Bridge - 12.09.1957, Blaðsíða 16

Bridge - 12.09.1957, Blaðsíða 16
16 BRIDGE Norður «64 y 4 2 * G 7 5 * Á K G 8 7 5 Vestur Austur A 3 A KDG10875 V 8 7 V 9 6 3 4 D 10 98642 4-------- ♦ ??? •(•??? Suður 4 Á 9 2 V Á K D G 10 5 4 Á K 3 * 2 Eftir nokkra umhugsun fann ég örugga leið til að tryggja sögnina, án þess að treysta^ á að laufasvín- ing heppnaðist. Ég spilaði litlu laufi, tók á Ásinn og kastaði tígul K niður í laufa K. Síðan tromp- aði ég lauf heima og Drottningia féll frá Austri. Þegar ég spilaði tígul þristinum gat vestur fengið á D, en átti ekkert nema tígul eftir til að spila og • slemman vannst. Fallegar sagnir, og ef ég má segja sjálfur frá, fallega spilað. Og verðskuldaður toppur fyrir spilið, eða heldur þú það ekki? Að minnsta kosti áleit ég það. Auli get ég verið. Síðari afchuganir leiddu i Ijós, að það var langt frá því að við fengjum topp fyrir spilið — við fengum algeran botn í því. Spilið var spilað á sex borðum og árangur varð þannig: Við voru par nr. 1 og fengum 980 stig. Par nr. 2 spilaði sex grönd á spilið eftir spaðasögn í austur. Suð ur gaf fyrsta slaginn í spaða, en tók á Ásinn í næstu umferð. Þar sem allar líkur voru til, að laufa svíning myndi misheppnast, spil- aði suður með þann möguleika í huga, að austur hefði D, og spilaði því öllum háspilum sínum. Austur lenti sjálfkrafa í kastþröng og sögnin vannst. Árangur: N-S 990 stig. Par nr. 3 spilaði einnig sex grönd. Hér spilaði vestur út frá bezta lit sínum, tígli, og gosinn var látinn úr blindum. Þar sem 12 slagir voru nú öruggir spilaöi suður öllum háspilum sínum og fékk alla slagina 13, þar sem aust- ur neyddist til, að taka valdið af laufa D. Árangur: N-S 1020 stig. Par nr. 4 spilaði sex hj'örtu dobluð af austur, sem hafði sagt spaða. Vestur, hins vegar, hafði aldrei heyrt um Lightner-dobl, og spilaði út spaða þristinum. Suð- ur, sem var yndisleg og fögur kona, viðurkenndi, að hún hefði enga hugmynd haft um það hvern ig hún ætti að spila spilið. Hún var aðeins hrædd við að spila svona háa sögn, doblaða og hvað eina. Svo — sagði hún — ég spilaði öllum háspilunum og tók eftir því; að austur kastaði mörgum spöðum. Að lokum hélt ég að spaða nían hjá mér væri orðin hæsta spil og lét hana þess vegna. Mér til mik- illa leiðinda var þar ekki, en aust- ur var vingjarnlegur maður og spilaði laufi, beint upp í gaffalinn í blindum! I — Og þannig vann ég sögnina eftir allt — bætti hún við á eftir.

x

Bridge

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bridge
https://timarit.is/publication/1131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.