Bridge - 12.09.1957, Blaðsíða 18

Bridge - 12.09.1957, Blaðsíða 18
18 IiKIDGE Suraarmót í Borgarnesi Ársþing Bridgcsambands ís- lands var haldið Borgarnesi um mánaðamótin maí-júní sl. og í sambandi við þ'.ngið var háð sum- armót í bridge, þar sem keppt var bæði í tvímenningskeppni og sveitakeppni. Var mótið í alla staði vel heppnað, þátttaka mjög mikil t, d. spiluðu 23 fjögurra manna sveitir í sveitakeppninni, sem er ein mesta þátttaka, sem um getur í bridgemóti hér á landi. Mótið var Borgnesingum til mik- h sóma, og gekk vel undir ör- uggri stjórn Eiríks Baldvinsson- ar. Ýmsar samþykktir voru gerðar á þinginu — og voru þær helztar, að samþykkt var ný reglugerð um íslandsmótið í bridge — og sam- þykkt var að koma á fót sér- stakri keppni í haust um þátttöku- rétt í Evrópumeistaramótið 1958. Báðar þessar samþykktir voru að því er virðist illa undirbúnar, og munu vart ná þeim tilgangi, sem þeim er ætlað. Einkum á þetta þó við íslandsmótið, þar sem ákveðið var að öll félög innan sambandsins eigi kost að senda sveitir til þátttöku, sem fer eftir félagsmannafjölda, að undan- genginni keppni innan hvers fé- lags. Af þessari samþykkt leiðir, að íslandsmótið munu nú sækja fleiri sveitir en áður, en styrkleiki sveit anna á mótinu mun að sama skapi minnka. Síðar mun verða rætt um þessi mál hér í blaðinu, þegar að þessum mótum kemur. Sumarmótið var hins vegar eins og áður segir mjög vel heppnað. Á laugardaginn var . tvímennings- keppni spiluð í þremur riðlurn með alls 44 pörum. Hlutfallstala í riðlunum réði síðan úrslitum í keppninni, sem lauk með sigri þeirra Lárusar Karlssonar og Sig- urhjartar Péturssonar, Reykjavík. Næstir urðu Baldur Bjarnason og Sigurður Guðbrandsson, Borgar- nesi, og í þriðja sæti urðu Björn Sveinbjörnsson, Hafnarfirði og Brandur Brynjólfsson Reykjavík. Aðalkeppni mótsins var sveita- keppnin, sem fór fram með hrað- keppnisfyrirkomulagi þannig, að allar sveitirnar spiluðu saman, tvö spil milli sveita. Efstar urðu þess- ar sveitir: 1. Ólafur Þorsteinsson, Bridge- félag Reykjavíkur,54 EBL-stig 2. Kristján Kristjánsson, Bridge- félag Reykjavíkur 48 EBL-stig. 3. Eggert Benónýsson, Bridgefé- lag Reykjavíkur, 39 EBL-stig. 4. Karl Friðriksson, Bridgefélag Akureyrar, 38 EBL-stig. 5. Óli Örn Ólafsson, Bridgefélag Akraness, 35 EBL-stig. 6. Hjalti Elíasson, Tafl- og bridge klúbburinn, Rvk. 30 EBL-stig. 7. Zóphónías Benediktss., Tafl- og bridgekl. Rvk., 27 EBL-stig.

x

Bridge

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bridge
https://timarit.is/publication/1131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.