Bridge - 12.09.1957, Page 24

Bridge - 12.09.1957, Page 24
24 BRIDGE hann hafði öðlast sjálftraust sitt ákvað hann að reyna eina sér- fræðingasögn. Og þá höldum við áfram. Norður A K 7 5 V 10 8 ♦ 32 ♦ Á K D G 10 6 Vestur Austur AÁ842 ♦ D 6 V KD 6 5 3 VÁG ♦ Á D G 4 ♦ K 10 5 Jt, Ekkert * 9 7 5 4 3 2 Suður ♦ 10 9 6 3 ♦ 9 7 4 2 ♦ 9 8 7 6 ♦ 8 Jón Jónsson gaf og opnaði á einu laufi. Vestur doblaði og Norð ur passaði auðvitað. Austur pass- aði einnig, og ekki er hægt að á- fellast hann fyrir það. Jón Jónsson — án sjötta skiln- ingarvits — breytti í einn tígul. Aftur doblaði Vestur. Eftir nokkra umhugsun passaði Norður einnig, þar sem hann áleit, að ef hann segði tvö lauf myndi félagi hans aðeins breyta því í tvo tígla. Aust ur passaði og Jóni Jónssyni fór að líða einkennilega. Það var einnig önnur ástæða til þess, því á meðan á sögnunum stóð, hafði hann óvart litið á blaðið og þar stóð -Á -H-Æ>T-T-U- en því hafði hann ekki veitt athygli í upphafi. En það fannst honum greinilegt, að hann yrði að reyna eitthvað og ná sögn, sem ekki yrði dobluð. Og því sagði hann eitt hjarta. Vestur doblaði strax og nú ákvað Norður að skipta sér eitthvað af málinu og sagði eitt grand! Aust- ur passaði og svo lengi, sem sögn var ódobluð var Jón ánægður að passa hvað sem var. En Veslur doblaði, Norður og Austur pöss- uðu fljótlega og að lokum gerði Jón Jónsson það einnig. En hann þorði ekki að líta á félaga sinn, og bjóst við heldur betur skömmum að spili loknu. Norður reisti sig hins vegar til hálfs í stólnum, þegar Austur ó- vænt spilaði út litlu laufi. Hann myndi þó fá sex slagi hvað sem öðru liði. En þegar Vestur átti ekkert spil í litnum, urðu laufa- slagirnir ekki nema fimm, þar sem átta Suðurs blokkeraði litinn. En Norður var nú kaldur karl og honum fannst 500 of mikið straff og lét því sexið frá eigin hendi, og bað um lítinn spaða úr blindum. Hefði Vestur nú haft tvö- falda sjón, þá hefði hann auð- vitað látið ásinn og skipt yfir í rauðu litina. En hann skynjaði ekki hættuna, sem beið við horrið og lét lítinn spaða. Norður stakk upp kóngnum og lagði síðan spil- in á borðið, þar sem hann átti sjö slagi og gaf afganginn. Jón Jónsson dró djúpt andann og lofaði sjálfum sér að hann skyldi aldrei, aldrei gera þetta aftur. . . . Þegar leiknum var lokið kom í Ijós, að sveit Jóns Jónssonar hafði unnið með nokkrum stigum. Hún fókk fagran bikar og þar sem sigurinn var ekki svo lítið að þakka þessum tveimur sveifluspil- um var Jóni Jónssyni falinn gæsla hans. Og hver átti það frekar skilið?

x

Bridge

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bridge
https://timarit.is/publication/1131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.