Bridge - 12.09.1957, Blaðsíða 23

Bridge - 12.09.1957, Blaðsíða 23
BRIDGE 23 og ef til vill hefir það haft áhrif á sagnir hans í fyrsta spilinu. Norður A 8 y Á K D 7 * Á 8 5 3 * D 7 4 2 Vestur Austur AÁDG65 K 10 9 7 4 V Ekkert V G 8 5 3 2 ♦ K D 9 4 2 ♦ G 7 * K G 6 A Á Suður * 32 V 10 9 6 4 4 10 6 * 10 9 8 5 3 (Til þess að gera hlutina ein- faldari höfum við látið Jón setjast í Suður.) Norður-Suður eru á hættu og Vestur gaf. Vestur opnaði á einum spaða og Norður doblaði. Austur hefði auð- vitað getað stutt spaða félaga síns, en hann kaus að passa til að halda spilastyrk sínum leyndum fyrir andstæðingunum. Og Jón Jónsson? Hann passaði! í spenningnum hafði hann hreinlega gleymt, að dobl félaga hans var upplýsinga- dobl. Um leið og hann sagði orð- ið „pass“ mundi hann allt, auð- vitað, en þá var það of seint. Hann varð eldrauður í framan og féll saman í stólnum undir drepandi augnaráði félaga síns. En sem betur fór var Vestur upptekinn við eigin vandamál og tók því ekki eftir neinu. Það var greinilegt, að skiptingin í spaðan- um var eitthvað einkennileg, svo hann breytti sögninni í tvo tígla Norður passaði og nú fékk Austur fullan skilning á stöðunni. Spaða sögn félaga hans var hreinlega blekkisögn. Með fimm spaða sjálf- ur og gróða passi hjá Suður, gat Vestur einfaldlega ekki haft boð- legan spaðalit. Og Austur fylgdi þeirri góðu reglu, að láta blekkisagnhafann á- kveða sjálfan hvað hann vildi spila, og passaði. Þar með lauk sögnunum og sagnhafi fékk 10 slagi. Um leið og blindur lagði niður hendi sína sá Vestur, að einfalt hefði verið að vinna sex spaða. Hann leit hissa á Jón Jónsson, sem sat nið- urlútur í stól sínum greinilega merktur SEKUR, síðan á félagann, sem fékk heldur betur að vita hvar Davíð keypti ölið að spili loknu. Hins vegar róaðist Norður eft- ir því, sem leið á spilið og þegar hann að lokum komst að sannlcik- anum í málinu, hló hann hjartan- lega og óskaði Jóni Jónssym til hamingju með beztu blekkisögn, sem hann hefði nokkru sinni séð eða heyrt. Jón Jónsson skyldi ekki neitt í neinu. Hann hafði búizt við skömmum frekar en lofi. En greinilegt var, að Norður var á- nægður með spilið, og að því at- huguðu, því skyldi hann ekki vera ánægður líka? Og auðvitað var það mjög skynsamleg niðurstaða. Á meðan Jón Jónsson smám saman náði valdi á taugum sínum, voru nokkur spil spiluð, Þegar

x

Bridge

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bridge
https://timarit.is/publication/1131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.