minnsta kosti finnst manni oft, að hann spili eftir rangri blaðsíðu úr einhverri bókinni. góðrar ferðar á mótið, en þetta verður fyrsta ferð þeirra beggja til keppni í bridge á erlendri grund. Eins og áður segir munu margir heimsfrægir bridgespilarar taka þátt í þessu móti. Má til dæmis nefna Charles Goren og Helen Sobel (annað af tveimur pörum frá Bandaríkjunum) Schneider og Reithoffer frá Austurríki, Albarr- an og Svarc frá Frakklandi. Kock og Werner frá Svíþjóð, Besse og Ortiz frá Sviss og Konstam og Westall frá Englandi, en þeir munu spila fyrir fyrirtækið, sem að keppninni stendur. Mótið hefst 9. október og mun standa í þrjá daga. En Jón Jónsson hefir einn eigin- leika, sem er mjög eftirsóknar- verður; hann gerir hið bezta fyrir sveit sína, mjög óhamingjusam- ur ef eitthvað fer miður og það er honum að kenna, og hann er á- valt hinn fyrsti til að finna af- sökun fyrir mistökum annarra. Og það er einnig önnur hlið á Jóni, sem verður að segja frá til þess að gefa rétta lýsingu á hon- um — hann er fæddur heppinn Nei, nei, þetta er ekki hann . . ., sem alltaf er í Ásaklúbbnum. Stundum kemur fyrir Jón, þegar hann er að spila, að vitlausasta leiðin, sem til er og hann nátt- úrlega velur, er sú eina rétta, þegar allt kemur til alls. Og því geta félagar hans í sveitinni ekki leyst úr þeirri spurningu -— hvort hann sé snillingur eða afglapi. Enn nóg um það, tími er Kom- inn til að kynnast Jóni Jónssyni við græna borðið. * Félagið, sem Jón tilheyrir, hafði þegið boð félags í næsta þorpi um sveitakeppni. Og Jón Jónsson var valinn til að spila fyrir félag sitt. Þar sem þetta var í fyrsta skipti, sem honum hafði veitzt sá heiður að taka þátt í keppni fyrir félag sitt, getur maður skilið, að taugar hans voru ekki alveg í fullkomnu lagi, þegar hann settist við borðið

x

Bridge

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bridge
https://timarit.is/publication/1131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.