Bridge - 12.09.1957, Blaðsíða 7

Bridge - 12.09.1957, Blaðsíða 7
I5KIDGE 7 Evrópumeistaramótið í Vín Ítalía sigraði — ísland í 15.sæti Evrópumeistaramótinu í Vínar borg lauk með sigri ítölsku sveitar innar, sem hlaut 29 stig, eða þrem- ur stigum meir, en næstu sveitir, sem voru sveitir Austurríkis og Englands. ísland hafnaði í 15. sæti sem er einn lakasti árangur íslenzkrar bridgesveitar á Evrópu- meistaramóti, og mun ástæðan til þessa árangurs annar og verri en léleg spilamennska sumra manna sveitarinnar. Greinar um mótið munu birtast í næsta hefti, sem kemur út um miðjan október, og m. a. mun fyrirliði ísl. sveitarinn- ar, Árni M. Jónsson, skrifa um mótið og birta spil frá því . Hér á eftir fara úrslit í hverri einstakri umferð ásamt nokkrum glefsum úr bréfum, sem fyrirliði sveitarinnar, Árni M. Jónsson, skrifaði heim. Fimm stiga munur eða minna telst jafntefli. 1. umferð. ísland spilaði gegn Noregi og tapaði með miklum mun. Árni M. Jónsson og Vilhjálmur Sigurðsson spiluðu allan leikinn, Gunnar Pálsson og Guðjón Tómasson fyrri hálfleikinn, en í síðari hálfleik kom Sigurhjörtur Pétursson í stað Guðjóns. Úrslit: Noregur—ísland 74—29 Ítalía—Þýzkaland 60—23 Líbanon—Sviss 85—60 Frakkland—írland 58—49 Austurríki—Finnland 52—29 England—Danmörk 51—25 Holland—Spánn 64—46 Pólland—Svíþjóð 48—,47 Belgía sat yfir. 2. umferð. ísland sigraði Svíþjóð með 16 stigum. Leikinn spiluðu Árni og Vilhjálmur — Gunnar og Sigur- hjörtur. Úrslit. ísland — Svíþjóð 66 — 50 Noregur — Sviss 63 — 26 Frakkland — Líbanon 67 — 42 Austurríki — írland 74 — 43 Holland — Danmörk 42 — 36 Þýzkaland — Spánn 66 — 56 Ítalía — Belgía 66 — 59 England — Finnland 52 — 52 Pólland sat yfir. 3. umferð. ísland sigraði Pólland. Leikinn spiluðu Árni og Vilhjálmur — Guðjón og Sigurhjörtur. Úrslit. ísland—Pólland 55—38 Belgía—Spánn 69—59 Danmörk—Þýzkaland 76—48 England—írland 59—38 Austurríki—Líbanon 79—30 Noregur-—Frakkland 69—40 Finnland—Holland 51—48

x

Bridge

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bridge
https://timarit.is/publication/1131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.