Bridge - 12.09.1957, Page 15

Bridge - 12.09.1957, Page 15
BIIIDGE 15 COLD BOTTOM Ef þú ert svo heppinn aS dvelja nokkrar vikur í höfuðstað hins nýja ríkis Indónesía, muntu fá tækifæri til að spila skemmti- lega rúbertu eða tvær, annað hvort í hollenzka klúbbnum „The Harmony“ eða Zoological Garden, en þar er meistaramót Djakarta haldið. Á þessum stöðum munt þú hitta fyrir athyglisvert fólk; Indónesa, sem rétt er að vanmeta ekki; snið- uga kínverska verzlunarmenn, og auðvitað Hollendinga, ágætis ná- unga; svo að ekki sé minnzt á hinar fögru, svarteygðu konur — en við skulum ekki, að svo stöddu, dveljast of lengi við hæfileika þeirra við bridgeborðið. Mig langar til að segja þér frá hvað kom fyrir mig í einni um- ferðinni í meistaramóti Djakarta, þar sem ég spilaði með mínum bezta félaga, fyrrum ungverskum landsliðsmanni. Fylgstu nú með — slíkt gæti hent þig einhvern dag. ig, að Hugborg hafði unnið 22 stig á þeim og þar með leikinn með 12 stigum. Sigurinn var verðskuldað- ur, því óhætt er að segja, að sveit hennar hafi verið jafn samstilit- asta sveitin, af þeim 12 sveitum, er spiluðu í þessari keppni Agnar Jörgensson. Höfundur þessarar greinar er Hollendingur, L. Spier, sem undanfarin ár hefir ver- i'ð búsettur í Indónesíu. Hann hefir unnið meistaratitla þar í landi með fyrrum ungversk- um landsliðsmanni, G Lengy- el. Greinin birtist fyrir nokkr- um árum í The European Bridge Review og er hér i lauslegri þýðingu. Gjafari Vestur. Enginn á hættu. A 6 4 V 4 2 ♦ G 7 5 * Á K G 8 7 5 A Á 9 2 V Á K D G 10 5 ♦ Á K 3 * 2 Ég var suður. Eftir tvö pöss opn aði austur með 3 spöðum. Ég lykt- aði slemmu og yfirbauð með fjór- um spöðum. Félagi minn sagði fimm lauf og þegar ég sagð' fimm hjörtu sagði hann sex, sem var passað hringinn. Vestur spilaði út spaða þristi. Þar sem það var greinilega einspil varð ég strax að taka á Ásinn. Þrjár umferðir sáu fyrir öllum trompunum, sem úti voru og þeg- ar ég spilaði tígul Ásnum átti aust ur ekkert í litnum. Þetta gaf mér tækifæri til að telja upp hend- urnar:

x

Bridge

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bridge
https://timarit.is/publication/1131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.