Bridge - 12.09.1957, Blaðsíða 31

Bridge - 12.09.1957, Blaðsíða 31
BRIDGE 31 SPURNINGAR Ritstjóri: Agnar Jörgensson Ákveðið er að„Spurningar“ verði í hverju hefti og svörin birt- ast í næsta hefti, svo lesendur geta alltaf notað mánuð til athugunar á spurningum hvers þáttar, áður en svörin birtast. Spurningum þeim er koma í 4 fyrstu heftunum hefir þegar verið svarað af 10 þekktum bridgespilurum og verða þau birt og notuð til aðstoðar fyr- ir ofanritaðan í leit að bezta svar inu. Ef vel gengur með þátt þennan, verður reynt að gera hann að verð- launa þætti í fyrsta heftinu eftir áramót og framvegis, þar sem allir lesendurnir geta verið þátttakend- ur og vonast ég til að svo megi verða. Fleiri orð þarf ekki að hafa um þetta, þátturinn lýsir sér bezt sjálfur. Gjörið svo vel. Það skal tekið fram, að Vínarsagnkerfið á aðeins við fyrsta spilið. 1. Sveitakeppni, báðir utan hættu. (Vínarsagnakerf i). Norður Austur Suður Vestur pass 1* pass 1 ♦ pass dobl 24 pass pass ? Þú, Suður, átt AG976 VÁG ♦ Á D 9 *Á7 62 Hvað segir þú? Það var ekki mjög erfitt fyrir Goren að finna út, að suður ætti sex örugga tígulslagi og K og D í laufi. Það sönnuðu sagnirnar. Samtals voru það því 11 slagir, sem suður átti og 12 ef vestur ætti ekki fjögur laufaspil, en ef vestur ætti fjögur lauf þá myndi hann lenda í kast- þröng, því hann yrði að halda öllum laufunum og spaða D annarri. Að sjá kastþröng vera að myndast hjá félaga sínum og einnig að finna leið til að bjarga honum er það, sem allir vildu gert liafa. Það er harka að neita slag í slemmu, en önnur vörn var ekki til, svo Goren leyfði sagnhafa að eiga hjarta K, og eftir það hefir suður engan möguleika til að vinna spilið. Þetta spil kom fyrir í sveitakeppni, og á hinu borðinu unnust 6 tíglar, þar sem austur sá ekki eins langt og tók strax á hjarta Á. Suður trompaði spaða útspilið frá Austur og tók öll trompin af honum. Síðan trompinu, og aumingja vestur er varnarlaus. Það er sama hvað hann gerir. Láti hann spaða D er G frír í blindum og láti hann lauf gerir fjórða lauf norðurs 12. slaginn.

x

Bridge

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bridge
https://timarit.is/publication/1131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.