Bridge - 12.09.1957, Blaðsíða 11

Bridge - 12.09.1957, Blaðsíða 11
IíRIDGE 11 ÚrsÍLtaleLkurLnn 1 tvendarkeppninni Tvendarkeppni Bridgefélags Reykjavíkur og kvennadeildarinn- ar var spiluð í apríl og maí sl. Efst ar urðu sveitir Hugborgar Hjartar- dóttur og Rósu Þorsteinsdóttur, og urðu þær því að spila úrslitaleik um heiðurslaunin, og var hann á- kveðinn 60 spil. Með Hugborgu í sveit voru Guð- mundur Ó. Guðmundsson, Kristín Þórðardóttir og Jóhann Jóhanns- son, en í sveit Rósu, Kristján Krist jánsson, maður hennar, og amerísk hjón, sem hér höfðu dvalizt um tíma við störf, Capt. R. Mealoy og frú. — Þessi hjón eru engir nýlið- ar í bridge, því meðal annars höfðu þau náð fimmta sæti í Nat- ional Masters Pairs 1953 í Banda- ríkjunum. ♦ Strax á fyrsta spili í úrslitaleikn- um vann Hugborg 6 stig, þegar Mealoy og frú spiluðu fjóra spaða, sem níu slagir fengust í, en á hinu borðinu spilaði Kristín 3 grönd, sem unnust slétt. Hér eru spilin og sagnirnar: Norður gefur enginn á hættu. Vestur Austur A Á K 10 7 A G 9 4 2 V Á 10 V K G 2 ♦ G 9 6 ♦ Á D 5 A D G 8 6 ♦ 7 4 3 Suður * 65 V D 8 7 6 5 3 * K 3 * Á 10 9 Norður Austur Suður Vestur Hugborg frú M. Guðm. Mealoy pass pass 3 V dobl pass pass 4 A pass pass Á hinu borðinu var ekki T>pnað í suður. Jóhann opnaði á einu laufi í vestur, fékk eitt grand á móti, og sagði þá 3 grönd. Segja má, að fremur hafi verið lán yfir samn- ingnum en öryggi. í þriðja spili náðu Mealoy-hjón- in ekki gamesögn, er Kristín spil- aði 3 grönd og vann 6, en tveimur spilum síðar náðu hjónin laglegri slemmu, sem ekki var reynd á hinu borðinu. BRIDGE BRIDGE kemur út átta sinn- um á ári. Verð heftis kr. 10. Árgangur blaðsins til áskrif- enda kr. 60. — Ritstjórn og útgefendur: Agnar Jörgens- son, Bragagötu 31 (sími 14139) og Hallur Símonarson, Sörla- skjóli 12 (sími 17045). Á- skriftir og bréf til blaðsins sendist til þeirra. — Prent- smiðjan Edda h. f. prentar. Myndamót Rafmyndir h. f.

x

Bridge

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bridge
https://timarit.is/publication/1131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.