Bridge - 12.09.1957, Blaðsíða 26

Bridge - 12.09.1957, Blaðsíða 26
26 BRIDGE sagði frá áhuga sínum á slemrnu með því að bjóða fjögur hjörtu og Seamon sagði þá sex lauf. Belladonna lét hjarta tvist út og D Avarelli kostaði Á. Leventritt tók síðan tígul Á og spilaði laufi og tók á D. Því næst kastaði hann hjartaslagnum úr borði í tígul K, og spilaði síðan upp á að spaðinn lægi 3 og 2, þar sem hann lét út spaða sex og svínaði áttunni, sem Suður tók á K. Nú gat Suður hnekkt spilinu einfaldlega með því að láta Norður trompa spaða, en hann valdi að stytta borðið í trompi með því að láta út hjarta. Þá var spaða Á spilað úr borði og þegar Norður trompaði da^sti Leventritt og sá spil sitt hrynja. Hann tapaði enn einum slag, þeg- ar Norður hélt áfram með hjarta og Suður fékkst ekki til að setja D á spaðann, sem spilað var ur borðinu. 100 til Ítalíu. Það kom í ljós, að á hinu borð- inu höfðu ítalarnir einnig komizt í 6 lauf. Norður, Koytchou, spilaði út einspilinu í spaða. Forquet tók á Á og spilaði út um leið spaða fjarka, sem Ogust tók á K og spil- aði meiri spaða. Forquet tromp- aði með Á, aðeins til að undir- strika, að það væri hann, seim vildi ráða spilinu. Hann fékk slagi á Á, K og D í tígli, hjarta Á og spaða Á, trompaði þrisvar spaða heima á hátrompin og trompaði fjórum sinnum í borði, samtals 12 slagir og 920 til Ítalíu. A Á G A 9 4 2 V Á K D 10 9 8 » S 7 5 3 ♦ Á84 ♦ K 9 5 A K G *ÁD4 Á spil Vesturs opnaði Goren á 2 gröndum og fékk 3 grönd í svar og sagði þá pass, þegar 6 standa og ítalarnir runnu í slemmu. Það er ekki von að vel fari, enda hef- ir ekki sést öllu stærra pass. Auðmýkjandi var þetta spil fyr- ir bandarísku sveitina. Austur gefur, A-V á hættu. A 9 8 5 y 10 8 5 ♦ Á D 10 4 A D 10 3 A G 10 7 6 A Á D 3 2 V A D G 9 7 6 V 4 3 ♦ 8 6 5 ♦ 2 * * Á G 8 7 6 5 A K 4 V K 2 ♦ K G 9 7 3 * K 9 4 2 Seamon í Austur opnaði á einu laufi og Belladonna doblaði. Sér- kennilegt dobl. Leventritt sagði eitt hjarta og Avarelli eitt grand, sem þýðir lítil spil. Seamon pass, vegna þess hve opnunin er lítil, Belladonna tvo tígla og tvö hjörtu hjá Leventritt, sem gefur upp gott hjarta. Avarelli bauð þrjá tígla og allir pössuðu. Leventritt byrjaði með hjarta Á og varð fyrir vonbrigðum, þegar hjarta K var ekk: hjá Norður og þegar Seamon gat ekki trompað annað hjarta urðu vonbrigðin að undrun. Eftir þetta spilaði Bella- donna spilið létt og vann það sléti. Miklar umræður urðu um spilið og margir lögðu sitt til. Flestir voru á því, að Vestur ætti að segja 2 hjörtu í fyrstu sögn, en sú sögn var ekki til í kerfinu, en auðvit-

x

Bridge

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bridge
https://timarit.is/publication/1131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.